Egilsson ehf.

2022

Fyrirtækið Egilsson ehf. er sölu- og þjónustufyrirtæki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1939 þegar forveri þess hóf starfsemi sína með innflutningi á Parker pennum, en starfar í dag undir merkjum A4. Nafnið endurspeglar vel rætur félagsins í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga varðandi skrifstofuvörur og ritföng. Í dag starfar fyrirtækið á einstaklings-, fyrirtækja- og heildsölumarkaði hér á landi. A4 leggur metnað sinn í að veita afburða þjónustu með djúpri þekkingu á vöruframboði sinna helstu birgja og metnaðarfullum stafrænum lausnum. Forstjóri Egilsson er Egill Þór Sigurðsson og er fyrirtækinu skipt upp í sölusvið verslana og fyrirtækjasviðs sem stýrt er af Vilhjálmi Sturlu Eiríkssyni, fjármálasvið sem stýrt er af Jónasi Birgissyni, mannauðssvið sem Alfa Lára Guðmundsdóttir stýrir og vöru- og markaðssvið sem Sigrún Ásta Einarsdóttir stýrir.

Vörur og þjónusta
A4 leggur áherslu á að vera í fararbroddi þegar kemur að vörum fyrir skapandi stundir, auk þess að styðja vel við sína hefðbundnu markaði varðandi rekstrarvörur fyrir skrifstofuna. Slagorð A4 „Fyrir skapandi líf” endurspeglar þannig áherslu A4 að bjóða lausnir fyrir allt það sem snýr að sköpun. Skapandi lausnir, skapandi hugsun, skapandi vinnustaði og skapandi umhverfi.
Sköpun er mikilvæg á vinnustöðum, þar sem A4 býður lausnir til þess að ýta undir og styðja skapandi hugsun og starfsemi. Meðal annars með gæða húsgögnum sem aðlaga sig að nútíma vinnustöðum, þar sem sveigjanleiki, samskipti og sköpun skipta miklu máli.
Að eiga skapandi stundir innan heimilisins er ekki síður mikilvægt, þar sem áherslan er á að bjóða skapandi vörur fyrir skemmtilegar og gefandi samverustundir. Legobúðin sérhæfir sig í vörum frá LEGO, á meðan A4 býður úrval af skapandi vörum frá leiðandi framleiðendum á því sviði. Markmið og metnaður A4 er að skapa tækifæri fyrir viðskiptavini sína að eiga betri stundir með börnunum, maka og sjálfum sér.

Markmið
Egilsson leggur metnað sinn í að bjóða gæðavörur þar sem áhersla er á að hugað sé að umhverfisþáttum og samfélagslegri ábyrgð. Egilsson hefur í sinni starfsemi lagt áherslu á leggja sitt af mörkum varðandi samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið er jafnlaunavottað og leggur áherslu á að lágmarka umhverfisfótsporið af starfsemi sinni. Fyrirtækið er stolt af framúrskarandi starfsfólki sínu sem endurspeglast í ánægðum viðskiptavinum og góðum starfsanda.

Aðsetur
A4 er með starfsemi á átta stöðum á landinu. Skrifstofur og vöruhús er staðsett að Köllunarklettsvegi 10 í Reykjavík. Undir merkjum A4 eru fjórar verslanir á höfuðborgarsvæðinu; í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og Hafnarfirði. Jafnframt eru reknar verslanir á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi undir merkjum A4. Legobúðin er staðsett í Smáralind.
Egilsson ehf. / A4 og Legobúðin / www.a4.is www.legobudin.is

Köllunarklettsvegur 10
104 Reykjavík
5800000
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd