Bílakjarninn var stofnaður árið 2019 af Pétri Erni Sverrissyni og Sverri Gunnarssyni. Hugmyndin kviknaði af sameiginlegum áhuga þeirra á bílum og þeirri tilfinningu að bílakaup og -sala ættu ekki að vera flókin eða ópersónuleg. Frá fyrstu dögum hafa þeir lagt áherslu á hreinskilni, góð samskipti og að koma fram við fólk eins og þeir sjálfir vilja láta koma fram við sig – gildi sem enn einkenna fyrirtækið í dag.