B.E. Húsbyggingar ehf.

  • 2025
    Nýleg verkefni

    Kjarnagata 55–57, Akureyri

    Glæsilegt fjölbýlishús með 31 íbúð (2–5 herbergja), bílageymslu með 30 stæðum, sameiginleg geymsla, hjóla- og vagnageymslu og rafmagnstenglum fyrir rafknúna bíla. [behus.is]


    Guðmannshagi, Akureyri

    Nýtt fjölbýlishús er í byggingu og áætlað að hluti verði afhentur næsta sumar. Fyrirtækið hefur tryggt lóðir fyrir tveimur til viðbótar fjölbýlishúsum næstu ár. [isat.is]


    Hagahverfi, Akureyri

    Fjölbýlishús með bílakjallara sem eru hluti af metnaðarfullri þróun íbúa- og borgarumhverfis á svæðinu.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    B.E. Húsbyggingar hafa starfað í byggingariðnaði frá árinu 2002. Félagið byggir íbúðar-húsnæði og selur. Á undanförnum árum hefur félagið byggt yfir 150 íbúðir og selt á almennum markaði á Akureyri.

    Stefna fyrirtækisins er að byggja vandaðar og fallegar íbúðir, eiga gott samstarf við kaupendur og afhenda íbúðir ávallt á umsömdum tíma. www.behus.is

    Sagan
    Á fyrstu árum starfseminnar byggði félagið smærri eignir, s.s. einbýlishús og parhús. Þá voru eignirnar seldar ýmist fokheldar eða tilbúnar undir tréverk, allt eftir óskum kaupenda. Nokkrum árum seinna var skipt um gír og ákveðið að færa starfsemina yfir í að byggja fullbúnar eignir og var fyrsta verkefnið fjögurra íbúða raðhús. Í kjölfarið af því tók félagið að stækka nokkuð ört og verkefnin stækkuðu hvert af öðru og starfsmanna fjöldi jókst. Tveimur árum seinna var fyrirtækið  farið að reisa stærri fjölbýlishús á mörgum hæðum með margfalt fleiri íbúðum en áður.

    Síðustu ár hefur félagið verið að reisa fjölbýlishús í Hagahverfi á Akureyri, þar hefur félagið byggt metnaðarfull fjölbýlishús með bílakjallara. Í dag afhendir félagið að jafnaði eitt fjölbýlishús, með u.þ.b. 30 fullbúnum íbúðum ár hvert.

    Í dag er unnið við fjölbýlishús við Gudmannshaga á Akureyri sem afhent verður í sumar. Félagið hefur jafnframt tryggt sér til viðbótar lóðir fyrir tvö ný fjölbýlishús sem það mun reisa á næstu tveimur árum.

    Mannauður
    Félagið er í eigu Jóns Páls Tryggvasonar, húsasmíðameista, sem rekur félagið ásamt bróður sínum Arnari Tryggvasyni. Í dag starfa hjá félaginu um 20 fastir starfsmenn, smiðir og verkamenn. Auk þess á félagið í traustu samstarfi við fyrirtæki sem starfa sem undirverktakar hjá félaginu, s.s. rafvirkja, pípara, múrara, málara o.fl.

    B.E. húsbyggingar hafa hlotið viðurkenningu frá Creditinfo allt frá árinu 2017 og telst nú framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð.

Stjórn

Stjórnendur

B.E. Húsbyggingar ehf.

Björgum 4
601 Akureyri
8969910

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina