Aðalvík ehf

2022

Aðalvík ehf. var stofnsett í mars árið 1998 af þeim Jóhannesi T. Halldórssyni og Páli Trausta Jörundssyni og er því orðið 23 ára gamalt.
Í upphafi voru starfsmenn um 10 talsins, en jafnt og þétt hefur starfsmönnum fjölgað og eru nú um 20 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu og undirverktakar eru um 25. Árið 2007 seldi Páll sinn hlut í fyrirtækinu, sökum aldurs og bættist þá við eigendahópinn. Eigendur í dag eru Jóhannes T. Halldórsson stjórnarformaður, Bergur Ingi Arnarson framkvæmdastjóri, Friðrik Guðlaugsson stjórnarmaður sem sér um rekstur trésmíðaverkstæðis, Ævar Jarl Rafnsson sem hefur einnig umsjón með trésmíðaverkstæðinu og María Pálsdóttir sem sér um skrifstofuhald. Skrifstofa Aðalvíkur ehf. er að Síðumúla 13, 108 Reykjavík.

Sagan
Árið 2000 festi Aðalvík ehf. kaup á trésmíðaverkstæði að Hjallahrauni 7, í Hafnarfirði. Þar er starfrækt umtalsverð innréttingasmíði ásamt ýmiskonar smíðavinnu sem tengist öðrum vinnustöðum Aðalvíkur, allt frá nýbyggingum til viðhalds og breytingavinnu ýmiskonar. Á verkstæðinu starfa að jafnaði 5-6 menn. Starfsemin er annars alhliða byggingarstarfsemi, allt frá nýbyggingum til breytinga og viðhalds ásamt þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Stór þáttur í rekstrinum er tilboðs- og verktakastarfsemi þar sem Aðalvík er aðalverktaki með allar iðngreinar undir sinni stjórn.

Markmið
Aðalvík leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, gerð verkáætlana og verkskila, ásamt trúnaði við verkkaupa. Lögð er mikil áhersla á gerð verksamninga, áætlanagerð og verkfundi verktaka og verkkaupa. Skilvirk vinnubrögð spara fjármagn.

Mannauður
Í gegnum árin hefur Aðalvík átt því láni að fagna að hafa frábæra starfsmenn sem hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu og því ekki mikil starfsmannavelta.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd