Fyrirtækið var stofnað 1986 og voru eigendur pípulagningameistararnir Christian Þorkelsson og Reynir Baldursson. Þeir byrjuðu á þjónustu við einstaklinga og tóku eitt og eitt hús í nýlögnum. Fljótlega fóru þeir að taka þátt í útboðum og fyrsta verkið var Perlan í Öskjuhlíð. Einnig þjónustuðu þeir ÁTVR á upphafsárunum og gera enn.
Árið 1999 keypti Christian hlut Reynis og hefur síðan rekið fyrirtækið einn með hjálp góðra manna sem hafa unnið hjá fyrirtækinu, margir mjög lengi.
Sagan
Á þessum 34 árum sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hefur rekstur þess undið jafnt og þétt upp á sig og hefur starfsmannafjöldinn mest farið í 78 manns. Alhliða pípulagnir er eins og nafnið segir, í öllu sem viðkemur pípulögnum og höfum við talsverða sérþekkingu hjá starfsmönnum sem hefur nýst okkur vel í gegnum árin.
Starfsemin
Stór hluti starfseminnar er aflað í útboðum og meðal okkar stærstu verka eru, m.a. Perlan í Öskjuhlið, Hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni, Reykjanesvirkjun, Álfheimar 74, Svartsengi 2 áfangar, stækkun á Keflavíkurflugvelli, Borgartún19, 21 og 21a, Korputorg, Sæmundargata 21 stúdentagarðar með 244 íbúðum og hótel í Landsímahúsinu. Einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í samsteypuverkefnum með öðrum fyrirtækjum í greininni, s.s. Salalauginni í Kópavogi, Þeistareykjavirkjun og húsnæði Costco í Garðabænum. Þá bjóðum við upp á reglubundnar skoðanir á stærri eignum skv .samningi við húseigendur. Einnig sjáum við um reglubundnar skoðanir á vatnsúðakerfum í samræmi við reglur Mannvirkjastofnunninnar og eldvarnaeftirlitsins um slíkar skoðanir. Við erum með samning við Kópavogsbæ um viðhald og viðgerðir á þeirra eignum og höfum sinnt því síðan 2013.
Stjórnendur
Christian Þorkelsson, framkvæmdastjóri
Snorri Waage, fjármálastjóri
Steingrímur Arnar Jónsson, gæðastjóri
Viðhald og viðgerðardeild:
Gunnar Bjarnason.
Verkefnastjórar:
Daníel Gunnarsson
Skarphéðinn Skarphéðinsson
Ragnar Hreggviðsson
Kristinn Halldórsson.
Aðsetur og starfsmenn
Aðsetur Alhliða pípulagna er í Akralind 5, 201 í Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 35-50 fastir starfsmenn og ráðnir undirverktakar þegar mest vantar. Margir þessara starfsmanna hafa unnið hjá fyrirtækinu á annan tug ára og einhverjir lengur.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd