Auðhumla svf. hóf starfsemi um áramótin 2006–2007 eftir sameiningu samvinnufélaganna Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu. Á aðalfundi félagsins í mars 2007 var nafninu formlega breytt í Auðhumla svf. Undirbúningur stofnunarinnar hafði staðið yfir um nokkurt skeið og byggði meðal annars á skipulagsbreytingum innan KEA í kringum aldamótin, sem og sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna árið 2005.