Bygg Ben ehf.

2022

Bygg Ben ehf. var stofnað í Reykjavík árið 1997. Benedikt Gabriel Jósepsson stofnaði fyrirtækið og er eigandi þess. Frá upphafi hefur félagið fengist við byggingastarfsemi og reist bæði íbúðir og atvinnuhúsnæði. Flatarmál getur spannað allt frá 60 fm íbúðum til 300 fm glæsilegra einbýlishúsa, auk stærra og minna atvinnuhúsnæðis. Félagið er rekið sem einkafyritæki á markaði þar sem töluvert er um samkeppni. Fyrirtækið hefur lágan prófíl, auglýsir sig ekki og selur sínar byggingar í gegnum fasteignasölur.
Bygg Ben hefur aðsetur að Lambhagavegi 29 og hefur hvorki síma né netsíðu þar sem fyrirtækið starfar eingöngu fyrir sig sjálft og lætur fasteignasala um að koma fullbyggðum húsum í verð eins og áður sagði.

Aðföng
Það er að mörgu að hyggja þegar reisa þarf hús og aðföng eru margs konar. Bygg Ben sækir aðföng sín til íslenskra birgja.

Starfsfólk
Fjöldi starfsmann er síbreytilegur allt eftir verkefnastöðu eða frá 5 starfsmönnum til 50 starfsmanna. Á liðnu sumri þurfti að grípa til ráðstafana þar sem einn starfsmaður smitaðist af COVID-19. Benedikt hyggst draga úr starfseminni næstu misseri og stefnir að því að hætta í bransanum í lok 2025.

Velta
Veltan í gegnum tíðina hefur numið frá 100 milljónum króna allt að 2 milljörðum og er um þessar mundir á milli hálfur og einn milljarður króna.

Fyrirmyndarfyrirtæki
Fyrirtækið hefur komist í hóp fyrirmyndarfyrirtækja á lista Creditinfo.

Samfélagsmál
Bygg Ben lætur til sín taka þegar kemur að því að styrkja góð málefni og mánaðarlega eru verulegir styrkir látnir af hendi rakna til þeirra.

Lambhagavegur 29;Vesturlbr Fífilbrekku
113 Reykjavík
5674706
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd