Bautinn / K6 ehf.

2022

Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri var stofnaður 6. apríl 1971 og er elsta grillhúsið á landsbyggðinni. Eigendur Bautans eru hjónin Einar Geirsson, veitingamaður og kona hans Heiðdís Fjóla Pétursdóttir en þau reka einnig Rub23, Pizzasmiðjuna og Sushi Corner. Einar og Heiðdís tóku við rekstri staðarins í júlí 2018 af Guðmundi Karli Tryggvasyni og Helgu Árnadóttur sem höfðu rekið staðinn í fjölda ára.

Starfsemin
Bautinn er fyrir löngu orðinn órjúfanlegur hluti af bæjarmyndinni og er eitt af kennileitunum í hjarta Akureyrar. Staðsettur í einu elsta og virðulegasta húsi bæjarins sem var byggt árið 1902.
Frá því að Einar og Heiðdís tóku við þá hefur matseðlinum verið breytt nokkrum sinnum, á meðan þau voru að þreifa sig áfram í þessu og fríska upp á staðinn, en þau hafa samt sem áður haldið í nokkra af þekktustu rétti staðarins. Eins og Bautasneiðina sem hefur verið á matseðlinum frá upphafi og einn þekktasta rétt staðarins körfukjúklinginn. Svo hafa verið grillaðir hamborgarar á Bautanum frá upphafi og mun það ekki breytast og er kjötið sem er notað í borgarana eingöngu norðlenskt. En þrátt fyrir breytingar þá er Bautinn staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matseðillinn er fjölbreyttur og býður upp á heilsurétti í takt við grillréttina.

Veisluþjónusta
Bautinn hefur jafnframt í fjölda ára verið með veisluþjónustu og hefur þjónustað veislur af öllum stærðargráðum

Tímamót
Um þessar mundir fagnar staðurinn stórafmæli, en það eru ekki mörg íslensk veitingahús sem ná þeim áfanga að verða 50 ára.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd