Eigendur fyrirtækisins Alþrif hreingerningaþjónasta ehf. eru hjónin Ómar Björn Stefánsson og Ragnheiður Inga Kristjánsdóttir. Fyrirtækið var stofnað af Ómari Birni Stefánssyni og Stefáni Birni Ólafssyni í águst 2005. Það var fyrst til húsa að Höfðavegi 30 en árið 2014 kaupir Alþrif núverandi húsnæði að Strandvegi 97.
Starfsfólk
Til að byrja með var einungis einn starfsmaður og verkefnin fá. Árið 2010 fer fyrirtækið að taka við sér og stækkar hratt. Fleiri og stærri verkefni koma inn og þar að leiðandi fleiri starfsmenn. Á árunum 2010-2012 störfuðu að jafnaði 16 manns hjá Alþrif en í dag eru starfsmenn
9 talsins. Ómar Björn er framkvæmdastjóri Alþrifa.
Starfsemin
Alþrif sérhæfir sig alhliða hreingerningum á t.d skrifstofuhúsnæði, verslunum, leikskólum, fiskvinnsluhúsum, heimilisþrifum, steinteppahreinsun, bónviðhald, þrifi og bónun á bílum.
Frá árinu 2015 hefur Alþrif verið með garðsláttarþónustu yfir sumartímann.
Alþrif verslar allar sínar vörur við innlenda birgja.
COVID-19
COVID-19 hafði lítil áhrif á okkar fyrirtæki annað en aukin umsvif í sótthreinsun
hjá fyrirtækjum, um borð í skipum og heimahúsum.
Samfélagsmál
Frá stofnun hefur Alþrif styrkt Björgunarfélag Vestmannaeyja.
ÍBV og fleirri góð málefni innanbæjar og á landsbyggðinni.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd