AÞ þrif

2022

AÞ-Þrif ehf. er hreingerningafyrirtæki sem formlega tók til starfa í júlí 2006. Fyrir þann tíma hafði fyrirtækið starfað um nokkurra ára skeið á nafni Arnars Þorsteinssonar sem er stofnandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Hrund Sigurðardóttur og Bjarka Þorsteinssyni.

Starfsemin
Fyrirtækið býður upp á alhliða hreingerningaþjónustu og má þar helst nefna iðnaðarþrif fyrir byggingaverktaka, daglegar ræstingar fyrir fyrirtæki og gluggaþvottur og gólfþrif fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig hefur fyrirtækið tekið að sér fjölda verkefna í mygluþrifum og öðrum sérverkefnum.

Mannauður
Hjá AÞ-þrifum starfa að jafnaði um 120-150 manns. Fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt öflugasta hreingerningafyrirtæki landsins og er í dag þriðja stærsta fyrirtæki á landinu í þessum geira. Að baki fyrirtækisins stendur þéttur hópur fólks sem hefur byggt fyrirtækið upp og gert það að því sem það er í dag.

Viðurkenningar og vottun
AÞ-Þrif er svansvottað en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og þess má einnig geta að það hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki fjögur ár í röð eða frá 2017-2020. Í janúar árið 2020 hlaut AÞ-Þrif Insta 800 vottun. En Insta 800 staðallinn er gæðamiðað kerfi við ræstingar. Með þessu kerfi eru gæði ræstingarinnar gerðar mælanlegar þannig að allir aðilar hafi sameiginlegan skilning á þeim gæðum sem beðið er um.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd