Ásbjörn Ólafsson ehf

  • 2025
    Nýjar skrifstofur
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Í október 2025 flutti Ásbjörn Ólafsson ehf. skrifstofur sínar að Suðurlandsbraut 26. Flutningurinn markaði áframhaldandi uppbyggingu félagsins, sem starfaði áfram á traustum grunni með öflugum hópi starfsmanna.

  • 2023
    Stöðugur rekstur

    Árið 2023 rak Ásbjörn Ólafsson ehf. stöðuga heildverslun. Félagið þjónustaði viðskiptavini með sölu og dreifingu vara og hélt uppi reglubundnum rekstri með traustum hópi starfsmanna.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Ásbjörn Ólafsson ehf. var stofnað af Ásbirni Ólafssyni, stórkaupmanni, þann 25. september árið 1937. Í fyrstu var fyrirtækið á Laugavegi 11, en flutti svo árið 1940 á Grettisgötu 2a. Á þessum fyrstu árum var meginstarfsemin innflutningur og sala á ýmsum varningi, svo sem vefnaðarvöru, skófatnaði og smávörum. Fljótlega bættust svo við matvörur, byggingavörur, húsgögn, fatnaður og ýmislegt fleira. Árið 1967 flyst heildverslunin að Borgartúni 33 en þar bjó Ásbjörn á efstu hæð hússins til æviloka. Gaman er að geta þess að þegar það var byggt var það „stórhýsið“ í Borgartúninu. Þar opnaði Ásbjörn einnig Véla- og raftækjaverslunina, en auk hennar rak hann ýmis önnur fyrirtæki í innflutningi og sölu. Má þar nefna Kjólabúðina Mær í Lækjargötunni, Húsgagnaverslun Austurbæjar á Skólavörðustígnum og Timburverslun í Skeifunni, en um tíma var innflutningur og sala á byggingavörum stór hluti viðskiptanna. Árið 1992 byggði fyrirtækið nýtt húsnæði að Skútuvogi 11a undir rekstur sinn. Þá var kjarnastarfsemi fyrirtækisins orðin sú sama og er enn í dag, en það er innflutningur, markaðssetning, sala og dreifing á ýmsum vörum fyrir neytenda- sem og stórnotendamarkað. Árið 2006 byggði fyrirtækið núverandi húsnæði sitt að Köllunarklettsvegi 6.

    Eigendur og stjórnendur
    Ásbjörn Ólafsson ehf. er fjölskyldufyrirtæki og hefur það alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Ásbjörn eignaðist tvær dætur, Ólafíu (Lollý) og Unni Grétu (Lömbu). Í dag er fyrirtækið í eigu barna Ólafíu og Björns Guðmundssonar en þau eru fimm talsins. Tvö af þeim starfa í fyrirtækinu en öll sitja þau í stjórn þess.
    Framkvæmdastjórar:
    Ásbjörn Ólafsson 1937 – 1977
    Björn Guðmundsson 1978 – 1996
    Guðmundur Björnsson 1996 –

    Starfsemin
    Síðustu ár skiptist starfsemi fyrirtækisins í 3 sölusvið; Neytendavöru-, stóreldhúsa- og sérvörusvið. Hvert svið hafði skýrt afmarkað hlutverk í heildarstarfseminni.
    Þann 1. september 2021 voru tvær söludeildir; neytendavara og stóreldhúsavara sameinaðar rekstri heildverslunarinnar Danól ehf. Eftir samrunann þá eru starfsmenn fyrirtækisins um 30 talsins. Starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa margþætta menntun og reynslu sem nýtist þeim og fyrirtækinu hver á sínu sviði. Hjá fyrirtækinu starfa sérhæfðir sölumenn sem hafa áralanga reynslu í að selja og þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins um allt land.
    Ásbjörn Ólafsson ehf. er með mjög notendavæna og góða vefverslun sem er í stöðugri þróun og tekur breytingum með tilliti til tækninýjunga og þarfa viðskiptavina sinna hverju sinni.

    Hlutverk og stefna
    Hlutverk og stefna Ásbjörns Ólafssonar ehf. er að bjóða íslenskum markaði úrvals vörur og gæta þess að sérhvert vörumerki sem fyrirtækið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum. Það er meðal annars gert með því að þjónusta viðskiptavini á besta mögulegan hátt með góðum vörum, góðri og persónulegri þjónustu.

    Starfsfólk
    Starfsmenn Ásbjörns Ólafssonar ehf. leggja sig fram um að eiga góð samskipti við alla sína viðskiptavini. Hver og einn viðskiptavinur á sérstakan sölumann hjá fyrirtækinu sem þjónustar með beinum og persónulegum samskiptum þar sem hagsmunir beggja eru hafðir að leiðarljósi. Með þessum hætti hefur fyrirtækið áunnið sér traust viðskiptavina og hefur það orð á sér að vera öflugur og eftirsóknarverður samstarfsaðili.

    Gildi
    Traust – Viðskiptavinir Ásbjörns geta treyst því sem sagt er og á þann hátt er fyrirtækið áreiðanlegt í öllum samskiptum. Ekki síst byggir traustið á heiðarleika í viðskiptum þar sem lögð er áhersla á hagsmuni allra aðila. Virðing er borin fyrir einstaklingum og viðhorfum hans, hvort sem um er að ræða samstarfsmann eða viðskiptavin.
    Fagmennska – Ásbjörn sýnir fagmennsku í öllum samskiptum við viðskiptavini sem byggir á þekkingu á þörfum þeirra og óskum. Á þann hátt leggur fyrirtækið sig fram um að veita góða þjónustu sem skapar jákvæða upplifun og styrkir viðskiptasambandið.
    Gleði – Ásbjörn er fjölskyldufyrirtæki og er annt um að viðhalda heimilislegum brag og umfram allt að það ríki gleði og samheldni í hópnum. Gleðin er dýrmæt í samskiptum starfsmanna og smitar út frá sér til viðskiptavina.
    Árangur – Starfsmenn Ásbjörns hafa metnað til að ná árangri í starfi ekki síst út frá hlutverki fyrirtækisins. Þeir vilja ná árangri í sókn sem felst meðal annars í aukinni markaðshlutdeild, arðsemi og sterkra tengsla við viðskiptavini og birgja.

    Framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki
    Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur í gegnum tíðina verið ofarlega á lista yfir Fyrirmyndafyrirtæki VR en það er ákveðinn mælikvarði á líðan starfsmanna sem fyrirtækinu er annt um. Fyrirtækið hefur einnig verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi samkvæmt Creditinfo, en aðeins um 2,2% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði um styrk og stöðugleika sem sett eru.

    Styrkleikar Ásbjörns Ólafssonar ehf.
    Áratuga reynsla á íslenskum markaði
    Traust og jákvæð ímynd fyrirtækisins
    Faglegt og reynslumikið starfsfólk
    Góð tengsl við viðskiptavini
    Sterk vörumerki
    Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
    Traust sölunet og dreifing
    Glæsileg vefverslun með ítarlegum upplýsingum um allar vörur

    www.asbjorn.is
    www.fallegogfreistandi.is

    Glæsileg heimasíða og vefverslun www.asbjorn.is

Stjórn

Stjórnendur

Ásbjörn Ólafsson ehf

Köllunarklettsvegur 6
104 Reykjavík
4141100

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina