Betri vörur ehf

2022

Betri vörur ehf. er staðsett á Ólafsfirði og hefur verið þar frá upphafi. Fyrirtækið einblínir á áframvinnslu á ferskum laxi og silungi til sölu innanlands í verslanir, hótel og veitingastaði. Vörur fyrirtækisins hafa þróast gegnum áranna rás og er orðin vinsæl munaðarvara.

Framleiðsluvörur fyrirtækisins
Birkireyktur lax
Birkireyktur lax sneiddur
Birkireyktur silungur
Grafinn lax
Grafinn lax sneiddur
Einiberjagrafinn lax
Laxahakk
Vörur fyrirækisins fást í verslunum Samkaupa (Nettó, Kjörbúðin, Iceland og Krambúðin) og að auki í Fjarðarkaup, Kaupfélagi Skagfirðinga og Hlíðarkaup Sauðárkróki.

Stofnendur og eigendur
Stofnendur voru þau Svanfríður Halldórsdóttir og Gunnar Lúðvík Jóhannsson en þau hófu starfsemi sína í Hlíð í Ólafsfirði fyrir um 30 árum. Þau ráku fyrirtækið til ársins 2014 en þá keyptu núverandi eigendur það, en það eru þau Þuríður Sigmundsdóttir, Óli Hjálmar Ingólfsson, Snjólaug Kristinsdóttir og Árni Helgason ehf.
[email protected]

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd