AVH ehf. er arkitekta- og verkfræðistofa sem sér um og annast alhliða hönnun fyrir allar stærðir og gerðir af mannvirkjum. Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1968 á Akureyri og hét þá Teiknistofa Hauks Haraldssonar sf. en var breytt í AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun árið 2003. Starfstöðvar eru tvær, þ.e. á Akureyri og í Reykjavík en AVH ehf. tekur að sér verkefni hvort sem er hér innanlands eða utan. Starfssvið AVH ehf. spannar hönnun bygginga og mannvirkja, hönnun á verksviði arkitekta, hönnun burðarvirkis, hönnun lagnakerfa, þrívíddarvinnslu, áætlanagerð, verkumsjón og eftirlit, útboð framkvæmda, skipulagshönnun og hönnunarstjórn.
Eigendur og starfsfólk
Aðaleigendur eru Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt, Anton Örn Brynjarsson verkfræðingur/ framkvæmdastjóri og Fanney Hauksdóttir arkitekt. Aðrir eigendur og starfsfólk AVH eru Arnþór Tryggvason skipulagsfræðingur, Ásrún Ásgrímsdóttir tækniteiknari, Björgvin Smári Jónsson verkfræðingur, Björn Torfi Björnsson B.A. arkitektúr, Gísli Sverrisson tæknifræðingur, Guðni Helgason verkfræðingur, Kári Magnússon byggingafræðingur og Pétur Jónsson B.A. arkitektúr.
Stefna fyrirtækisins
AVH ehf. hefur að leiðarljósi að sýna frumkvæði og vera leiðandi í þjónustu á sínu sviði. Öll okkar verk eru vel og faglega unnin og samkvæmt lögum og reglugerðum. Samstarfsaðilar eru fjölmargir og við leggjum okkur fram um góð samskipti við alla viðskiptavini, aðra hönnuði, verkkaupa og framkvæmdaaðila. Starfsreynsla innan fyrirtækisins er mikil og fjölþætt og við hvetjum okkar fólk til að viðhalda þekkingu sinni með virkri símenntun.
Verkefnin
Verkefnaskrá fyrirtækisins spannar yfir um 50 ár og samanstendur af hundruðum bygginga: einbýlis- og fjölbýlishús, sambýli, hjúkrunarheimili, menningarhús, skólabyggingar, íþróttahús, sundlaugar, iðnaðarhús, fiskvinnsluhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði o.fl. Á meðal viðskiptavina félagsins í gegnum tíðina eru opinberir aðilar, innlend og erlend fyrirtæki, byggingafélög, verktakar og einstaklingar. Hönnunarverkefni AVH ehf. hafa hlotið viðurkenningar í gegnum árin og má þar nefna Byggingalistaverðlaun Akureyrarbæjar, verðlaun í hinum ýmsu hönnunarsamkeppnum og þátttaka í alþjóðlegum sýningum.
Vefsíða: www.avh.is
Haukur Haraldsson byggingatæknifræðingur hóf rekstur Teiknistofu Hauks Haraldssonar sf. árið 1968 á Akureyri og var þá eini starfsmaðurinn. Síðan þá hefur eigendum og starfsmönnum fjölgað mikið. Eigendur og starfsmenn AVH eru nú auk Hauks, Anton Örn Brynjarsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri, Fanney Hauksdóttir arkitekt og Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. Halldóra Ágústsdóttir tækniteiknari og fyrrverandi starfsmaður AVH á einnig hlut í félaginu ásamt Hauki Haukssyni ráðgjafa. Rekstrarformi AVH var breytt úr sf. í ehf. 1989. Nafni fyrirtækisins var breytt í AVH ehf. Arkitektúr – Verkfræði – Hönnun árið 2003.
Við stofnun Teiknistofunnar 1968 voru verkefni fyrirtækisins að megninu til bundin við Akureyri og nágrenni. Nú veitir AVH arkitekta-, verkfræði- og skipulagsþjónustu innan byggingageirans og er fyrirtækið með starfsemi á Akureyri og í Reykjavík. Hjá AVH starfa að öllu jöfnu um 8-10 manns sem skiluðu 9 ársverkum árið 2012. Starfsreynsla þeirra sem vinna innan fyrirtækisins er á bilinu 3-44 ár. Starfsstöð AVH í Reykjavík var stofnuð 2001 og eru starfsmenn þar nú tveir þ.e. Anna Margrét arkitekt og einn tækniteiknari/þrívíddarhönnuður. Starfsemi AVH er aðallega á sviði utan- og innanhússhönnunar, burðarþolsfræði, lagnahönnunar, byggingareftirlits og skipulagsmála. AVH hefur einnig samið við sérfræðinga á sviði hönnunar, lista og byggingatækni um þátttöku þeirra í einstökum verkefnum á vegum fyrirtækisins. Þetta á ekki síður við í kringum þátttöku í samkeppnum en AVH hefur unnið til fjölda verðlauna á þeim mikilvæga vettvangi. Má þar nefna íbúðabyggð við Snægil Akureyri, íbúðir aldraðra við Lindasíðu Akureyri, nýbyggingu Toyota á Akureyri, nemendagarða við Menntaskólann á Akureyri, íþróttahús við Síðuskóla á Akureyri, leikskóla á Akureyri og viðurkenningu fyrir tillögu að menningarhúsi á Akureyri.
Verkefni sem AVH hefur unnið að er að finna um allt land og í a.m.k. fjórum öðrum löndum Evrópu. Verkefnaskrá fyrirtækisins spannar yfir rúmlega 40 ár og samanstendur af hundruð bygginga: Einbýlis- og fjölbýlishús, sambýli, hjúkrunarheimili, menningarhús, skólabyggingar, íþróttahús, sundlaugar, iðnaðarhús, fiskvinnsluhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði o.fl. Á meðal viðskiptavina félagsins í gegnum tíðina eru opinberir aðilar á borð við íslenska ríkið, Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Norðurþing, Grýtubakkahrepp, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð og Seltjarnarnesbæ. AVH hefur einnig unnið verkefni fyrir Samherja, Becromal Iceland, Eimskip, Toyota Íslandi, Norðurorku, RARIK, Hyrnu byggingarfélag og fleiri byggingaverktaka auk fjölda einstaklinga.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd