BG þjónustan ehf. var stofnuð 1995 af Benedikt Hjálmarssyni þá aðeins 18 ára gömlum. Í upphafi var þjónustan bundin við einn starfsmann og tækjabúnaður fyrirtækisins samanstóð af einni teppahreinsivél og ryksugu. Fyrirtækið stækkaði hratt næstu misseri og ár og fljótlega skiptu starfsmennirnir tugum og tækjabúnaður varð stærri og sérhæfðari. Allt frá stofnun BG hefur verið lögð áhersla á að laða til starfa gott og vel þjálfað starfsfólk og hefur starfsmannavelta BG ætíð verið lítil. Með vel þjálfuðu starfsfólki þar sem trúnaður er virtur og hátt þjónustustig er órjúfanlegur hluti af fyrirtækjamenningunni hefur BG tekist að halda sömu viðskiptavinum í áratugi. Skrifstofur og lagerhúsnæði fyrirtækisins eru í Suðurhrauni í Garðabæ. Benedikt er enn þann dag í dag starfandi framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins.
Reglulegar ræstingar
BG hefur frá upphafi lagt áherslu á reglulega ræstingaþjónustu á tveimur sviðum. Annars vegar gagnvart húsfélögum þar sem boðið er upp á ræstingu sameignarrýma en hins vegar gagnvart fyrirtækjum þar sem ræstinga- og þrifaþjónustan er sniðin að þörfum hvers og eins fyrirtækis.
Sérhreingerningar
Hjá BG hefur verið lögð rík áhersla á að sækja fagþekkingu um þrif og ræstingar út fyrir landssteinana. Sérhreingerningadeild BG hefur í dag á að skipa einum fullkomnasta tækja-
búnaði landsins sem hefur getað leyst nánast öll verkefni sem til hennar hefur verið vísað. Þannig hefur sérhreingerningadeild BG leyst hratt og örugglega: þrif eftir bruna, iðnaðarhreingerningar, ræstingu skipa og flugvéla, hreinsun eftir myglusvepp og önnur flóknari verkefni. Sérhreingerningadeild BG býr meðal annars yfir þurrísbúnaði sem hentar einkar vel á staði sem ekki þola vatn.
Framtíðin
BG mun halda áfram að leggja mikla áherslu á umhverfismál enda eru þau eitt stærsta og flóknasta úrlausnarefni mannkyns á 21. öldinni. Öll fyrirtæki þurfa að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu eins og þau frekast geta. Stefnt er að því að draga verulega úr kolefnislosun frá starfsemi BG og notuð verða hreinsiefni sem eru skaðlaus umhverfinu og allra leiða leitað til að draga úr áhrifum frá starfseminni.
Í dag eru starfsmenn BG alls um 60 og er fyrirtækið eitt af leiðandi hreingerningar- og ræstingarfyrirtækjum landsins og heldur á hverjum degi hreinum tugum þúsunda fermetra hreinum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd