Batteríið arkitektar ehf. er skapandi þekkingarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu og sérþekkingu á sviði byggðaskipulags og mannvirkjahönnunar. Fyrirtækið var stofnað 1988 og er rekið sem einkahlutafélag í eigu fjögurra hluthafa. Fyrirtækið er skipað vel menntuðu starfsfólki, samhentri og hæfri liðsheild með mikinn faglegan metnað.
Vottað gæðakerfi
Fyrirtækið Batteríið arkitektar ehf. starfar eftir vottuðu gæðakerfi í samræmi við kröfur
ÍST EN ISO 9001:2015 Gæðastjórnunarkerfi, skírteini nr. 55 Batteríið-31.08.2020. Umfang vottunar er fyrir ráðgjafarþjónustu á sviðum arkitektúrs, skipulags og umhverfishönnunar.
Fyrirtækið hefur innleitt ISO 14001, ISO 45001 og ISO 21500.
Sveigjanleiki
Við aðlögum okkar lausnir að þörfum viðskiptavina og eigum erindi við metnaðarfull fyrirtæki í fasteignaþróun, verktaka, sveitarfélög og opinberar stofnanir.
Megináhersla á sköpunarkraftinn
Við virkjum sköpunarkraftinn frá hugmynd að veruleika. Við mótum sjálfbært, fallegt og öruggt umhverfi, sem eykur lífsgæði fólks og tekur mið af staðbundnum aðstæðum og veðurfari.
Þekking – hæfni
Verkefnisstjórnun, skipulagsgerð, hönnun mannvirkja og ráðgjöf tengd henni myndar kjarnann í starfsemi Batterísins auk eftirlits og umsjónar með byggingaframkvæmdum.
Starfsmenn fyrirtækisins búa að umfangsmikilli reynslu við beitingu skilgreindrar aðferðafræði til að takast á við mjög stór og flókin verkefni. Hún felur m.a. í sér hæfni við undirbúning verkefna, þarfagreiningu, áætlanagerð, rannsóknir, kostnaðarútreikninga ásamt gerð útboðs-gagna og kynningargagna. Starfsmenn fyrirtækisins búa að framúrskarandi þekkingu á sviði þrívíðrar hönnunar og BIM. Fjöldi starfsmanna er um 15; arkitektar, byggingafræðingar, verkfræðingar auk nema í starfsnámi og skrifstofufólks. Verkefnareynsla Batterísins nær yfir allt litróf hönnunar, frá iðnhönnun til skipulagsgerðar.
Erlent samstarf
Frá árinu 2003 hefur Batteríið átt samstarf við erlend verktakafyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki arkitekta og verkfræðinga um hönnun mannvirkja, m.a. Noregi, Kanada og Svíþjóð. Fyrirtækið og starfsmenn þess hafa öðlast dýrmæta reynslu í að starfa þvert á landamæri og eiga samskipti á erlendum tungumálum og er fært um að taka að sér verkefni utan Íslands og á Íslandi í samstarfi við erlend ráðgjafafyrirtæki.
Sérstaða
Yfirgripsmikil reynsla af erlendum verkefnum í Norður Ameríku og Skandinavíu birtist í afburða samstarfshæfni og samskiptafærni starfsmanna, sem hefur gert fyrirtækið að eftirsóttum samstarfsaðila virtra erlendra arkitektastofa, ráðgjafafyrirtækja og verktakafyrirtækja.
Sérstaða og meginstyrkur fyrirtækisins felst í yfirgripsmikilli þekkingu á aðlögun mannvirkja að náttúru- og veðurfari og mótun vinnuumhverfis, m.t.t. vinnuverndar og vinnuvistfræði. Markmið okkar er að öll verk fyrirtækisins beri merki þessarar sérstöðu og séu í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Fyrirtækið er skipað vottuðum verkefnastjórum skv. alþjóðlegum viðmiðunum IPMA og Verkefnisstjórnunarfélags Íslands. Þeir búa að umfangsmikilli þekkingu og reynslu í áhættugreiningum og öryggis-áætlunum fyrir mannvirkjagerð og sinna faglegri verkefna- og hönnunarstjórn. Starfsmenn fyrirtækisins búa að umfangsmikilli þekkingu og reynslu á vistvænum lausnum og hönnun CLT bygginga, sem hafa verið vottaðar af Svaninum og BREEAM.
Verðlaun og viðurkenningar
Harpa hlaut evrópsku Mies van der Rohe verðlaunin 2013
ALC-Active Living Center hlaut amerísku NRSA verðlaunin 2016
Íþróttamiðstöð í Grindvík hlaut steinsteypuverðlaunin 2015
Þjónustuskáli Alþingis hlaut Menningarverðlaun DV 2002
Samkeppnisreynsla og samkeppnisárangur
Á síðustu 30 árum hefur fyrirtækið tekið þátt í meira en 100 samkeppnum og unnið til meira en 50 verðlauna og viðurkenninga. Fyrirtækið hefur til þessa hlotið 27 fyrstu verðlaun í arkitekta-samkeppnum, 14 önnur verðlaun og fern þriðju verðlaun.
Stefna Batterísins arkitekta
Orðspor Batterísins arkitekta og starfsmanna fyrirtækisins á umfram allt að tengjast góðri byggingarlist og framúrskarandi þjónustu, byggðri á faglegum metnaði.
Við viljum vera í framsveit norrænna arkitektafyrirtækja
Við greinum þarfir og væntingar viðskiptavina, notenda og annarra hagsmunaaðila og leitumst ávallt við að uppfylla þær og gott betur
Við förum að kröfum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins
Við störfum eftir vottuðu stjórnunarkerfi og vinnum að stöðugum umbótum á því
Við leggjum áherslu á þekkingu og hæfni starfsmanna með stöðugri þjálfun og endurmenntun
Við leggjum áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif fyrirtækisins og auka jákvæð umhverfisáhrif
Við ræktum góðan starfsanda og hlúum að heilsu og öryggi starfsmanna
Við búum starfsmönnum framúrskarandi starfsumhverfi
Við skilum eigendum og starfsmönnum fyrirtækisins virðisauka
Frekari upplýsingar um fyrirtækið er á vefsíðu þess: www.arkitekt.is
Batteríið Arkitektar ehf. er skapandi þekkingarfyrirtæki á sviði byggingarlistar. Fyrirtækið var stofnað árið 1988 og býr yfir umfangsmikilli reynslu og sérþekkingu í mannvirkjahönnun og skipulagsgerð. Fyrirtækið er skipað menntuðu, reyndu og vel þjálfuðu starfsfólki sem leggur áherslu á frumlegar hugmyndir og skapandi hönnunarlausnir en stendur jafnframt föstum fótum í handverksþekkingu og frágangi í útfærslu og framkvæmd.
Starfsmenn fyrirtækisins eru með staðgóða þekkingu á sviði þrívíðrar hönnunar og BIM og eru öll ný verkefni hönnuð með þeim hætti. Fjöldi starfsmanna er um 30 – arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðingur auk nema í starfsnámi og skrifstofufólks.
Sérstaða fyrirtækisins felst í alhliða þekkingu á aðlögun bygginga að nánasta umhverfi og veðurfari, aðgengi fyrir fatlaða og mótun vinnuumhverfis m.t.t. vinnuverndar og vinnuvistfræði. Markmið okkar er að öll verk fyrirtækisins beri merki þessarar sérstöðu og séu í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
Fyrirtækið er vottað skv. ISO 9001 gæðatryggingarkerfinu.
Á síðustu 20 árum hefur fyrirtækið tekið þátt í meira en 60 samkeppnum og unnið til meira en 40 verðlauna og viðurkenninga. Fyrirtækið hefur til þessa hlotið tuttugu og ein 1. verðlaun í arkitektasamkeppnum, þrettán 2. verðlaun og tvenn 3. verðlaun.
Frá árinu 2008 hefur Batteríið leitað inná erlenda markaði og vinnur nú að verkefnum í Noregi, Kanada og Svíþjóð.
Stefna okkar er að:
Frekari upplýsingar um fyrirtækið eru á heimasíðu þess: www.arkitekt.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd