Byggingarfyrirtækið Afltak ehf. hefur á undanförnum árum sérhæft sig í að reisa, innrétta, viðhalda og endurnýja húsnæði í byggingu ásamt rafverktöku.
Sagan
Afltak var stofnað 1994. Haustið 1997 keypti Jónas Bjarni Árnason, húsasmíðameistari og rafvirkjameistari Afltak af fyrrverandi meðeiganda sínum. Fyrirtækið flutti í eigið húsnæði í Súðarvogi 20 þar sem það var starfrækt til ársins 2002, þá byggði fyrirtækið nýtt verkstæði og skrifstofur að Völuteig 1 í Mosfellsbæ, þar er fyrirtækið í 780 fm eigin húsnæði.
Árið 2010 urðu tímamót í fyrirtækinu því þá keypti Jónas Bjarni Árnason og kona hans Kristín Ýr Pálmarsdóttir fyrirtækið og eru því einu eigendur Afltaks í dag.
Starfsemi og hlutverk Afltaks
Fyrir utan hefðbundna smíða- og rafmagnsvinnu er stefna okkar að veita framúrskarandi þjónustu með faglegri þekkingu til viðskiptavina, fyrirtækið hefur þjónustað Tryggingamiðstöðina
í rúmlega 20 ár við tjónaviðgerðir, unnið við ýmis sérverkefni, t.d byggt einbýlishús, par- og raðhús, fjölbýlishús, leikskóla, sambýli, íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk á Lautarvegi, Klukkuvöllum og Unnargrund, einnig byggðum við hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík og vorum með stórt viðhaldsverkefni á Hótel Sögu þar sem Súlnasalur, gestamóttaka og Mímir veitingastaður voru endurnýjuð ásamt hluta af herbergjum. Er því hægt að segja að Afltak sé í stakk búið til að leysa úr öllum smáum og stórum verkefnum sem falla til, mikil tryggð hefur ríkt milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess í gegnum tíðina.
Starfsmenn Afltaks tileinka sér nútímalegar úrlausnir og nútímaleg tæki. Við höfum metnað til að leita tækifæra og erum sífellt í sjálfskoðun við að bæta þjónustuna og aðstæður fyrirtækisins, til að bæta ánægju starfsmanna og lykilhagsmunaaðila. Við viljum efla starfsólk okkar til að vera sjálfstætt og að styrkja stöðu fyrirtækisins á markaðnum.
Afltak vinnur eftir gildum sem fyrirtækið hefur sett sér:
Fagmennska – Virðing – Þjónusta – Traust
Markmið fyrirtækisins
Strax var ákveðið af þeim hjónum að gefa öllum starfsmönnum jöfn tækifæri og sömu kjör hjá fyrirtækinu óháð kyni og að allir fái að njóta sín eins og þeir eru, það var til þess að fyrirtækið fékk jafnréttisverðlaun frá Mosfellsbæ í október 2018 sem þau eru afar stolt af.
Fyrirtækið hefur einsett sér að halda áfram að veita framúrskarandi og faglega þjónustu og að þróast með markaðnum.
Starfsfólk
Við ætlum okkur áfram að vera framsækið og eftirsótt fyrirtæki til að vinna hjá. Fylgja nýjungum til að við getum tekið að okkur öll verkefni stór sem smá, með góðan og breiðan aldurshóp af faglærðum starfsmönnum, sem sækja reglulega námskeið í endurmenntun til að styrkja og viðhalda þekkingu í faginu sem skilar okkur sterkara fyrirtæki.
Fyrirtækið er með mjög samheldið starfsfólk og jákvæða fyrirtækjameningu, virðing er borin fyrir hvort öðru með heiðarlegum og jákvæðum samskiptum. Þar af leiðandi hefur verið lítil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu sem reynir að gera eins vel við fókið og mögulegt er. Fastráðnir starfsmenn eru um 24 og svo eru nokkrir undirverktakar sem vinna reglulega fyrir Afltak í ýmsum verkþáttum.
Við eigendur höfum þá skoðun að fyrirtækið sé starfsólkið og leggjum við áherslu á uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks með ýmsum hætti, okkur er annt um vellíðan starfsfólksins og leggjum áherslu á að bjóða upp á gott og öruggt vinnuumhverfi þar sem öllum líður vel.
Verkefnastaða fyrirtækisins er góð og ekki ástæða annars en að ætla að Afltak ehf. eigi framtíðina fyrir sér á byggingamarkaðnum.
© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd