101 Reykjavík fasteignasala ehf

2022

Saga 101 Reykjavík Fasteignasölu frá 2002-2021
101 Reykjavík Fasteignasala er rótgróin fasteignasala sem starfað hefur í 20 ár. Fasteignasalan selur allar gerðir fasteigna og fyrirtækja um land allt. Ásamt því hefur 101 Reykjavík Fasteignasala milligöngu um leigu og sölu á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Fasteignasalan hefur undanfarin ár selt fasteignir á Spáni ásamt eignum á Tenerife. Viðskiptavinir leita í sífellt meira mæli eftir ráðgjöf ýmiss konar varðandi fasteignaviðskipti og mikilvægt er að ferlið allt sé fagmannlega unnið og að traust og trúnaður sé milli aðila allt ferlið. Í September 2014 kaupir Kristín Sigurey Sigurðardóttir fasteignasöluna eftir að hafa verið starfandi þar frá 2010. En fyrirtæki var stofnað 14. september 2002 og hefur Kristín rekið hana allt til ársins 2020 en þá gerist Björg Kristín Sigþórsdóttir meðeigandi í fyrirtækinu. Kristín Sigurey hefur um 20 ára reynslu af sölu fasteigna, fyrirtækja og leigumiðlun ásamt skjalagerð og ráðgjöf tengdu fasteignaviðskiptum. Kristín Sigurey er löggildur fasteignasali og lauk hún námi til löggildingar fasteignasala í Háskóla Íslands árið 2006 auk þess að hafa numið sjávarútvegsfræði í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði á árunum 1989-1991. Kristín Sigurey hefur setið í stjórn Félags Fasteignasala frá 2018, og gegnir þar ýmsum trúnaðarstörfum enn þann dag í dag. Björg Kristín hefur séð um rekstrar-, sölu- og markaðsmál fasteignasölunnar frá vori 2019. Björg Kristín hefur mikla reynslu í stjórnun, markaðsmálum, vöruþróun og starfsmannamálum. Björg útskrifasðist árið 1994 sem sveinn í kökugerð frá Tekninske skolen i Ringsted. Starfsmenn 101 Reykjavík Fasteignasölu ásamt eigendum eru í dag sex talsins.

Fasteignaviðskipti hafa verið að þróast á síðustu misserum og með tilkomu nýrra laga um sölu á fasteignum sem komu út árið 2015 þar sem einungis löggildir fasteignasalar mega koma að sölu fasteigna skipa og leigumiðlun, eru nú gerðar ríkari kröfur um sölu á fasteignum og viðskiptum því tengdu, sem er án efa til hagsbóta að farsælum og öruggum viðskiptum fyrir kaupendur, seljendur og leigjendur á fasteignamarkaði. Hlutverk fasteignasala í dag er orðið margbrotið og krefst staðgóðrar menntunar ásamt löggildingar í faginu, ábyrgðin er því mikil og er oft um aleigu umbjóðenda að ræða og miklar skuldbindingar til framtíðar. Því eru vönduð og nákvæm vinnubrögð mikilvæg. 101 Reykjavík Fasteignasala leggur ríka áherslu á traust í viðskiptum, persónulega þjónustu, samvinnu og ánægjuleg viðskipti viðskiptavina okkur eru lykilmarkmið starfsfólks 101 Reykjavík Fasteignasölu. Gæðastefna á öllum sviðum innan fyrirtækisins er fylgt markvisst eftir og endurskoðuð reglulega. Við horfum björtum augum til framtíðar og finnum ríkulega fyrir því að unga fólkið er að koma nú aldrei sem fyrr sem nýir kaupendur inn á fasteignamarkaðinn ásamt mikilli hreyfingu heldra fólks sem er að huga að breytingum. Hreyfing innan markaðarins er lífleg og áskoranir hvers dags spennandi.
Allar nánari upplýsingar um okkar starfsemi er að finna á 101.is. Einnig bjóðum við öllum sem þurfa þjónustu eða ráðgjöf velkomna á skrifstofu okkar.
FRAMÚRSKARANDI – TRAUST – HEIÐARLEIKI – SAMVINNA

2012

Helgi Jóhannes Jónsson sölustjóri, Leifur Aðalsteinsson, löggiltur fasteignasali og Kristín Sigurey Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali.

Fyrirtækið 101 Reykjavík fasteignasala var stofnað þann 14. september 2002 af þeim Leifi Aðalsteinssyni og Þórhalli Tryggvasyni. Starfmenn voru tveir til að byrja með auk löggilds fasteignasala. Fljótlega bættust við þau Helgi Jóhannes Jónsson sölustjóri og Hrafnhildur Guðmundsdóttir sem sér um bókhald og starfa þau enn hjá fasteignasölunni. Í febrúar 2006 keypti Leifur hlut Þórhalls í fasteignasölunni og hefur Leifur verið einn eigandi síðan.

Árið 2005 var reglum er varða eignaheimild á fasteignasölum breytt. Nýjar reglur fólu í sér að eigandi varð að vera löggildur fasteignasali og eigandi að minnsta kosti 51% í rekstri fasteignasölu. Leifur brást vel við og vorið 2007 lauk Leifur Aðalsteinsson prófi til löggildrar fasteignasölu með ágætiseinkunn.

Fasteignaslan hefur verið í sama húsnæði frá upphafi, að Laugavegi 66, 101 Reykjavík.

Í gegnum tíðina hefur mikil áhersla verið lögð á að þjónusta viðskiptavini á traustan og faglegan hátt en þó persónulegan. Húsnæði fasteignasölunnar er hlýlegt, opið og bjart með útsýni yfir Laugaveginn. Skemmtilegan stíl gefa líka stór og falleg málverk eftir Úlfar Örn Valdimarsson. Fasteignasalan hefur minnkað og stækkað í gengum tíðina, mest hafa starfmenn verið 6 en það var á árunum frá 2004 til 2008. Um og eftir efnahagshrun 2008 varð mikill samdráttur og voru starfsmenn þá aðeins tveir. Nú eru starfsmenn fasteignasölunnar fjórir.

Starfsfólk fasteignasölunnar að störfum að Laugavegi 66.

Fasteignasalan selur fasteignir um land allt þó heiti hennar bendi kannski til annars. Einnig selur hún fyrirtæki, sumarhús og lóðir. Þó hafa mál þróast þannig að aðalvettvangur hennar er miðbæjarsvæðið þ.e. 101, 107 og 105 Reykjavík.

101 Reykjavík fasteignasala hefur unnið sér inn traust og gott orðspor á þeim 10 árum sem hún hefur verið starfrækt.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd