B Markan ehf. hefur á undanförnum árum haldið stöðugum rekstri sem sérhæfir sig í pípulögnum, nýlögnum og viðhaldi fyrir húsfélög, fyrirtæki og opinbera aðila. Fyrirtækið fagnaði 20 ára afmæli árið 2021 og flutti í nýtt húsnæði í Mosfellsbæ, sem styrkti starfsemina. Áhersla hefur verið á gæðastjórnun, fagmennsku og notkun nýjustu tækni við flókin verkefni, svo sem drenlagna, jarðvinnu og skolp. B Markan sinnir hundruðum verkbeiðna árlega og hefur byggt upp orðspor sem traustur samstarfsaðili í pípulagningarþjónustu, án stórra breytinga á eigendaskipan eða rekstrarstefnu síðustu ár.




Böðvar Markan fór ungur að starfa við pípulagnir líkt og faðir hans og bróðir. Hann slagsauð eirlagnir hjá nágranna sínum um kvöld og helgar og hóf nám hjá Marínó Jóhannssyni árið 1987. Þar starfaði hann við byggingu á Hótel Íslandi og lauk sveinsprófi 1992. Böðvar vann þá sem einyrki við flugskýli Flugleiða í Keflavík og kom sér vel að kunna að slagsjóða auk þess sem Böðvar lærði að lesa bandarískar teikningar. Meistaraprófi lauk Böðvar 1994 og gat hann sér gott orð fyrir vandvirkni og heiðarleika. Starfsemin vatt upp á sig og 2001 var B. Markan stofnað. Fleiri hendur þurfti til að sinna stærri hóp viðskiptavina og hefur Böðvar verið ötull við að ráða til sína nema. Einn þeirra er fóstursonur Böðvars, Brynjar Traustason sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í 18 ár. Lengst af voru starfsmenn á bilinu 4 til 6, en nú eru þeir að jafnaði 8 til 10.
Orðstír deyr aldregi
Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt mikið upp úr því að skapa sér gott orðspor á grundvelli fagmennsku og gagnkvæms trausts. Á þeim grunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í gegnum tíðina, bætt við sig viðskiptavinum og fjölbreyttari verkefnum. Böðvar og hans menn eru alkunnir fyrir snyrtimennsku og hreinasta verkstæði sem um getur. Vönduð vinnubrögð eru í fyrirrúmi og ganga þeir stoltir frá hverju verki.
Þúsund tanga píparar
2011 tók fyrirtækið að sér að endurleggja allar neysluvatnslagnir í Hótel Loftleiðum ásamt því að endurgera anddyri, móttöku, sund og baðaðstöðu. Það reyndi á að sinna verkefni af slíkri stærðargráðu en þá kom sér vel að vera með góðan mannafla. Verkið gekk vonum framar, en samtímis sinnti fyrirtækið öðrum smærri og fjölbreyttari verkum sem hafa ætíð verið grundvöllur rekstursins.
Verkefnin
B. Markan hefur starfað óslitið síðan 2001 en eftir því sem bæst hefur í starfsmannahópinn hafa verkefnin orðið fjölbreyttari og sérhæfðari um leið. Víðsýni og þekking hafa ávallt verið ær og kýr Böðvars og hefur hann því getað boðið upp á alhliða þjónustu með áherslu á jarðvinnu. Gæðastjórnun, skilgreindir verkferlar, breidd og kunnátta einkennir B. Markan og fátt kemur þeim á óvart.
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í flóknum verkefnum, svo sem jarðvinnu, drenlagna endurnýjun og skolp við erfiðar aðstæður. B. Markan tengir gamlar hefðir við nýjustu tækni og tekst á við nýjar áskoranir á hverjum degi. Slagorðið er „vinnum í lausnum,“ og í dag sinnir B. Markan reglulegri þjónustu við fasta viðskiptavini ásamt því að fá árlega yfir 700 verkbeiðnir á vefsíðu sinni: www.bmarkan.is

B.Markan var stofnað árið 2001 af pípulagningarmeistaranum Böðvari Markan. Fyrirtækið tekur að sér allar gerðir að pípulagningum fyrir einstaklinga og hafa einnig tekið að sér verkefni fyrir stærri fyrirtæki. Frá upphafi hefur markmið fyrirtækisins verið að skila vönduðum verkefnum sem hægt er að vera stoltur af og sýnir það sig í traustum hópi viðskiptavina.
B Markan ehf
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina