Fyrirtækið er stofnað árið 1991. Stofnandi þess og eigandi er Ágúst Friðgeirsson húsa-smíðameistari. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meðeigandi Ágústs er Frímann Frímannsson, fjármálastjóri.
Fyrirtækið
ÁF hús ehf. er alhliða byggingafyrirtæki. Það hefur byggt yfir 700 íbúðir, skóla, sundlaugar, fjölda atvinnuhúsnæðis og ýmis umferðarmannvirki.
Aðsetur ÁF húsa ehf. er að Bæjarlind 4 í Kópavogi. Starfsmenn eru að jafnaði 10 til 12 talsins. Verkstjórar eru þeir Jón Gunnar Gíslason og Sigurður Sigurðsson.
Dótturfélag ÁF húsa er fasteignafélagið Leigugarðar sem annast sölu fastegina sem byggðar eru. Leigugarðar hafa verið í hópi framúrskarandi fyritækja á lista Credit Info.
Verkefnin
Meðal nýlegra verkefna má nefna byggingu 86 íbúða að Hafnarbraut 14, iðnaðarhúsnæði að Tónahvarfi 6, þar sem um er að ræða 16 aðskilin bil sem þó er hægt að sameina að óskum.
Þá má nefna blokkina að Álalind 14 sem vakið hefur athygli fyrir klæðningu að utan sem skiptir litum eftir sjónarhorni. Þar eru allar íbúðir seldar fyrir löngu.
Framtíðin
Hjá ÁF húsum er sífellt verið að og horft til framtíðar með hliðsjón af eftirspurn og markaðsaðstæðum. Fyrirtækið fylgist vel með framþróun í byggingatækni og hönnun húsnæðis til að geta tryggt gæði verka.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd