Alefli ehf.

2024

Byggingaverktakafyrirtækið Alefli ehf. hefur frá stofnun verið rekið og í eigu stofnenda þess, undir sama nafni og á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur víðtæka reynslu og hafa þeir á undanförnum árum sérhæft sig í að reisa, innrétta og endurnýja íbúðar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, auk hótela og íþróttamannvirkja.

Sagan
Stofnendur Aleflis ehf. eru húsasmíðameistararnir Arnar Guðnason og Þorsteinn Kröyer. Þeir störfuðu báðir hjá hjá Methúsalem Björnssyni húsasmíðameistara og þegar hann hætti starfsemi um áramótin 1992-93 þá ákváðu þeir að far út í eigin rekstur. Þeir stofna Alefli ehf. byggingaverktaka í febrúar 1993 í þeim tilgangi að skapa sér vinnu. Yfirbygging rekstrarins var fábrotin í byrjun, fram til ársins 2002 var rekstrinum stjórnaðu úr litlu herbergi á heimili Þorsteins. En við mikinn uppgang í byggingariðnaði í gegnum árin, velgengni fyrirtækisins og fjölgun viðskiptavina þá stækkaði fyrirtækið og árið 2003 keypti Magnús Þ. Magnússon þriðjungshlut í fyrirtækinu, en hann hafði þá starfað hjá fyrirtækinu í nokkur ár.
Í gegnum tíðina þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og sinnt fjölbreyttum og krefjandi verkefnum, stórum sem smáum. Verkefnin hafa verið leyst vel af hendi og hefur fyrirtækið haft það að markmiði að skila þeim svo sómi sé af. Mikil reynsla, þekking og góður tækjakostur gerir fyrirtækinu kleift að takast á við hvaða verkefni sem er.

Verkefnin
Fyrsta verkefni Aleflis var uppsetning á utanhússklæðningu í Seljahverfi. Út frá því byggðist rekstur Aleflis upp jafnt og þétt, föstum viðskiptavinum fjölgaði og starfsmönnum að sama skapi.
Fyrirtækið tók að sér smíði stakra einbýlishúsa, t.d. í Hafnarfirði, Kópavogi, Árbænum og í Reykjavík. Síðan tóku við byggingar fjölbýlishúsa í ýmsum nýbyggingahverfum, auk útihúsa á Kjalarnesi, Svínadal og víðar.
Fyrsta stóra verkefnið tók Alefli að sér á árunum 2000-2001, þar var um að ræða allsherjar yfirhalningu á stórhýsi Hótels Esju, að Suðurlandsbraut 2, sem í dag er starfrækt undir nafninu Hilton Reykjavik Nordica. Viðamesti hluti framkvæmdanna var uppsteypa og frágangur níu hæða viðbyggingar við hótelið sem reis ofan á KB banka, vinstra megin við húsið. Aðstæður sem þessar geta stundum kallað á mjög krefjandi, verkfræðilegar úrlausnir sem reyna vel á samvinnu allra sem hlut eiga að máli. Í þessu tiltekna verkefni þurfti t.d. að grafa frá útveggjum neðstu hæðarinnar að ofanverðu, og reisa þar móttöku og ráðstefnusal. Til að tengja saman nýja og eldri hlutann þurfti að fjarlægja nokkra tugi metra af útveggjum úr kjallaranum og skipta þeim út fyrir nýtt stálburðarvirki.
Á fyrstu áratugum 21. aldarinnar hefur Alefli tekið þátt í þeim mikla uppgangi sem ríkti á íslenskum byggingamarkaði og byggt á því mjög farsælan rekstur. Þetta hefur skilað traustri verkefnastöðu hjá fjölbreyttum hópi verkkaupa eins og Advania, Stoðum, Högum, Festi, Lífland, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, KFC, Góu Lindu, Héðni, auk fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Margar þær byggingar sem fyrirtækið hefur byggt eru nú þekkt kennileiti í umhverfi sínu. Þar nægir að nefna verslunarmiðstöð Spangarinnar í Grafarvogi, Skothúsið á golfvellinum í Grafarholti, verslunarmiðstöð Fitja í Reykjanesbæ, nýja Héðinshúsið í Gjáhellu 4 í Hafnarfirði, KÍA umboðið á Íslandi, nýtt húsnæði Veltis/Brimborgar og ný íþróttamiðstöð GM í Mosfellsbæ

Gæðamál
Undanfarin ár hefur Alefli leitast við að bæta innra eftirlit fyrirtækisins en í upphafi rekstursins var þetta að mestu aðkeypt þjónusta þar sem utanaðkomandi aðilar voru fengnir til að vera með sjá um gæðaeftirlit á verkum Aleflis. Eftir því sem verkefnin hafa orðið fjölbreyttari og umsvif aukist þá hefur þörfin á innra gæðaeftirliti aukist, vegna þessa þá hefur fyrirtækið tileinkað sér viðurkennda vinnuferla og stuðst við gæðakerfið sem Samtök Iðnaðarins gefur út. Árið 2018 tók Alefli einnig í notkun eftirlits og stjórnunarkerfið Ajour sem er algerlega rafrænt og veitir verkkaupa aðgengi að öllum gögnum Aleflis varðandi verkefni sem Alefli er að vinna fyrir verkkaupa Gæðastjórnunarkerfi Alefli er úttekið af BSI á Íslandi og skráð hjá mannvirkjastofnun

Starfsfólk og aðsetur
Alefli er með aðsetur í Desjamýri 6 í Mosfellsbæ. Fyrirtækið hefur að skipa einvala liði starfsmanna, að jafnaði eru um 20-30 fastir starfsmenn hjá fyrirtækinu og hafa þeir margir hverjir starfað í fjölda ára hjá fyrirtækinu. Einnig starfa hjá félaginu í dag byggingatæknifræðingur og byggingafræðingur. Auk þess eru fengnir inn undirverktakar, sem hafa reynst fyrirtækinu og viðskiptavinum þess vel, í hin ýmsu verkefni þegar þörf er á. Samanborið við mörg önnur verktakafyrirtæki í byggingageiranum þá er samanlagður starfsaldur helstu stjórnenda fyrirtækisins mjög hár.

Eigendur og stjórn Aleflis:
Arnar Guðnason stjórnarformaður, Magnús Þ. Magnússon framkvæmdastjóri og
Þorsteinn Kröyer verkefnastjóri.

Stjórn

Stjórnendur

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd