Arkþing – Nordic

2022

Arkþing Nordic ehf. er framsækin teiknistofa byggð á áralangri reynslu á sviði ráðgjafar og hönnunar og vinnur teiknistofan fyrir bæði einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.Arkþing Nordic ehf. hannar allar stærðir og gerðir bygginga, allt frá sumarbústöðum til flugvallabygginga. Einnig fæst stofan við gerð skipulagsáætlana á deili- og aðal-skipulagsstigi sem og innanhússhönnun. Vefsíða: nordicarch.com

Saga teiknistofunnar
Upphaf Arkþing – Nordic ehf. má rekja til ársins 1970 þegar Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt og Ólafur Sigurðsson arkitekt stofnuðu arkitektastofu í eigin nafni. Árið 1991 var Arkþing ehf. stofnuð á grunni þeirrar gömlu, þegar Sigurður Hallgrímsson arkitekt og Hjörtur Pálsson byggingafræðingur gengu til liðs við þá Guðmund og Ólaf.
Árið 2016 fjölgaði hluthöfum í Arkþing ehf, þegar Birkir Árnason byggingafræðingur, Hallur Kristmundsson byggingarfræðingur og Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt urðu hluthafar í fyrirtækinu. Við þessa breytingar voru kynslóðaskipti fyrirtækisins tryggð.

Nordic – Office of Architecture
Á vordögum 2019 sameinaðist Arkþing ehf. inn í Nordic Office of Architecture, sem er arkitektastofa með höfuðstöðvar í Osló í Noregi. Nordic Office of Architecture AS er ein stærsta arkitektastofa á Norðurlöndunum með um 280 starfsmenn. Nordic Office of Architecture er með starfsemi í Osló, Kaupmannahöfn, London og Reykjavík. Við sameininguna var nafninu á fyrirtækinu breytt í Arkþing Nordic ehf. Hallgrímur Þór Sigurðsson arkitekt sem hefur verið meðeigandi hjá Nordic Office of Architecture flutti til Íslands í kjölfar sameiningarinnar og gekk til liðs við Arkþing-Nordic. Nordic – Office of Architecture hefur á síðust árum staðið að nokkrum af stærstu verkefnum á Norðurlöndum, s.s. Gardermoen flugvöll við Ósló, ráðuneytishverfið í Ósló, St. Olavs spítala í Þrándheimi og nýjan alþjóðaflugvöll í Istanbul í Tyrklandi. Sameiginleg reynsla fyrirtækisins nýtist í verkefnum hér á landi til að mynda við hönnun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli o.s.frv.

Arkþing Nordic ehf.
Framkvæmdastjóri Arkþing Nordic er Hallur Kristmundsson. Auk Halls mynda fyrrum eigendur fyrirtækisins, þeir Birkir, Helgi Mar og Sigurður, ásamt Hallgrími, stjórnendateymi fyrirtækisins. Heiður Hjaltadóttir er fjármálastjóri fyrirtækisins. Stjórn Arkþing Nordic ehf. er skipuð þeim Eskild Andersen sem er stjórnarformaður, Hallgrími Þór Sigurðssyni, Birki Árnasyni og Þorgeiri Hólm Ólafssyni. Eskild Andersen er framkvæmdastjóri móðurfélagsins Nordic office of Architecture í Noregi og Þorgeir Hólm er framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi. Að vera hluti af stóru alþjóðlegu arkitektafyrirtæki veitir Arkþing-Nordic sérstöðu á íslenskum markaði. Aðlögunarhæfnin er mikil og hægt er að fá liðsstyrk og sérfræðiþekkingu til mannaflsfrekra verkefna frá útibúum fyrirtækisins erlendis. Einnig býr Nordic Office of Architecture yfir sérhæfingu á ýmsum sviðum sem nær ómögulegt er fyrir fyrirtæki á litlum markaði að tileinka sér. Um er að ræða sérhæfingu t.d. á sviði flugstöðva, heilsustofnana auk tæknilegrar sérhæfingar, t.d. varðandi umhverfisvottanir, eignaumsjónar, vindgreininga og einnig sérhæfing á ýmsum hönnunarforritum sem stofan notar. Arkþing-Nordic ehf. hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum hönnunarverkefnum. Þar má nefna Menningarhúsið Hof á Akureyri, nýbyggingu Landsbankans sem nú rís við Austurhöfn, deiliskipulag og hönnun bygginga á Rúv-reitnum auk fjölda annarra verkefna. Um þessar mundir eru á teikniborðinu m.a. endurnýjun Seðlabanka Íslands að innan, viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk stórra íbúðaverkefna í Gufunesi, við Hlíðarenda, í Norðlingaholti og á Héðinsreit. Einnig hefur Arkþing-Nordic ehf. hannað fjölda sérbýlishúsa, sumarhúsa og verslunar- og iðnaðarhúsa í gegnum árin. Nálgun fyrirtækisins á verkefnin byggir á ítarlegri greiningarvinnu á forsendum og samhengi hvers verkefnis. Alltaf er leitast við að útkoman úr verkefninu þjóni þörfum viðskiptavinarins eins og best verður á kosið og að mannvirkið búi yfir hönnunargæðum sem bæti umhverfi sitt. Hvert verkefni er einstakt og lögð er áhersla á að verkefnin taki mið af þeim stað þar sem þau rísa og falli vel að umhverfinu. Arkþing Nordic ehf. hefur verið virkur þátttakandi í samkeppnum undanfarin ár og á árinu 2018 bar fyrirtækið sigur úr bítum varðandi teikningu á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands í samvinnu við teiknistofuna CF Møller frá Danmöku. Á árinu 2020 sigraði fyrirtækið samkeppni um hönnun á nýrri byggingu Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.

Mannauður og aðsetur
Í dag eru starfandi hjá Arkþing Nordic ehf. 22 manns, sem skiptast þannig: 10 arkitektar,
10 byggingafræðingar, einn tækniteiknari og einn viðskiptafræðingur. Í lok nóvember 2020 flutti fyrirtækið úr Bolholti 8, þar sem stofan hafði verið í 20 ár og yfir í glæsilegt húsnæði við Hallarmúla 4 í Reykjavík. Nýja húsnæðið var hannað af arkitektum stofunnar og er gert til að styðja við skapandi starf og búa til starfsumhverfi þar sem fólki líður vel. Góð aðstaða er til að taka á móti viðskiptavinum í vel búnum fundarherbergjum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd