Annata ehf. er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi, stofnað árið 2001. Fyrirtækið fór fljótlega að leggja áherslu á þróun lausna byggðum á Microsoft Dynamics AX, í dag Dynamics 365, Power BI og Azure, og umlykjandi tækni sem síðan hefur fest sig í sessi á alþjóðamarkaði innan bíla- og tækjaiðnaðarins. Stofnendur Annata eru þrír og eru þeir enn allir í helstu stjórnendastöðum hjá Annata; Jóhann Ólafur Jónsson, sitjandi forstjóri, Björn Gunnar Karlsson, stjórnarformaður sem og framkvæmdastjóri vöruþróunnar og Birgir Ragnarsson, framkvæmdastjóri rekstrar.
Starfsemin
Annata er traust, íslenskt fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu í þróun viðskiptalausna og viðskiptagreindar fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í innflutningi, sölu, leigu, rekstri og þjónustu bíla, þungavinnuvéla eða annarra dýrra og flókinna tækja. Það er mikil eftirspurn eftir sérhæfðum lausnum innan bíla- og tækjaiðnaðarins og eru tækifærin margvísleg. Í dag er þessi iðnaður að ganga í gegnum meiri breytingar en áður hefur þekkst og munu mörg fyrirtæki í geiranum þurfa að berjast fyrir lífi sínu næstu áratugina. Það skiptir því miklu máli að geta boðið lausnir sem auðvelda þá stafrænu umbreytingu sem í vændum er og búa fyrirtæki undir að takast á við þær breytingar sem er að vænta á markaði án þess þó að raska núverandi starfsemi þeirra. Á meðal viðskiptavina Annata erlendis má nefna stórfyrirtæki sem og Volvo, Hitachi, Yamaha, Komatsu, CNH, Scania, Honda, o.fl. Rekstrarumhverfi í fyrrgreindum iðnaði var þegar að ganga í gegnum miklar breytingar þegar heimsfaraldur Covid reið yfir og skiptir miklu máli fyrir þau að ná aftur fyrri styrk eins hratt og kostur er. Grundavallaratriðin sem þetta hafði í för með sér voru tvö: óvissan í viðskiptum var aukin, en þörfin til breytinga enn ljósari. Sem afleiðing af þessum aðstæðum hefur Annata kappkostað við að framlengja Microsoft lausnir sínar enn frekar – aðallega innan Dynamics 365 lausnanna – til að bæta ferla í virðiskeðjum þessara fyrirtækja með stafrænum hætti. Mikil þörf er fyrir einfaldari lausnir sem bjóða hagræðingu og stafræna umbreytingu tiltekinna vinnuferla án mikillar fjárfestingar eða áhættu við innleiðingu. Auk þess að veita viðskiptavinum okkar greiðan aðgang að skýjalausnum hefur þetta einnig gert Annata kleift að koma nýjum fyrirtækjum í skýjalausnir, opna á ný viðskiptamódel til að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum, styðja við nýja aðila í iðnaðinum og vinna gegn sterkum samkeppnisaðilum.
Nýnæmi og sérstaða Annata-lausna felst í þeirri virkni og hagræðingu sem lausnirnar bjóða upp á og byggja á Microsoft viðskiptalausnum sem sameina nýjustu Power Platform tæknina og á nýjustu stöðlum fyrir gagnasöfn í bíla- og tækjatengdum iðnaði sem Microsoft gaf út í nánu samstarfi við Annata árið 2019.
Vinnulag og framleiðsluferli
Annata selur lausnir og þjónustu ýmist beint til viðskiptavina eða gegnum alþjóðlegt net samstarfsaðila sem selja eða þjónusta Annata-lausnir á alþjóðlegum markaði. Þetta net samstarfsaðila samanstendur af yfir 50 alþjóðlegum fyrirtækjum og þeirra á meðal eru nokkur af stærstu ráðgjafafyrirtækjum heims svo sem Microsoft Consulting Services, Avanade, PWC, Hitachi Solutions og KPMG. Annata vinnur mjög náið með Microsoft á sviði viðskiptalausna fyrir bíla- og tækjaiðnað og er eitt örfárra fyrirtækja í heiminum sem Microsoft flokkar sem alþjóðlegan hugbúnaðarframleiðanda Microsoft sérlausna „Global ISV ”. Þessi nána samvinna veitir Annata dýrmætan aðgang að þróunar-, markaðs- og söluteymum Microsoft og þýðir að sölunet Microsoft hefur hvata til að selja Annata-lausnir á heimsvísu.
Skipulag og sérstaða
Microsoft valdi Annata úr hópi þúsunda samstarfsaðila sem alþjóðlegan samstarfsaðila ársins 2019/2020 á sviði hugbúnaðar fyrir bíla- og tækjaiðnað, eða Microsoft Automotive Partner of the Year. Fyrirtækið fékk þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í nýsköpun og þróun viðskiptavinalausna byggðum á Microsoft tækni. Aukin áhersla hefur verið á nána markaðssamvinnu með Microsoft og er Annata stefnumótandi samstarfsaðili „Strategic ISV“ innan Microsoft en í því felst sameiginleg sókn Annata og Microsoft inn á þá markaði sem Annata sinnir.
Framtíðarsýn
Í áralangri starfsemi á alþjóðlegum vettvangi hefur Annata séð hvernig kröfur markaðarins fyrir stafræna umbreytingu og samræmingu gagna innan fyrirtækja verða sífellt háværari. Áhrifin af Covid-19 heimsfaraldrinum hraðaði þessari þróun enn frekar.
Framleiðendur jafnt sem sölu- og þjónustuaðilar sem glíma nú við lægð eða jafnvel hrun á markaði þurfa nauðsynlega að hagræða og fá betri lausnir og gögn til að gera starf sitt markvissara. Oft var þörf en nú er nauðsyn að skipta út hvers konar pappírsdrifnum ferlum yfir í stafrænar lausnir. Með því móti verða til gögn sem nýtast öllum þessum aðilum til umbóta á viðkomandi vinnuferlum og beinskeyttari markaðssetningar til tekjuöflunar. Annata mun halda áfram að vinna náið með Microsoft og koma með nýstárlegar lausnir á markað fyrir bíla- og vinnutækjaiðnaðinn og auka fótspor Dynamics um allan heim.
Aðsetur og mannauður
Höfuðstöðvar Annata eru á Íslandi en starfsstöðvar Annata eru í Danmörku, Bretlandi, Malasíu, Chile, Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Austurríki, Brasilíu, Mexíkó, Póllandi og á Spáni.
Starfsmenn Annata eru í kringum 200 en á Íslandi starfa yfir 40 manns, en meirhluti starfsfólks Annata er starfandi á starfsstöðvum erlendis, þær stærstu í Bretlandi og Malasíu.
Velta og hagnaður
Annata hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og skilað góðri afkomu. Árin 20017-2019 réðst fyrirtækið í umtalsverðar fjárfestingar með kaupum á fyrirtæki í Bretlandi, útvíkkun á starfsemi í Japan og lagði töluvert í fjárfestingar vegna þróunar á kjarnavörum til að festa sig frekar í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sviði hugbúnaðarlausna fyrir bíla- og vélageirann. Þessar fjárfestingar hafa allar borið góðan ávöxt en árið 2020 var afkoma félagsins góð þrátt fyrir erfiðleika vegna heimsfaraldursins. Árangur ársins 2020 hefur haldið áfram inn í árið 2021 sem stefnir í að verða eitt besta ár í sögu félagsins.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd