Arkís arkitektar

2022

Arkís arkitektar er framsækið fyrirtæki sem náð hefur árangri bæði hérlendis sem og á alþjóðamarkaði. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og hefur starfsfólk fyrirtækisins unnið að því allar götur síðan í hönnun sinni að gera það besta fyrir hið manngerða umhverfi sem efni og aðstæður leyfa hverju sinni. Arkís arkitektar hafa aðsetur að Kleppsvegi 152 og starfa hjá fyrirtækinu 35 starfsmenn, arkitektar, innanhúsarkitektar, byggingafræðingar, tækniteiknarar auk skrifstofufólks. Eigendur fyrirtækisins eru, Aðalsteinn Snorrason arkitekt, Arnar Þór Jónsson arkitekt, Birgir Teitsson arkitekt, Björn Guðbrandsson arkitekt, Svava Björk Bragadóttir byggingafræðingur, Viggó Magnússon byggingafræðingur, Thelma Guðmundsdóttir innanhússarkitekt og Þorvarður Lárus Björgvinsson byggingafræðingur.

Starfsemin
Megin tilgangur Arkís arkitekta er ávallt að stuðla að auknu vægi vistvænnar hönnunar og hefur fyrirtækið komið að mörgum þeim verkefnum á Íslandi sem hlotið hafa BREEAM vottun, auk þess að hafa fylgt viðmiðum Passivhus standard við hönnun Holmen svømmehall í Noregi sem einnig var valin bygging árisins þar í landi 2017 á Bygg dagene í Osló í mars 2018. Ennfremur var sú bygging valin eitt af fyrirmyndaverkefnum Future Built verkefnisins í Noregi. Þá hafa Arkís arkitektar einnig hannað þrjú verkefni sem tilnefnd hafa verið til hinna virtu Mies Van Der Rohe verðlauna. Hús Ístaks við Engjateig, Snæfellsstofu, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri og Fangelsi á Hólmsheiði. Reynsla Arkís arkitekta spannar flest svið manngerðs umhverfis. Mikil reynsla er í gerð skipulagsverkefna og má þar nýjast nefna Urriðaholt og skipulag Elliðaárvogs í Reykjavík. Mikil reynsla er í hönnun verslunarhúsnæðis hérlendis og erlendis og má þar nefna nýlegar byggingar IKEA í Vilnius í Litháen, IKEA í Riga í Lettlandi og nú er unnið að IKEA í Tallinn í Eistlandi. Auk þessa má nefna skólabyggingar, s.s. Stapaskóli í Reykjanesbæ, þar sem fyrsti áfangi hefur verið tekinn í notkun og þjóðgarðsmiðstöðvar en tvær slíkar eru nú í byggingu, á Kirkjubæjarklaustri og Hellisandi. Allt frá upphafi verks til framkvæmdaloka er kostnaðargát eitt meginstef ábyrgrar hönnunar. Virðing við umhverfið og vistvæn notkun byggingarefna þar sem því verður viðkomið er hluti þess verkefnis sem arkitektinn hefur tekið að sér. Með staðarvali hefur verkkaupinn tekið eina mikilvægustu ákvörðun verkefnisins og ræður það mestu um það hve umhverfisvænt verkefnið verður til lengri tíma litið. Er það miðlægt staðsett með tilliti til notenda og mun það verða til að draga úr heildarumferð og orkunotkun og er framkvæmd þess gerð með ábyrgum hætti gagnvart umhverfi sínu og framtíð þess? Verkefnin eru ákaflega mismunandi að stærð og gerð og því ekki alltaf ráðrúm né tækifæri til að ná þeim árangri sem menn myndu vilja í fullkomnum heimi. Verkefni Arkís er ávallt það að reyna að hámarka þann árangur sem viðkomandi aðstæður gefa. Með viðleitni sinni og ásetningi munum við sameiginlega færast nær þeim markmiðum að minnka vistspor okkar og skila heimi frá okkur betri en við tókum við honum þó síðustu áratugir hafi svo sannarlega verið á gagnstæðan veg.
Styrkur Arkís arkitekta hefur legið í því að öll verkefni geta orðið spennandi séu þau unnin á þann hátt að lögð sé rækt við þá hluti sem áhugaverðastir eru hverju sinni. Með opnum huga hefur fyrirtækið verið einstaklega lánsamt með það starfsfólk sem ráðist hefur til fyrirtækisins. Ekki bara hvað faglega getu áhrærir, heldur einnig það að starfsmannavelta fyrirtækisins er ákaflega lítil og eru því margir starfsmenn þrautreyndir og innviðirnir að sama skapi sterkir.
Með sínum áhersluatriðum um hágæða hönnun og vistvæna nálgun hefur Arkís ávallt lagt áherslu á þarfir viðskiptavinarins, því ljóst er að án góðs viðskiptavinar verður lítið úr háleitum hugmyndum arkitekta. Arkís hefur sýnt fram á það að með metnaðarfullum arkitektúr er hægt að ná muna lengra en væntingar stóðu til og þetta hefur reynist fyrirtækinu æ auðveldar eftir því sem verk þess hljóta meiri viðurkenningu. Til staðfestingar þessu hafa verk Arkís birst í fjölda erlendra bóka og miðla sem fjalla um arkitektúr og birta þá einkum verkefni sem hafa vistvæna nálgun. Sænska forlagið Arvinius+Orfeus hefur nýverið gefið út bókina Natural Elements sem fjallar um valin verkefni Arkís arkitekta.
Skipulagsverkefni hafa ætíð verið fyrirferðamikil í starfsemi Arkís arkitekta og hefur fyrirtækið komið að nokkrum verkefnum með vistvæn viðmið að leiðarljósi. Ber þar fyrst að nefna skipulag Urriðaholts í Garðabæ sem unnið hefur verið að ásamt fjölda annarra ráðgjafa, innlendra sem erlendra. Hefur það verkefni hlotið sértaka athygli og erlendar viðurkenningar og meðal annars frá arkitektafélaginu í Boston. Skipulag svæðisins við Elliðarávog hefur verið vinnslu undanfarin ár og er það verkefni afrakstur fyrstu verðlauna í opinni samkeppni.
Þátttaka Arkís arkitekta í arkitektasamkeppnum hefur verið viðamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins allt frá stofnun þess. Með því móti hefur fyrirtækinu tekist að viðhalda þekkingu sinni og færni og jafnframt hafa samkeppnir verið mikilvægur þáttur í markaðssetningu fyrirtækisins og fjöldamörg verkefni verið byggð sem afrakstur fyrstu verðlauna í samkeppnum.
Nú nýverið eru hafnar framkvæmdir við þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri sem er afrakstur fyrstu verðlauna í samkeppni. Búið er að bjóða út byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellisandi sem unnin var í samkeppni um það verk. Snæfellsstofa sem er fyrsta þjóðgarðsmiðstöðin byggð eftir hönnun Arkís arkitekta er einnig verðlaunaverkefni í samkeppni og er hún fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur vottun BREEAM. Nú er lokið byggingu fyrsta áfanga byggingar Stapaskóla en hönnun hans sigraði í samkeppni um það verk. Bygging fangelsisins á Hólmsheiði sem er BREEAM vottað verkefni er hlaut fyrstu verðlaun í opinni samkeppni. Bygging Háskólans í Reykjavík er verkefni sem unnið var í alþjóðlegri samkeppni í samvinnu við HLA í Danmörku. Þá hafa Arkís arkitektar nýverið hafið hönnun á hjúkrunarheimili á Húsavík sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni fyrir skemmstu.

Framtíðarsýn
Stefna Arkís arkitekta er skýr og byggir hún á sterkri stöðu á heimamarkmiði með það skýra markmið að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi og vera ávallt með verkefni utan landsteinanna til að hafa þá víðsýni sem nauðsynleg er til að fylgja alþjóðlegri þróun með sínar sterku rætur í íslensku samfélagi sem byggir á norrænni þekkingu og menningu.
Viðurkenningar Arkís erlendis styrkja þær hugmyndir að fyrirtækið sé samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi og hefur það blásið starfsmönnum fyrirtækisins byr í brjóst. Hafa verður það í huga að upphefðin kemur að utan og hafa þau sönnu orð ekkert breyst. www.ark.is

 

Verkefni Arkís arkitekta eru á eftirtöldum sviðum:
Mannvirkjahönnun
Hönnunarstjórnun
Skipulagsvinna
Útboðs- og tilboðsgerð
Mat á umhverfisáhrifum
Eftirlit
Gerð skipulagsáætlana
Eignaumsýsla
Innanhússhönnun
Húsnæðis- og byggingaáðgjöf
Endurbætur eldra húsnæðis
Iðnhönnun
Breeam vottun bygginga
Tölvuþrívídd og margmiðlun

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd