Áltak ehf.

2022

Frá því í kringum 1970 hefur létt, sveigjanlegt og endingargott frumefni áls sífellt sótt í sig veðrið sem helsti efniviður utanhússklæðninga hér á landi og þá helst í fjölbýlishúsum og atvinnuhúsnæði. Áltak sérhæfir sig innflutningi og miðlun álklæðninga og álundirkerfa auk tengdra vöruliða eins og þakefna, kerfislofta, kerfisveggja og brunakerfa ásamt innihurðum og fleiru. Markmiðið er bjóða upp á gæðaefni sem stenst kröfur íslenskra aðstæðna og býr að margra ára endingartíma.

Farsælt og vaxandi fyrirtæki
Áltak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingamarkaði og hefur verið það frá stofnun þess árið 1997. Alla tíð hefur megin áhersla fyrirtækisins verið að veita heildarlausnir í álklæðningum og undirkerfum. Fyrirtækið hefur farið ört stækkandi og vöruframboð aukist til muna. Í dag bjóðum við upp á heildarlausnir í kringum klæðningar, hljóðvist, steypumót, iðnaðarhurðir, vöruhúsarekka og margt fleira. Á starfsstöð Áltaks í Fossaleyni 8 fer fram framleiðsla báruáls í hinum ýmsu prófílum. Vegna nálægðar framleiðslu bjóðum við upp á mjög skamman afgreiðslutíma klæðninga. Áltak er hluti af Fagkaup ehf.

Viðskiptavinir
Helstu viðskiptavinir Áltaks eru byggingaverktakar, en mikill áhersla er lögð á að veita þeim skjóta og góða þjónustu á alla lund. Þá hefur fyrirtækið alla tíð leitast við að veita hönnuðum góð ráð varðandi útfærslur og lausnir á utanhússklæðningum, sem og innanhúss. Á sama hátt er lögð mikil rækt í gott samstarf við hönnunardeildir birgja í útlöndum, en íslensk veðrabrigði eru með þeim hætti að framleiðsla utanhússklæðninga krefst sérstakrar meðhöndlunar. Þrátt fyrir allt þetta hafa einstaklingar og nýbakaðir fasteignaeigendur komið sífellt sterkari inn sem viðskiptavinir, enda verður framleiðslan einfaldari í meðhöndlun með hverju árinu sem líður.

Þjónusta
Húsbyggjendur og fasteignaeigendur standa oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar velja á um ytra útlit húseigna og gildir einu hvort þar er um að ræða nýbyggingar eða endurbætur á eldra húsnæði. Helstu þættir sem ráða því vali eru útlit, gæði og verð. Að þessu leyti byggir starfsemi Áltaks á mikilli þekkingu og langri reynslu eigenda á byggingamarkaði og í skyldum greinum. Röng efnismeðhöndlun getur oft valdið miklu tjóni og því er ítarleg ráðgjöf til handa húsbyggjendum einhver veigamesti hluti þjónustunnar hjá Áltaki.
Í sýningarsal Áltaks að Fossaleyni 8 er hægt að leita til sérfróðra starfsmanna um efnisval og útfærslur á óteljandi formum og litamöguleikum utanhússklæðninga og tengdra vara. Þeir geta einnig aðstoðað við flókin tæknileg atriði eins og uppdrátt deililausna og álagsútreikninga, Viðskiptavinir geta látið gera sér tilboð í öll möguleg verk samkvæmt uppgefnum magntölum og forsendum. Sérstök áhersla er lögð á að allur efniskostnaður sé innifalinn í tilboðum, auk þess sem að efnis- og gæðavottorð séu ávallt fyrirliggjandi. Áltak leggur mikinn metnað í að hafa öll helstu efni og liti til reiðu á lager, en sérpantar eftir óskum hvers og eins.
Álklæðningar og undirkerfi
Þegar hugað er að er að gæðum og endingu mannvirkja skiptir efnisvalið mestu máli. Að velja sér gæðaefni getur kostað sitt, en er þó oftast óverulegur hluti útgjaldaliðanna þegar upp er staðið og skilar sér undantekningalaust í hærra andvirði fasteignarinnar.
Markmið Áltaks er bjóða eingöngu upp á gæðavöru frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Stærstur hluti álklæðninga og undirkerfa koma frá þýska fyrirtækinu Alcan-Novelis sem er annálað fyrir sína endingargóðu og viðhaldsfríu framleiðslu. Allar klæðningar er þaktar öflugri PVDF lakkhúð sem er einstaklega veður- og álagsþolin og heldur litnum stöðugum í allt að 50 ár, á meðan hið sama á sambærilegum klæðningum fer venjulegast að gefa sig eftir 10 ár. Gerð undirkerfa er mjög úthugsuð, enda uppsetningin miðuð við langan endingartíma. Ávallt þarf að passa upp á að kerfin tengist hvergi óskyldum efnum sem geta valdið tæringu, en margar útfærslur, þykktir, litir og form eru í boði. Áltak býður einnig upp sérstakar samlokuálklæðningar frá Alpolic og Alucobound. Þar er um að ræða plötur byggðar úr tveimur álþynnum með illbrennalegum plastkjarna á milli. Samlokuálklæðningar eru sérlega hentugar við byggingu stálgrindarhúsa í öllum stærðarflokkum.

