Álverið í Straumsvík hóf starfsemi árið 1970 undir nafni ÍSAL og hefur síðan þróast í eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Það var fyrsta stóra iðnaðarframkvæmdin á Íslandi sem byggði á nýtingu endurnýjanlegrar orku. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið lykilaðili í íslenskum iðnaði og útflutningi.