Ásafl var stofnað 31. október 2007. Stofnfélagar voru þeir Auðun Óskarsson, Högni Bergþórsson, Hörður Harðarson, Jóhann Ólafur Ársælsson, Jónatan Guðjónsson og Þröstur Auðunsson. Þessi eigendahópur hefur að mestu haldið sér, utan þess að Jónatan Guðjónsson yfirgaf fyrirtækið 2011, en hann var framkvædastjóri fyrstu árin, við starfi hans tók Jóhann Ólafur Ársælsson, og gengdi hann því starfi þar til Helgi Axel Svavarsson var ráðinn 2014. Síðar bættist í eigendahópinn Óskar Hafnfjörð Auðunsson árið 2018, og þá sem stjórnarformaður. Frá 2017 hefur Örn Magnússon verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilgangur félagsins var í upphafi að selja aðalvélar, rafstöðvar, dælur, öxla, skrúfur og fleira til smærri báta auk þess að þjónusta bátaeigendur. Sérstaklega var verið að horfa til samstarfs við bátasmiðjuna Trefjar enda voru eigendur og starfsmenn Trefja hluti af stofnfélögum og hluthöfum Ásafls ehf. Fyrstu árin var ofangreint eini starfvettvangur félagsins, en á þeim tíma hafði verið gengið frá fyrsta vörumerkinu sem eru Doosan aðalvélar og ljósavélar frá Suður Kóreu.
Starfsemin
Fljótlega var tekin ákvörðun um að auka umfang starfseminar og var þá hafin innflutningur og sala á ýsmum vörum tengdum verktakastarfsemi svo sem hjólaskóflum, smágröfum, kerrum og fleiru sem aðallega hentaði jarðvinnuverktökum. Einnig var farið af stað með vöru fyrir heimagarðinn, svo sem slátturvélar, hekkklippur og fleira, þetta reyndist ekki arðbært og var síðan hætt. Þá ber að greina frá því að líka var farið af stað með sölu á vörum tengdu vatnasporti og var þá aðallega verið að horfa á utanborðsmótora og uppblásna gúmmíbáta. Þessum hluta starfseminar var einnig hætt og tók fyrirtækið Hafsport ehf. yfir söluna á þessum vörum.
Birgjar
Erlendir birgjar hafa verið margir og hefur Ásafl ehf. starfað með birgjum frá hinum ýmsu löndum og ber þar helst að nefna Ítalíu, Bretlandi, Danmörku, Frakkland, Suður Kóreu, USA, Japan og fleiri löndum. Í gegnum árin hefur mikil fjöldi véla af gerðinni Doosan, Isuzu og FPT verið settar í nýsmíðar hjá Trefjum í hina rómuðu báta af gerðinni Cleópatra, einnig í hina ýmsu báta víða um land.
Verkefni
Ásafl hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum, eitt þeirra var sumarið 2009, þegar nýjum Cleopötru 31 báti, Ólafi HF 51 með Isuzu vél frá Ásafli, var siglt hringinn í kringum landið í kynningarferð fyrir bátinn og vélbúnaðinn. Ekki var þessi hringferð látin duga heldur einnig siglt til Færeyja, skipstjóri í þessu verkefni var Karel Karelsson og vélstjórar Jónatan og Jóhann Ólafur. Þetta verkefni skilaði smíði á nokkrum bátum af sömu gerð árin á eftir.
Snjallar lausnir
Margar snjallar lausnir, hefur Ásafl tekið þátt í að kynna og koma á markaðinn, má þar nefna moldvörpuna frá Hammerhead Mole í Bandaríkjunum. Búnaðurinn er hannaður til að koma lögnum í jörðu án þess að grafa langa skurði, aðeins holur þar sem byrjað er og endað. Búnaðinum má líkja við tundurskeyti þar sem miða þarf á milli punkta og draga síðan nýjar leiðslur eða rör á eftir sér. Til að knýja búnaðinn er notað loft frá pressu. Önnur snjöll lausn er frá Helac í Bandaríkjunum en það er Helac vökva-liðurinn sem getur hallað eða snúið þungum hlutum í 360gr, borð í borð. Þennan búnað má nota í stað vökvatjakka sem oft taka mikið pláss og stangir vilja skemmast ef sjór eða ennað lendir á stöngunum.
Stöðugleikabúnaður er ótrúlega snjöll lausn til að minnka velting minni báta ag skipa. Ásafl hóf fyrir nokkrum árum að kynna þennan búnað sem nær að minnka velting ótrúlega mikið. Búnaðurinn er tæki með öflugt og þungt svinghjóli sem byggir upp öflugan miðflóttaaflskraft með miklum snúningi sem síðan vinnur gegn veltingi.
Mannauður
Í upphafi var aðeins einn starfsmaður hjá félaginu en eftir því sem félaginu óx fiskur um hrygg fjölgaði starfsmönnum og náði starfsmannafjöldi hámarki árið 2016 þegar fastráðnir starfsmenn voru 8 talsins. Um leið og meiri fókus var settur á færri vörutegundir fækkaði starfsmönnum og árið 2020 var starfsmannafjöldi kominn niður í 5.
Aðsetur
Seinustu 10 árin hefur félagið verið með aðsetur að Hjallahrauni 2 í Hafnarfirði.
Í maí 2021 var rekstur Ásafls ehf. sameinaður rekstri fyrirtækisins Vinnivélar og Landbúnaður og eru fyrirtækin núna rekin sameiginlega undir heitinu Vinnuvélar og Ásafl ehf. og eru til heimilis að Völuteigi 4 í Mosfellsbæ.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd