Arctic Sea Tours var stofnað árið 2009 á Dalvík með það að markmiði að bjóða upp á persónulega og náttúruvæna hvalaskoðun í litlum hópum. Í upphafi starfaði fyrirtækið með einn lítinn bát og byggði starfsemi sína á nánd við náttúruna, fræðslu og traustri sjómennsku. Með árunum hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt, en frá stofnun hefur áhersla ætíð verið lögð á gæði, öryggi og virðingu fyrir lífríki sjávar.