Zink og kopar
Þeir sem að kjósa að fara aðrar leiðir í utanhússklæðningum, skal bent á að einnig er hægt að útvega sígildar zink- og koparklæðningar ásamt undirkerfum og festingum. Hér er um að ræða lifandi og aldagömul náttúruefni sem veðrast skemmtilega með tímanum og taka sífelldum breytingum í áferð. Endingartíma efnanna má mæla í árhundruðum, en elsta heillega zink má t.d. finna í frönskum húsbyggingum frá Napóleónstímanum, en kopar er hinsvegar eitt af elstu náttúrefnunum og leifar af slíku fundist í nokkur þúsund ára gömlum húsarústum.

Inniefni
Framboð á vöruliðum innanhússefna er fjölbreytt og er þar helst á ferðinni kerfisloft, kerfisveggir, innihurðir, reyklúgur, reykræstibúnaður, brunakerfi og ýmsar veggjaeiningar ásamt hefðbundunum hurðum, þakgluggum og kúplum. Kerfisveggir búa að einstaklega hljóðdempandi eiginleikum og henta því vel sem skilrúm í fjölmennum vinnustaðarýmum. Veggirnir þar hafa orðið vinsælir á stuttum tíma, enda mjög meðfærilegir og einfaldir í uppsetningu

Steypumót
Áltak er umboðsaðili Doka á Íslandi og rekur öfluga mótaleigu sem býður uppá allar helstu lausnir í uppsteypu. Má þar nefna undirslátt, bogamót auk hefðbundina veggjamóta.  Öll helsta þjónusta er við markaðinn, eins og plötuskipti og aðstoð við tæknilegar útfærslur.

Starfsmenn
Hjá Áltaki starfa að jafnaði um 20 manns. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast inn á vefsíðunni www.altak.is

2012

Frá því í kringum 1970 hefur létt, sveigjanlegt og endingargott frumefni áls sífellt sótt í sig veðrið sem helsti efniviður utanhússklæðninga hér á landi og þá helst í fjölbýlishúsum og atvinnuhúsnæði. Áltak ehf. sérhæfir sig í innflutningi og miðlun álklæðninga og álundirkerfa auk tengdra vöruliða eins og þakefna, kerfislofta, kerfisveggja og brunakerfa ásamt innihurðum og fleiru. Markmiðið er bjóða upp á gæðaefni sem stenst kröfur íslenskra aðstæðna og býr að margra ára endingartíma.

Farsælt og vaxandi fyrirtæki
Áltak ehf. var stofnað í febrúar 1997 af þeim Jóni H. Steingrímssyni og Magnúsi Ólafssyni, en sá síðarnefndi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag. Árið 2001 var rekstur fyrirtækisins seldur af þeim Jóni og Magnúsi yfir til Húsasmiðjunnar, en keyptur aftur árið 2005. Eftir kaup á Íslenska verslunarfélaginu árið 2006 jókst umfang starfseminnar töluvert og styrkari stoðum var skotið undir reksturinn með fjölþættari vöruflóru.

Grand hótel.

Viðskiptavinir
Helstu viðskiptavinir Áltaks eru byggingaverktakar, en mikill áhersla er lögð á að veita þeim skjóta og góða þjónustu á alla lund. Þá hefur fyrirtækið alla tíð leitast við að veita hönnuðum góð ráð varðandi útfærslur og lausnir á utanhússklæðningum, jafnt og innanhúss. Á sama hátt er lögð mikil rækt í gott samstarf við hönnunardeildir birgja í útlöndum, en íslensk veðrabrigði eru með þeim hætti að framleiðsla utanhússklæðninga krefst þar sérstakrar meðhöndlunar. Þrátt fyrir allt þetta hafa einstaklingar og nýbakaðir fasteignaeigendur komið sífellt sterkari inn sem viðskiptavinir, enda verður framleiðslan einfaldari í meðhöndlun með hverju árinu sem líður.

Þjónusta
Húsbyggjendur og fasteignaeigendur standa oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar velja á um ytra útlit húseigna og gildir einu hvort þar er um að ræða nýbyggingar eða endurbætur á eldra húsnæði. Helstu þættir sem ráða því vali eru útlit, gæði og verð. Að þessu leyti byggir starfsemi Áltaks á mikilli þekkingu og langri reynslu eigenda á byggingamarkaði og í skyldum greinum. Röng efnismeðhöndlun getur oft valdið miklu tjóni og því er ítarleg ráðgjöf til handa húsbyggjendum einhver veigamesti hluti þjónustunnar hjá Áltaki hf.

Í sýningarsal Áltaks að Fossaleyni 8 er hægt að leita til sérfróðra starfsmanna um efnisval og útfærslur á óteljandi formum og litamöguleikum utanhússklæðninga og tengdra vara. Þeir geta einnig aðstoðað við flókin tæknileg atriði eins og uppdrátt deililausna og álagsútreikninga. Viðskiptavinir geta látið gera sér tilboð í öll möguleg verk samkvæmt uppgefnum magntölum og forsendum. Sérstök áhersla er lögð á að allur efniskostnaður sé innifalinn í tilboðum, auk þess sem að efnis- og gæðavottorð séu ávallt fyrirliggjandi. Áltak leggur mikinn metnað í að hafa öll helstu efni og liti til reiðu á lager, en sérpantar eftir óskum hvers og eins.

Álklæðningar og undirkerfi
Þegar hugað er að gæðum og endingu mannvirkja skiptir efnisvalið mestu máli. Að velja sér gæðaefni getur kostað sitt, en er þó oftast óverulegur hluti útgjaldaliðanna þegar upp er staðið og skilar sér undantekningalaust í hærra andvirði fasteignarinnar.
Markmið Áltaks er bjóða eingöngu upp á gæðavöru frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Stærstur hluti álklæðninga og undirkerfa koma frá þýska fyrirtækinu Alcan-Novelis sem er annálað fyrir sína endingargóðu og viðhaldsfríu framleiðslu. Allar klæðningar er þaktar öflugri PVDF lakkhúð sem er einstaklega veður- og álagsþolin og heldur litnum stöðugum í allt að 50 ár, á meðan hið sama á sambærilegum klæðningum fer venjulegast að gefa sig eftir 10 ár. Gerð undirkerfa er mjög úthugsuð, enda uppsetningin miðuð við langan endingartíma. Ávallt þarf að passa upp á að kerfin tengist hvergi óskyldum efnum sem geta valdið tæringu, en margar útfærslur, þykktir, litir og form eru í boði.
Áltak býður einnig upp sérstakar samlokuálklæðningar frá Alpolic og Alucobound. Þar er um að ræða plötur byggðar úr tveimur álþynnum með illbrennanlegum plastkjarna á milli. Samlokuálklæðningar eru sérlega hentugar við byggingu stálgrindarhúsa í öllum stærðarflokkum.

Zink og kopar
Þeim sem að kjósa að fara aðrar leiðir í utanhússklæðningum, skal bent á að einnig er hægt að útvega sígildar zink- og koparklæðningar ásamt undirkerfum og festingum. Hér er um að ræða lifandi og aldagömul náttúruefni sem veðrast skemmtilega með tímanum og taka sífelldum breytingum í áferð. Endingartíma efnanna má mæla í árhundruðum, en elsta heillega zink má t.d. finna í frönskum húsbyggingum frá Napóleónstímanum, en kopar er hinsvegar eitt af elstu náttúrefnunum og leifar af slíku hafa fundist í nokkur þúsund ára gömlum húsarústum.

Inniefni
Eins og fyrr er frá greint var Íslenska verslunarfélagið selt yfir til Áltaks árið 2006. Við það breyttist reksturinn á þá lund að framboð á vöruliðum innanhússefna stórjókst. Þar má m.a. nefna kerfisloft, kerfisveggi, innihurðir, reyklúgur, reykræstibúnað, brunakerfi og ýmsar veggjaeiningar ásamt hefðbundunum hurðum, þakgluggum og kúplum. Kerfisveggir búa að einstaklega hljóðdempandi eiginleikum og henta því vel sem skilrúm í fjölmennum vinnustaðarýmum. Veggirnir hafa náð mikilli eftirspurn á stuttum tíma, enda mjög meðfærilegir og einfaldir í uppsetningu

Starfsmenn
Hjá Áltaki starfa að jafnaði um 10 manns. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast inni á heimasíðunni www.altak.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd