Vinnuvélar Eyþórs

2022

Stofnendur og eigendur Vinnuvéla Eyþórs ehf. frá upphafi og til þessa dags eru Björn Hemmert Hólmgeirsson og Eyþór Hemmert Björnsson.

Sagan
Strax frá unga aldri snerust leikir og hugsanir Eyþórs um vélar og tæki. Ekki minnkaði áhuginn þegar hann fékk leyfi til að aka Zetor um túnin á Hóli á Tjörnesi með eitthvert tæki hangandi aftan í. Vinsamlegir verktakar gáfu Eyþóri færi á að þjálfa sig á alls konar tækjum og tólum, sem hann náði góðri stjórn á. Var þá ekki aftur snúið. Boðað var til fundar þann 16. janúar 2007. Fundarefnið var stofnun einkahlutafélags sem fékk síðar nafnið Vinnuvélar Eyþórs, með heimilisfang á Húsavík. Á fundinn mættu Björn Hemmert, er nefndur var formaður stjórnar og Eyþór Hemmert, er nefndur var framkvæmdastjóri. Hvor um sig með 50% hlut.

Starfsemin
Fyrstu tæki félagsins voru dráttarvél með vagn og traktorsgrafa. Félagið óx og dafnaði, hús og ný tæki bættust við og starfsmönnum fjölgaði. Fyrirmyndar og framúrskarandi fyrirtæki í nokkur ár. Góðir starfsmenn, allir með vinnuvélaréttindi, eiga sinn þátt í vexti félagsins og ber þeim að þakka.

Framtíðarsýn
Á árinu 2020 dróst starfsemin verulega saman. Í upphafi árs voru 8 menn að störfum en fækkaði um einn á árinu. Með aðhaldi í rekstri og sölu tækja tókst að halda starfseminni í gangi án aðstoðar. Eigendur líta björtum augum til framtíðar fyrirtækisins. Starfsemin er komin á fullt skrið að nýju og starfsmönnum hefur fjölgað.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd