Bifreiðastöð ÞÞÞ

2022

Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar á Akranesi var stofnuð árið 1927, af Þórði Þ. Þórðarsyni, sem ávallt var kallaður Steini á Hvítanesi, þá keypti hann sinn fyrsta bíl og byrjaði á því að keyra fisk. Fyrirtækið sinnti lengst af bæði fólks- og vöruflutningum, einnig sinnti fyrirtækið mjólkurflutningum fyrir bændur um nokkurra ára skeið eða til ársins 1939, þá tók Kaupfélagið við þeim og fór Steini þá út í sjálfstæðan rekstur vöruflutninga og fólksflutninga á milli Akranes og Reykjavíkur. Árið 1965 keypti hann allar rúturnar af Magnúsi Gunnlaugssyni, og um 1970 átti hann 14 rútur og 4 flutningabíla. Um 1970 seldi hann Sæmundi Sigurðssyni í Borgarnesi rúturnar og hélt áfram vöruflutningunum með Þórði syni sínum, sem tók við rekstrinum 1973 þegar Steini lét af störfum.

Starfsemin
Frá þeim tíma hefur starfsemin byggst á vöruflutningum á milli Akraness og Reykjavíkur.
Bifreiðastöð ÞÞÞ hefur verið í eigu sömu fjölskyldunar allt frá stofndegi og í dag stýrir þriðji ættliðurinn, Þórður Þ. Þórðarson fyrirtækinu, en hann tók við rekstri fyrirtækisins árið 2002 þegar að Þórður faðir hans lést. ÞÞÞ er umboðsaðili Eimskips og Samskips á Akranesi og sér um allan flutning fyrir þau á Stór-Akranessvæðið. Einnig hefur ÞÞÞ séð um gámaflutning fyrir Eimskip og Samskip í Borgarnes og Borgarfjörð. Fyrirtækið bíður upp á ýmsa þjónustu og má þar nefna kranabíla, lyftara, gámalyftur, trailera, vörubíla og sendibíla, má segja að fyrirtækið hafi yfir að ráða bifreiðum/tækjum í flest öll verkefni er snúa að flutningum.

Starfsfólk
Í dag starfa um 25 manns hjá fyrirtækinu. Stærstur hluti starfsmanna fyrirtækisins hefur langa starfsreynslu og þekkir starfssemi fyrirtækisins vel og veit hvers er ætlast af þeim og hvers viðskiptavinurinn væntir.

Aðsetur
Fyrirtækið flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði þann 15. apríl 2015 á Smiðjuvöllum 15 Akranesi. Húsið er rúmlega 1400 fm og er einingarhús frá Smellinn. Þegar fyrirtækið flutti á Smiðjuvellina þá færðist öll starfssemin undir eitt þak en áður hafði verkstæðið okkar verið á Vesturgötu 1 en skrifstofurnar og vörumóttaka á Dalbraut 6.

Stjórn Bifreiðastöðvar ÞÞÞ
Þórður Þ. Þórðarson, stjórnarformaður, Ólafur Þórðarson, meðstjórnandi, Anna María Þórðardóttir, meðstjórnandi og Guðm. Ingþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd