Árið 2025 hélt Árni Helgason ehf. áfram stöðugum rekstri. Félagið sinnti verktakastarfsemi, ásamt rekstri Kaffi Klöru, og hélt úti fjölbreyttum verkefnum og atvinnustarfsemi á Ólafsfirði og víðar.
Árið 2023 keypti Árni Helgason ehf. veitingastaðinn og gistiheimilið Kaffi Klöru á Ólafsfirði. Í tilkynningu kom fram að starfsemin héldi áfram með óbreyttu sniði hjá nýjum eiganda og nýr kokkur tæki til starfa um haustið.
Útrás Akureyri. Útrásarlögn dregin út á fjörð frá frá hreinsistöð í Sandgerðisbót á Akureyri 2019.
Tangabryggja, Akureyri. Vinna við stálþil við Tangabryggju á Akureyri haustið 2019.
Kleifar. Lagning slitlags á veginn á Kleifum í Ólafsfirði sumarið 2011.
Sigurbjörg Ingvadóttir, eigandi.
Árni Helgason, eigandi.
Árni Helgason hóf sjálfstæðan atvinnurekstur árið 1981, þá í samvinnu við Svein Stefánsson. Frá árinu 1983 hafa Árni og Sigurbjörg Ingvadóttir rekið fyrirtækið ein og stjórnað því. Þau byrjuðu smátt, með eina hjólaskóflu og gerðu aðallega út á snjómokstur. Smám saman fjölgaði verkefnum og vélaflotinn stækkaði. Síðustu áratugi hafa aðalverkefnin að vetrinum verið snjómokstur í Ólafsfirði og víðar en á sumrin vegagerð og vinna við hafnarmannvirki. Eins og áður sagði eru eigendur fyrirtækisins Árni Helgason og Sigurbjörg Ingvadóttir og sjá þau um reksturinn.
Verkefnin
Fyrirtækið hefur haft með höndum fjölmörg verkefni, meðal annars fyrir Vegagerðina, Samgöngustofu (hafnargerð) og Landsvirkjun. Verkefnin hafa stækkað, umfang rekstrarins aukist og starfsmönnum fjölgað. Að auki á fyrirtækið tvo smábáta með kvóta sem gerðir eru út frá Ólafsfirði.
Reksturinn hefur gengið vel og verkefnastaða verið góð.
Aðsetur og starfsmenn
Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í Ólafsfirði en einnig er aðstaða í Hörgárbyggð þar sem það á verkstæði. Yfirbygging er lítil og sjá eigendur algerlega um stjórn og rekstur. Eins og gefur að skilja er starfsemin dreifð eftir því hvar verkefnin eru hverju sinni og flytur fyrirtækið með sér eigin vinnubúðir. Fastir starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 17 og fleiri yfir sumartímann.
Árni Helgason ehf.
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina