Radix ehf. var stofnað austur á Egilsstöðum árið 1994. Tilgangur félagsins var að flytja inn nýjar og byltingarkenndar heilsuvörur sem voru að ryðja sér til rúms á markaði. Vörur þessar voru hannaðar og þróaðar af NASA geimvísindastofnun Bandaríkjanna og höfðu menn tröllatrú á þessum vörum.
Sagan, stofnendur og eigendur
Stofnendur félagsins voru félagarnir Reynir Sigurðsson og Guttormur Brynjólfsson. Guttormur var við nám á þessum tíma í Svíþjóð og kynntist vörunni þar í tengslum við nám sitt við Doctor of Naprapathy í Svíþjóð. Í skólanum var kynning á nýjum heilsukoddum og dýnum sem hétu Tempur, efnið lagaði sig að hita og þrýstingi líkamanns. Þetta þótti þeim félögum vera spennandi og fengu þeir umboðsleyfi fyrir vörunna á Íslandi og hófu þar með innflutning og sölu á vörunni í gegnum félag sitt Radix ehf. Fyrstu árin voru eins og gengur fremur kröfuhörð, það tók sinn tíma að markaðsetja vöruna hér heima og byggja upp trúverðugleika og var það mjög krefjandi og tímafrekt verk. Breyting hefur verið á eignarhaldi Radix ehf. þegar Guttormur dró sig út úr rekstrinum og Reynir síðar og eiga því bræðurnir Guðmundur Gauti Reynisson, Egill Fannar Reynisson ásamt konu Egils, Huldu Rós Hákonardóttur fyrirtækið í dag.
Fyrsta verslun Radix var opnuð á Grandavegi og seldi hún eingöngu Tempur vörur og nú var markaðssetningin farin að skila sér og salan jókst dag frá degi og þurfti því að stækka verslunina og bæta við vöruframboði svo sem rúmum o.fl. fyrir svefnherbergið. Flutt var upp á Grensásveg árið 1996 í stærra og betra rými og veltan jókst jafnt og þétt og stórhuga maðurinn Guðmundur Gauti sem þá var kominn inn í reksturinn vildi stækka meira og auka vöruframboðið enn meir, var þá flutt í Faxafen 5 árið 1998 og versluninni gefið nafnið Betra Bak. Þar starfaði fjölskyldan fyrst um sinn, þeir Reynir, Gauti, Egill og Anna Heiður. Betra Bak er enn í Faxafeninu og dafnar þar vel með sitt góða vöruúrval. Félagið stækkaði svo við sig með því að opna tvær nýjar Dormaverslanir. Sú fyrri opnaði árið 2009 í Holtagörðum og sú síðari á Smáratorgi árið 2016. Verslanir þessar eru reknar á sama grundvelli en með ódýrari vöruflokka. Einnig var opnuð verslun á Ísafirði 2006 undir nafninu Betra Bak og starfar hún þar enn.
Húsgagnahöllin
Árið 2012 náðust samningar við Norvik um kaup á Húsgagnahöllinni. Verslunin var vel þekkt en komin á slæman stað eftir efnahagshrunið. Radix réðst í gríðarmikið uppbyggingarstarf og miklar endurbætur á versluninni. Verslunin var stækkuð mikið og færð til nútímans með nýjum línum og breyttu vöruúrvali. Radix opnaði síðar útibú á Akurreyri árið 2016 en þar er einnig að finna verslanir Betra Baks, Húsgagnahallarinnar og Dorma undir sama þaki. Radix rekur jafnframt heildsölu í dag sem selur talsvert til hótela, gistiheimila og í aðrar verslanir.
Árið 2019 tókum við við umboði Hästens á íslandi og er það komið inn í verslun Betra Baks í Faxafeni 5.
Birgjar
Birgjar Radix eru margir og vörurnar koma víða að frá Evrópu, Ameríku og Asíu. Vöruhús Radix heitir Rekkar vöruhótel, það þykir einstakt og framúrstefnulegt í birgðahaldi og stýringu. Það er staðsett að Korputorgi og er um 6500fm2. Alls eru birgjarnir á annað hundrað.
Mikil og góð sambönd við birgja og framleiðendur hafa skapast með áralöngum farsælum viðskiptum og trausti. Helstu vöruflokkar eru rúm, sófar og stólar en vörunúmerin í heild eru tæplega 15000. Radix sérhæfir sig í svefnherbergisvörum og stofuhúsgögnum en úrvalið er breitt í allskyns húsbúnaði. Einnig tekur Radix þátt í vöruþróun ásamt framleiðendum með hönnun og þróun varnings sem henta viðskitpavinum á íslenskum markaði.
Sérstaða
Töluverð samkeppni ríkir á markaðnum en sérstaða Radix er afar sterk í rúmum og sófum. Lagt er mikið upp úr því að miðla allri þekkingu og reynslu til starfsfólks til þess að veita góða þjónustu og vænlega upplifun viðskiptavina Radix. Í Dorma er markmiðið að ná til markhóps sem er að kaupa sitt fyrsta og/eða sitt annað rúm. Betra Bak og Hästens eru sérhæfðari verslanir með markhóp sem er kröfuharðari. Í Húsgagnahöllinni er mikið úrval alls konar húsgagna og húsbúnaðar þar sem lagt er mikið upp úr vönduðum og fallegum munum fyrir heimilið.
Mannauður og velta
Í heild eru um 60 fastráðnir starfsmenn hjá Radix og 25 hlutastarfsmenn. Á skrifstofu Radix eru 15 manns að störfum á markaðssviði, innkaupasviði, fjármálasviði og í þjónustuveri.
Velta hefur farið vaxandi í gegnum tíðina og nemur nú rúmum 4, milljöðrum króna (2020). Radix hefur margfaldað veltu Húsgagnahallarinnar frá 2012. Heimsfaraldurinn leiddi til þess að aukin áhersla var lögð á netsölu með því að bjóða fría sendingu hvert á land sem var. Nam vefverslun suma mánuði nærri 30 til 50% af veltunni. Fylgt var ráðum Almannavarna um sóttvarnir og hafði það óneitanlega áhrif.
Framúrskarandi fyrirtæki
Fyrirtækið hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Crreditinfo.
Markaðsmál
Radix er stór aðili á auglýsingamarkaði og eru með eigin markaðasdeild og frumkvöðlar í markaðsmálum.
Samfélagsleg málefni og framtíðarsýn
Fyrirtækið styrkir ýmis góð málefni ár hvert og hefur verið ötull bakhjarl við æskulýðs
og íþróttastarf.
Farsæld hefur fylgt Radix ehf. frá upphafi og hefur starfsemin verið gæfurík og gjöful.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd