Aðalbakarí

2022

Aðalbakarí er huggulegt bakarí og kaffihús við Aðalgötu í miðbæ Siglufjarðar. Bakaríið var stofnað árið 1995 af hjónunum Jakobi Erni Kárasyni og Elínu Þór Björnsdóttur. Opnað var um verslunarmannahelgi í sögufrægu húsi að Aðalgötu 28 en þar til húsa hafði áður verið apótek og fatabúð svo eitthvað sé nefnt. Árið 2014 var bakaríið stækkað yfir í næsta húsnæði og þá varð einnig til kaffihús með auknum sætafjölda og vínveitingarleyfi.
Frá upphafi hefur bakaríið notið mikilla vinsælda og átt dygga aðdáendur allstaðar að af landinu.

Aðalbakarí
Boðið er upp á nýbakað brauð og kökur alla daga. Mikið úrval er af smurðu þar sem allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Hágæða kaffi og svo hina vinsælu pokavöru. Bakaríið er þekkt fyrir hinar margrómuðu sýrópskökur og ástarpunga. Einnig má nálgast vörur bakarísins í völdum búðum Samkaupa.

Veisluþjónusta
Bakaríið tekur að sér smáar sem stórar veislur, s.s. erfidrykkjur, útskriftarveislur, fermingar og afmæli. Lagt er mikið upp úr því að bjóða viðskiptavinum góða þjónustu.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd