ASK arkitektar ehf. er alhliða arkitektastofa sem fæst við hefðbundin verkefni á sviði arkitekta og innanhússarkitekta. ASK tekur að sér hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, hönnun húsgagna, skipulag nýbyggingasvæða og hönnunarstjórnun. Teiknistofan er í hópi stærstu arkitektastofa landsins og hafa eigendur hlotið menntun sína víða um heim. Saga ASK hófst árið 1980 og hefur stofan því áratuga langa reynslu í hönnun mannvirkja og alhliða þjónustu á sviði arkitekta fyrir einstaklinga, opinbera aðila og fyrirtæki. ASK vinnur frá árinu 2012 samkvæmt vottuðu gæðakerfi sem samræmist kröfum ÍST EN ISO 9001:2015.
Samkeppnir
Eitt af markmiðum ASK arkitekta er að taka þátt í samkeppnum. Þær veita starfsfólki stofunnar möguleika á að prófa nýjar leiðir og leita nýrra lausna. Þátttaka í samkeppnum er oft besta leiðin til öflunar verkefna, auk þess sem slíkar keppnir þétta hópinn og gefa honum tækifæri til að takast á við og leysa fjölbreytt verkefni. ASK arkitektar, einir og sér og í samstarfi við aðrar arkitektastofur, hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í samkeppnum. Stærsta verkefni síðstu ára var samkeppni um forhönnun Nýs Landspítala við Hringbraut. Með sigri í þeirri samkeppni hófst vinna við deiliskipulag og forhönnun Nýs Landspítala sem staðið hefur nánast óslitið frá 2010 og stendur enn, þó aðrir hafi komið að endanlegri hönnun einstakra byggingaráfanga. Samkeppnistillagan var unnin í samstarfi nokkurra arkitekta- og verkfræðistofa undir samheitinu SPITAL. Árið 2012 urðu ASK arkitektar hlutskarpastir í alþjóðlegri tveggja þrepa samkeppni um uppbygginu á sk. Landsímareit í Kvosinni í Reykjavík. Deilsikipulagi lauk 2016 og er uppbygging reitsins skv. því deiliskipulagi á lokametrum árið 2021. Önnur samkeppni sem vert er að nefna var hugmyndaleit um íbúðarbyggð í Nýjum Skerjafirði. Í framhaldi þeirrar leitar var unnin rammaskipulagstillaga og síðar deiliskipulagstillaga 1. áfanga sem samþykkt var vorið 2021. Framundan er vinna við 2. áfanga deiliskipulags Nýs Skerjafjarðar. Að síðustu í kafla um samkeppnir má nefna hugmyndaleit
um stokka undir Mikubraut og Sæbraut í Reykjavík. Það er gríðarlegt verkefni sem fram-undan er hjá ríki og Reykjavíkurborg í tengslum við nýundirritaðan samgöngusáttmála með Borgarlínu sem kjarna.
Umhverfi
Á síðustu árum hefur áhersla á umhverfismál og sjálfbærni í hinu byggða umhverfi orðið æ meiri, og hafa ASK arkitektar verið virkir þátttakendur í þeirri umræðu. ASK arkitektar hafa lagt mikla rækt við þennan þátt hönnunar. ASK hefur hannað flestar byggingar Sólheima í Grímsnesi síðustu áratugina en einnig leikskóla fyrir sveitarfélög auk fjölda smærri bygginga undir formerkjum sjálfbærni og vistvænnar hönnunar. Auk þess var ASK þátttakandi í rannsóknaverkefni undir nafninu Betri borgarbragur á árunum 2010-2012 ásamt fleiri aðilum, þar sem fjallað er um sjálfbærni í húsbyggingum og borgarskipulagi. Rannsóknaverkefnið fékk á sínum tíma Öndvegisstyrk frá Tækniþróunarsjóði (RANNÍS) til þriggja ára.
Byggingar
Allar tegundir bygginga hafa komið við á borðum ASK, allt frá einföldustu íbúðaeiningum til flókinna fjölnotabygginga.Viðskiptavinir eru opinberir aðilar, einkafyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. ASK hefur hannað skólabyggingar, íþróttahús, verslunarhús og íbúðarhús af öllum stærðum og gerðum. Mörgum þessara verkefna fylgir ráðgjöf á undirbúningsstigi og samskipti við stofnanir í ólíkum málaflokkum.
Hér má nefna leikskóla í Hveragerði og á Selfossi, fiskvinnsluhús fyrir G. RUN á Grundarfirði og Brim hf. (áður HB Grandi) í Reykjavík, Akranesi og Vopnafirði. Nú er í byggingu fjölnota íþróttahús í Garðabæ, en það verkefni var unnið í samkeppni í samstarfi við verktaka sem sér um byggingu hússins. Fyrir Ríkiseignir hefur verið unnið, frá árinu 2010, að endurbótum og viðhaldi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi.
Innanhúss
Viðskiptavinir ASK arkitekta eru mörg stór fyrirtæki sem þurfa stöðuga ráðgjöf og þjónustu við mótun húsnæðis að þörf á hverjum tíma. Starfsemi fyrirtækja er í sífelldri þróun og meginverkefni ASK er ráðgjöf varðandi heildarskipulag, innréttingahönnun, húsgagna-, efnis- og litaval. Einnig sér ASK um áætlanagerð, þarfagreiningu, útboð og eftirlit í tengslum við verkefni sín. Á síðustu árum hefur ný stefna í innanhússhönnun fyrirtækja rutt sér til rúms. Stefnan hefur fengið verkheitið „verkefnamiðað vinnuumhverfi“ (VMV). ASK arkitektar unnu slíka vinnu fyrir nýjar höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi, auk fjölda annarra fyrirtækja og stofnana. Má nefna Sjúrkratryggingar Íslands við Vínlandsleið í Reykjavík og Kennarasamband Íslands við Borgartún í Reykjavík. Tæknin er á fljúgandi ferð. Þá er mikilvægt fyrir arkitektastofu að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem er fljótt að sjá nýja möguleika sem húsnæði hefur.
Skipulag
Í skipulagsvinnu eru lagðar línur um framtíðarásýnd borga og bæja. Þessi vinna er unnin af arkitektum og skipulagsfræðingum í samstarfi við fjölda annarra sérfræðinga. Einn af meginþáttum starfsemi ASK arkitekta er skipulagsvinna. ASK hefur fengist við skipulag fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga. Skipulagsverkefni eru fjölbreytt og snúast um allt frá skipulagi heilla hverfa að skipulagi einstakra lóða. Deiliskipulag er oft undanfari hönnunar stærri bygginga. Áður er nefnt ramma- og deiliskipulag fyrir Nýjan Skerjafjörð sem samþykkt var árið 2021. Deiliskipulag Kirkjusands í Reykjavík var unnið á árunum 2013-2016, en þar er um að ræða 85.000 fm byggingarmagn með íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á Krikjusandi hannaði ASK íbúðarhús með 82 íbúðum fyrir Bjarg íbúðafélag, sem er nýtt félag á vegum verkalýðshreyfingarinnar sem sinnir byggingu og rekstri leiguíbúða fyrir fyrir fólk með lágar tekjur. Svæðið er í uppbyggingu í dag. Á árunum 2017-2021 var unnið stórt deiliskipulag á Ártúnshöfða í Reykjavík. Þar er um að ræða 226.000 fm byggingarmagn, með blöndu íbúða, atvinnuhúsnæðis og stofnana. Skipulagið tengist einni megin biðstöð nýrrar Borgarlínu við Stórhöfða. ASK arkitektar hlutu skipulagsverðlaun Skipulagsfræðingafélags Ísland á Íslandi árið 2012 fyrir deilisikipuag Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatsnmýrinni í Reykjavík og fyrir rammaskipulag Nýs Skerjafjarðar árið 2019. Fjöldi annarra skipulagsverkefna hafa verið unnin í Hveragerði, Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði og víðar um landið.
Í dag
Í dag eru starfsmenn ASK 22 talsins og verkefnin fjölbreytt. Áratugurinn hófst á bankahruni sem sem tók toll af teiknistofunni, en segja þurfti upp fjölda manns. Við náðum þó vopnum okkar smám saman og erum á svipuðum stað hvað varðar rekstur og starfsamannfjölda í lok áratugarins. Áratugurinn endaði svo með heimsfaraldri sem hefur staðið í á annað ár og hafði töluverð áhrif á reksturinn. Sérstaklega vegna mikillar heimavinnu starfsmanna sem breytt hefur starfseminni töluvert. Stofnendur ASK eru smám saman að komast á eftirlaunaaldur og eigendahópur að breytast. Eigendur eru nú arkitektarnir Andri Klausen, Guðrún Ragna Yngvadóttir, Gunnar Bogi Borgarsson, Gunnar Örn Sigurðsson, Helgi Már Halldórsson, Sigríður Halldórsdóttir, Sigurlaug Sigurjónsdóttir og Þorsteinn Helgason. Stjórn er skipuð þremur eigendum, þeim Sigurlaugu Sigurjónsdóttur stjórnarformanni, Andra Klausen og Sigríði Halldórsdóttur. Helgi Már Halldórsson er framkvæmdastjóri.
Frekari upplýsingar um teiknistofuna má finna á www.ask.is
ASK arkitektar er alhliða arkitektastofa sem fæst við hefðbundin verkefni á sviði arkitekta og innanhússarkitekta. ASK tekur að sér hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, hönnun húsgagna, skipulag nýbyggingasvæða og hönnunarstjórn.
Teiknistofan er í hópi stærstu arkitektastofa landsins og hafa eigendur hlotið menntun sína víða um heim. Saga ASK hófst árið 1980 og hefur stofan áratuga langa reynslu í hönnun mannvirkja og alhliða þjónustu á sviði arkitekta fyrir einstaklinga, opinbera aðila og fyrirtæki.
ASK vinnur samkvæmt vottuðu gæðakerfi sem samræmist kröfum ÍST EN ISO 9001:2008.
Samkeppnir
Eitt af markmiðum ASK arkitekta er að taka þátt í samkeppnum. Þær veita starfsfólki stofunnar möguleika á að prófa sífellt nýjar leiðir og leita nýrra lausna.
ASK arkitektar hafa á síðustu árum tekið þátt í fjölda samkeppna með ágætum árangri. Þátttaka í samkeppnum er oft besta leiðin til öflunar verkefna, auk þess sem slíkar keppnir þétta hópinn og gefa honum tækifæri til að takast á við og leysa fjölbreytt verkefni. ASK arkitektar, einir og sér og í samstarfi við erlendar arkitektastofur, hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í samkeppnum.
Umhverfi
Á síðustu árum hefur áhersla á umhverfismál og sjálfbærni í hinu byggða umhverfi orðið æ meiri og hafa ASK arkitektar verið virkir þátttakendur í þeirri umræðu.
ASK arkitektar hafa lagt mikla rækt við þennan þátt hönnunar. ASK hefur hannað flestar byggingar Sólheima í Grímsnesi síðustu áratugina en einnig leikskóla fyrir Reykjavíkurborg auk fjölda smærri bygginga undir formerkjum sjálfbærni og vistvænnar hönnunar. Auk þess hefur ASK verið þátttakandi í rannsóknaverkefni undir nafninu Betri borgarbragur ásamt fleiri aðilum þar sem fjallað er um sjálfbærni í húsbyggingum og borgarskipulagi. Rannsóknaverkefnið fékk Öndvegisstyrk frá Tækniþróunarsjóði (RANNÍS) til þriggja ára.
Byggingar
Allar tegundir bygginga hafa komið við á borðum ASK allt frá einföldustu íbúðaeiningum til flókinna fjölnotabygginga.
Viðskiptavinir eru opinberir aðilar, einkafyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. ASK hefur hannað skólabyggingar, íþróttahús, verslunarhús og íbúðarhús af öllum gerðum. Mörgum þessara verkefna fylgir ráðgjöf á undirbúningsstigi og samskipti við stofnanir í ólíkum málaflokkum.
Innanhúss
Tæknin er á fljúgandi ferð. Þá er mikilvægt fyrir arkitektastofu að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem er fljótt að sjá nýja möguleika sem húsnæði hefur.
Viðskiptavinir ASK arkitekta eru mörg stór fyrirtæki sem þurfa stöðuga ráðgjöf og þjónustu við mótun húsnæðis að þörf á hverjum tíma. Starfsemi fyrirtækja er í sífelldri þróun og meginverkefni ASK er ráðgjöf varðandi heildarskipulag, innréttingahönnun, húsgagna-, efnis- og litaval. Einnig sér ASK um áætlanagerð, þarfagreiningu, útboð og eftirlit í tengslum við verkefni sín.
Skipulag
Í skipulagsvinnu eru lagðar línur um framtíðarásýnd borga og bæja. Þessi vinna er unnin af arkitektum og skipulagsfræðingum í samstarfi við fjölda annarra sérfræðinga.
Einn af meginþáttum starfsemi ASK arkitekta er skipulagsvinna. ASK hefur fengist við skipulag fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga. Skipulagsverkefni eru fjölbreytt og snúast um allt frá skipulagi heilla hverfa að skipulagi einstakra lóða. Deiliskipulag er oft undanfari hönnunar stærri bygginga.
Í dag
Í dag eru starfsmenn ASK 19 talsins og verkefnin fjölbreytt. Stærst er þó vinna við hönnun og skipulag Nýs Landspítala við Hringbraut en það verkefni er unnið í samstarfi við aðrar arkitektastofur. Unnið er við deiliskipulag Vísindagarða og stúdentagarða við Háskóla Íslands og íbúðabyggð við Einholt/Þverholt í Reykjavík. Einnig er unnið við deiliskipulag í Kvosinni í Reykjavík, en ASK arkitektar urðu hlutskarpastir í opinni alþjóðlegri samkeppni um það verkefni.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd