Sagan
Fyrirtækið Airport Associates (APA ehf.) er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliða flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Upphaf þess má rekja til ársins 1997 þegar fyrirtækið var stofnað af Þórarni Kjartanssyni og Elíasi Skúla Skúlasyni undir nafninu Vallarvinir ehf. Forstjóri fyrirtækisins, Sigþór Kristinn Skúlason bættist síðar í eigendahópinn. Núverandi eigendur eru Elías Skúli Skúlason, Guðbjörg Astrid Skúladóttir (ekkja Þórarins) og Sigþór Kristinn Skúlason. Núverandi stjórn skipa: Elías Skúli Skúlason (formaður stjórnar), Sigþór Kristinn Skúlason og Skúli Þórarinsson. Í fyrstu takmarkaðist starfsemin aðeins við frakt og tengda þjónustu enda voru á þeim tíma höft á flugþjónustu til farþegaflugfélaga. Fyrstu viðskiptavinir fyrirtækisins í voru Cargolux og Íslandsflug.
Sagan
Árið 2002 var höftum á flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli að fullu aflétt. Það sama ár byrjaði fyrirtækið að þjónusta Þýska farþegaflugfélagið LTU og hóf þá að innrita og þjónusta farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Allt frá því að Airport Associates byrjaði að þjónusta farþegaflugvélar má segja að vöxtur fyrirtækisins hafi verið stöðugur í takt við aukna flugumferð sem tók þó verulegan kipp árið 2016. Innkoma Airport Associates á flugþjónustumarkað hefur haft verulega jákvæð áhrif á samkeppnishæfi Keflavíkurflugvallar. Umhverfið sem Airport Associates vinnur í er mjög skýrt skilgreint með tilliti til gæðamála og verklagsregla. Þjónustan á Keflavíkurflugvelli er yfir höfuð í háum gæðaflokki og í raun með því besta sem gerist í Evrópu og því til sönnunar hefur Keflavíkurflugvöllur reglulega unnið til verðlauna fyrir frammúrskarandi þjónustu. Airport Associates á vissulega sinn þátt þeirri velgengni.
Núverandi staða
Airport Associates þjónustar á ársgrundvelli um sjötíu flugfélög, þar af um tuttugu áætlunar- flugfélög sem fljúga reglulega til Keflavíkur. Hvert og eitt þessara flugfélaga er með ólíkar þarfir og kröfur. Eftirfarandi flugfélög eru stærstu viðskiptavinir Airport Associates: Fly PLAY, easyJet, Wizz air, Bluebird Nordic, DHL, UPS, British Airways, Delta Airlines, American Airlines, Air Canada, Transavia, Air Baltic, Jet2, TUI, S7, Vueling, Neos, Iberia Express, Cargo Express, Eurowings og Ruslan. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er nokkuð sveiflukenndur og breytilegur eftir árstíðum. Mest hefur starfsmannafjöldi farið yfir 700 starfsmenn árið 2018 en þeim fækkaði talsvert við fall WOW air. Áætlanir gera ráð fyrir því að um 400 starfsmenn komi til með að starfa hjá fyrirtækinu árið 2022. Fyrirtækið hefur jafnt og þétt frá stofnun komið sér upp góðri aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og hefur í nokkrum áföngum byggt þrjár þjónustu- og skrifstofubyggingar upp á samtals tæpa 7.000 m2 auk þess að leigja aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mission statement
The mission of Airport Associates is dedication to provide our customers, customized quality ground handling services at a reasonable cost.
To Our Employees: We are committed to provide our employees a stable and safe work environment with equal opportunity for learning and personal growth.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd