ÁK smíði ehf

2022

ÁK Smíði var stofnað 2004 af Ármanni Ketilssyni húsasmíðameistara. Í byrjun var aðalverkefni fyrirtækisins parketslípun og lagnin á gegnheilu parketi ásamt viðhaldi og breytingum hjá nokkrum fyrirtækjum. Síðan fórum við að taka að okkur stærri verkefni og nýframkvæmdir. Við sérhæfðum okkur í að reisa límtréshús frá Límtré Vírnet og voru mörg þannig hús reist á árunum 2006-2009. Á árunum 2007-2010 byggðum við nokkur einbýlishús og einnig sáum við um að innrétta Menningarhúsið Hof . Eftir 2010 hefur aðalstarfsemin verið viðhald og breytingar ásamt sérhæfingu í lögnum á pvc dúkum á þök.
Ármann Ketilsson stofnandi ÁK Smíði selur hlut í fyrirtækinu til þeirra bræðra Finns Jóhannessonar og Jóhannesar Gunnars Jóhannessonar árið 2014. Þegar nýir eigendur koma inn í félagið er stofnuð rafvirkjadeild og árið 2016 kaupir ÁK Smíði pípulagningarfyrirtækið Miðstöð en þar starfa í dag 12 manns. Í dag eru því starfandi yfir 50 manns hjá ÁK Smíði og Miðstöð. Árið 2018 festa félögin síðan kaup á núverandi verkstæði á Lónsbakka og voru þau þá sameinuð undir einu þaki.

Starfsemin
ÁK Smíði hefur þá sérstöðu að geta útvegað smiði, rafvirkja, píparara, múrara, málara og járniðnaðarmenn allt innan sama fyrirtækisins, einnig sérhæfum við okkur í slípun á gólfum og lagnir á PVC dúk á þök auk þess sem byggst hefur upp yfirgripsmikil þekking á öllum almennum þak- og lekamálum. Einnig höfum við mikla þekkingu á raka- og myglumálum og við höfum fjárfest í búnaði sérstaklega fyrir þau verkefni. Þetta þýðir að við getum tekið að okkur hin fjölbreytilegustu verkefni og útvegað alla iðnaðarmenn í þau verk sem við tökum að okkur.
Árið 2020 einkenndist að miklu leyti af COVID-19 og afleiðingum þess. Bregðast þurfti við faraldrinum með ýmsum leiðum og m.a. skipta fyrirtækinu upp í vinnuflokka sem máttu ekki eiga samskipti sín á milli nema þá í gegnum síma. Ýmis kostnaður hlaust líka af þessu auk óhagræðis við að þurfa að skipta hópnum upp. Þetta gerði stjórnun fyrirtækisins flóknari og tímafrekari.

Starfsmenn
Þegar ÁK Smíði var stofnað voru tveir starfsmenn en í lok árs voru þeir orðnir 5 – 6. Síðan stækkar fyrirtækið ört og árið 2008 voru 33 starfsmenn hjá ÁK Smíði. Síðan fækkar starfsmönnum smásaman niður í 20 manns árið 2009 og eru starfsmenn ÁK Smíði í kringum 20 allt til ársins 2015, þegar fyrirtækið fór að fjölga starfsmönnum aftur og í dag eru í kringum 40 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Verkefnin
Stærsta verkefni fyrri hluta ársins var uppsetning á stórri og glæsilegri verslum H&M á Glerártorgi. Það verkefni var að þeirri stærðargráðu að skipta þurfti starfsmönnum í hópa og aðskilja kaffistofur og snyrtingar svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þetta allt tókst að skila verkinu á réttum tíma og fengu allir sem komu að verkinu mikið lof fyrir frá verkkaupa. Seinni hluta ársins hófst síðan endurbygging Lundarskóla þar sem önnur álman var gerð fokheld vegna myglu. Þetta er mikið og flókið verk þar sem endurgera þarf allt húsið og ýmislegt sem kemur í ljós eftir því sem verkinu miðar áfram. Það hjálpar okkur að fyrir örfáum árum endurgerðum við Listasafnið í Gilinu á Akureyri sem var gríðarmikið og lærdómsríkt verkefni.
Um haustið 2020 hófum við umsóknarferli fyrir innleiðingu Svansvottunar sem gerir okkur kleift að reisa umhverfisvæn og vottuð hús og er stefnt á að fyrstu Svansvottuðu fjölbýlishúsin rísi í Hörgársveit á haustmánuðum 2021.

Stjórnendur
Framkvæmdastjóri félagsins er Finnur R. Jóhannesson og stjórnina skipa Ármann Ketilsson stjórnarformaður, Finnur R. Jóhannesson meðstjórnandi og Jóhannes Gunnar Jóhannesson meðstjórnandi.

Stjórn

Stjórnendur

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd