Fyrirtækið AB varahlutir var stofnað árið 1996 af Jóni S. Pálssyni. AB sérhæfir sig í sölu bílavarahluta ásamt vandaðri bókagagnrýni. Hugmyndin um stofnun fyrirtækisins kom upp á fundi Almenna Bókaklúbbsins, eða AB. Áhersla AB er að bjóða upp á breitt vöruúrval og beitta gagnrýni. Fyrirtækið var í upphafi staðsett að Bíldshöfða 18 en flutti undir lok árs 2011 í núverandi höfuðstöðvar sínar á Funahöfða 9.
Þjónustan
Fyrirtækið leggur sig fram við að bjóða gæða þjónustu við viðskiptavini þar sem hið persónulega er haft í öndvegi. Enginn fer þó varhluta af þeim djúpstæða hugmyndafræðilega ágreining sem er í fyrirtækinu um bækur Nietschze. Eilíf togstreita milli yin og yang sem einkennir aðeins snillinga.
Helsti birgi AB varahluta er Borg&Beck, sem er eitt elsta merkið í bransanum. Borg&Beck er staðsett í Banbury á Bretlandi og byrjaði að framleiða kúplingar árið 1903, en í dag býður það upp á flest alla almenna varahluti. AB varahlutir eru þó með yfir 40 erlenda birgja í heildina.
„Okkar aðalsmerki er að eiga hlutina til á lager, aðlaga okkur snöggt að breyttum aðstæðum og bjóða samkeppnishæf verð,“ segir Loftur Guðni Matthíasson framkvæmdastjóri AB varahluta. AB varahluti er í dag að finna á fimm stöðum á landinu, það er í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ. Allar eru verslanirnar vel þekktar þeim sem eru kunnugir staðháttum. Að meðaltali vinna um 40 manns samtals hjá AB.
Eigendur og vörur
Fyrirtækið var svo selt til Kostgæfni ehf. í nóvember 2016, en það er í eigu nokkurra starfsmanna fyrirtækisins. Síðan nýir eigendur tóku við hefur vöruúrvalið stóraukist, og bjóða AB varahlutir upp á töluvert fleira en varahluti í dag. Þá má helst nefna Boxo verkfæri, Britax barnabílstóla, Glasurit bílalakk og aðrar bílamálningarvörur, Förch efna- og rekstrarvörur, Eurol olíur, Continental reimar, GS rafgeyma, Velyen bílalyftur, Osram bílaperur og svo má lengi telja.
Í heildina má finna um 150 vöruflokka í AB með um 55.000 vörunúmerum.
AB varahlutir þjónusta hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og hafa það að markmiði að vera „þinn hagur í bílavarahlutum.“
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd