Austurverk ehf. er jarðvinnufyrirtæki sem var stofnað í febrúar árið 2014 á Egilsstöðum af þeim þeim bræðrum Steinþóri og Reyni Stefánssynum (Stessi og Brói) frá Brú á Jökuldal. Fyrirtækið var stofnað með það að markmiði að þjónusta nærsamfélagið eins vel og hægt væri. Áður höfðu þeir starfað í mörg ár hjá öðrum verktökum og því komnir með viðamikla reynslu í jarðvinnubransanum sem nýst hefur þeim vel í að byggja upp eigin rekstur.
Verkefni
Aðalverkefni fyrirtækisins frá upphafi hafa verið fyrir sveitarfélagið, veitufyrirtækin og íbúa sveitafélagsins við lagnavinnu, húsgrunna, bílastæði, snjómokstur og alla aðra almenna jarðvinnu. Krefjandi verkefni við vondar aðstæður virðast oft enda inn á borði Austurverks ehf. þeim áskorunum er ávallt mætt með opnum huga og verkefnin leyst farsællega. Engin vandamál bara lausnir. Austurverk ehf. hefur frá stofnun félagsins einnig verið stór hluthafi í Héraðsverki ehf. og hefur tekið þátt í vinnu við stærri mannvirkja gerð í gegnum það. Helstu verkefni á vegum Héraðsverks ehf. síðustu ára hafa verið bygging ofanflóðavarna og vegagerð.
Tækjafloti
Tækjaflotinn sem í upphafi var bara ein tveggja tonna grafa og gamall vörubíll hefur farið ört vaxandi. Í dag eru til gröfur frá tveimur tonnum upp í 40 tonn, vörubílar og dráttarbílar af flestum gerðum ásamt flat-, véla- og malarvögnum aftaní þá: hjólaskóflur, veghefill, malarharpa, stórir traktorar sem mikið af búnaði er til á fyrir snjóhreinsun, línuvinnu og malarakstur og margt fleira. Tækjaeignin fer ört stækkandi með ári hverju.
Starfsfólk og aðsetur
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 8-10 manns við fjölbreytta jarðvinnu ásamt skrifstofu- og verkstæðismanni. Sjá þeir bræður alfarið um daglegan rekstur fyrirtækisins. Skiptist vinna þeirra þannig að Steinþór er framkvæmdarstjóri og heldur meira utan um þann hluta sem snýr beint að rekstrinum en Reynir er meira úti í verkunum að stýra þeim. En þeir vinna þetta yfirleitt allt saman og reyna að vera með góða yfirsýn hverju sinni yfir það sem er í gangi þá stundina.
Húsakostur Austurverks í dag er að Lyngási 6-8 húseign sem félagið hefur nýlega fest kaup á og er um 500 fm og stendur á 6000 fm lóð sem kemur til með að nýtast fyrirtækinu vel til áframhaldandi uppbyggingar í framtíðinni.
Framúrskarandi og til fyrirmyndar
Austurverk ehf. hefur verið á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar síðan 2017 sem fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri. Einnig er það nú komið á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Credit Info. Þeim árangri er ekki síst að þakka því úrvals starfsfólki sem Austurverk ehf. hefur haft frá upphafi.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd