Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. var stofnað þann 5. júlí 2007 en hóf formlega starfsemi þann 1. september 2007. Í stjórn félagsins eru: Adolf H. Berndsen, formaður, Hjörleifur Einarsson, Steindór R. Haraldsson, Sigríður Gestsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson.
Forsaga
Á vegum sveitarfélagsins Skagastrandar var frá því í apríl 2007 unnið að stofnun sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd í samstarfi við Hjörleif Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Í framhaldi af undirbúnings- og stefnumótunarvinnu stofnaði sveitarfélagið sjávarlíftæknisetrið Bio Pol ehf. sem hefur það verkefni að koma á fót rannsóknarsetri í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Stofnfé BioPol ehf. er 7.000.000 og hefur verið óbreytt frá stofnun. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur var ráðinn sem framkvæmdastjóri BioPol ehf og hefur hann starfað fyrir félagið frá því að starfsemi hófst. Á fyrstu misserum voru undirritaðir samstarfssamningar við Háskólann á Akureyri og Scottish Association for Marine Science SAMS, Hafrannsóknarstofnun, Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands.
Hlutverk og þjónusta
Kjarnastarfsemi setursins byggist á rannsóknum á lífríki Húnaflóa. Markmið rannsóknanna eiga m.a. beinast að möguleikum á nýtingu sjávarfangs sem ekki hefur haft skilgreind not eða eiginleikar ekki verið þekktir. Einnig rannsóknarstarfinu ætlað að beinst að umhverfisvöktun með sérstaka áherslu á að fylgjast með breytingum á lífríkinu, áhrifavöldum og afleiðingum.
Á vettvangi lífríkisrannsókna verði byggt upp samstarf við sambærilegar rannsóknarstofur bæði innan lands og utan. Horft verði til þess að innlendar rannsóknarstofur á þessu sviði myndi þekkingarklasa og jafnframt verði ræktað gott samstarf við erlendar rannsóknarstofur á borð við Scottish Association for Marine Science. Sérstaklega verði horft til þess að mynda samstarf milli rannsóknarstofa á sviði sjávarlíffræði og líftækni í Bretlandi og Noregi til þess að útbúa sameignlegar styrkumsóknir til Evrópusambandsins.
Með uppsetningu og skilgreiningu á varðveisluaðferðum og búnaði til varanlegrar og tryggrar gæslu lífsýna verði byggður upp lífsýnabanki fyrir sjávarlífverur í vistkerfi hafsins við Ísland.
Við rannsóknir á vettvangi sjávarlíftækni verði lögð áhersla á að kortleggja þau verðmæti sem þekkt eru ásamt því að leita nýrra verðmæta og leita nýsköpunar og nýrra möguleika til verðmætasköpunar úr sjávarfangi, t.d á vettvangi fæðubótaefna, snyrtivara, sem og íblöndunarvara fyrir matvæla- og fóðuriðnað.
Væntanlegur ávinningur og framtíðarsýn
Væntanlegur ávinningur með öflugum rekstri BioPol yrði margvíslegur. Þess er vænst að BioPol muni á næstu 5 árum ná að byggja upp nauðsynlega færni með því að hafa 5 til 7 sérfræðinga auk aðstoðarfólks og meistara- og doktorsnema þannig að fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði líftækni. Þá er þess vænst að niðurstöður verkefna setursins „leiti út á markað“ og að í framhaldinu myndist sprotafyrirtæki sem hefji framleiðslu á ýmsum vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Slík fyrirtæki yrðu ekki síst stofnuð á landsbyggðinni í nágrenni setursins.
Mannauður og starfsmannafjöldi
Í byrjun árs 2020 voru starfsmenn Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf. á Skagaströnd átta í 7,75 stöðugildum. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur, Dr. James Kennedy fiskifræðingur, Dr. Bettina Scholz þörungasérfræðingur, Dr. Magnús Örn Stefánsson stofnerfðafræðingur, Linda Kristjánsdóttir rannsóknamaður, Valtýr Sigurðsson líffræðingur, Karin Zech lífefnafræðingur og Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari. Einnig hafa háskólanemar frá hinum ýmsu háskólum tengst verkefnum setursins ýmist sem sumarstarfsmenn eða í gegnum einstaka verkefni sem tengst hafa námi viðkomandi. Sjö af átta núverandi starfsmönnum eru með háskólagráðu.
Aðsetur
Sjávarlíftæknisetrið BioPol efh. rekur stafsemi sína á tveimur stöðum á Skagaströnd. Félagið leigir aðstöðu fyrir skrifstofuhald að Einbúastíg 2 en rannsóknastofur félagsins eru staðsettar að Einbúastíg 1. Rannsóknastofurnar eru staðsettar í húsi sem áður hýstu frystihús Hólanes hf. sem starfaði um árabil á Skagaströnd. Félagið leigir aðstöðuna en hefur staðið straum af kostnaði við breytingar á innréttingum og kaupum á rannsóknartækjum. Rannsóknastofurnar voru teknar í notkun í byrjun árs 2010. Á haustmánuðum 2017 var tekið í notkun vottað vinnslurými, Vörusmiðja BioPol. Aðstaðan er sérsniðin að þörfum smáframleiðanda og frumkvöðla í matvælavinnslu. Slíkir aðilar hafa geta leigt Vörusmiðjuna til þess að stunda framleiðslu og auka þannig virði hráefna sinna.
Fjármögnun, rekstur og veltutölur
Frá upphafi hefur BioPol ehf. fjármagnað rekstur sinn með styrkjum úr opinberum samkeppnissjóðum ásamt því að vera á fjárlögum allt frá upphafi. Mikilvægustu sjóðirnir eru Verkefnasjóður sjávarútvegsins á samkeppnissviði og AVS sjóðurinn. Einnig hefur félagið tengst evrópuverkefnum m.a. í gegnum tengsl sín við SAMS í Skotlandi. Í kjölfar starfs NV-nefnda sem settar voru á fót árið 2008 og 2016 til þess að efla atvinnulíf á Norðurlandi vestra fékk BioPol ehf. kostun á fjórum stöðugildum. Einn starfsmaður er kostaður í gegnum Hafrannsóknastofnun, einn í gegnum Háskólann á Akureyri og staða framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra Vörusmiðju er kostuð af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Starfsemi og helstu samstarfsaðilar
Frá upphafi hefur starfsemi BioPol ehf. snúið að rannsóknum á lífríki sjávar. Félagið hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum í samstarfi rannsóknastofnanir á Íslandi og erlendis. Fyrst ber að nefna umfangsmiklar rannsóknir á hrognkelsum sem hafa staðið yfir allt frá stofnum félagsins. Hafa þær rannsóknir bæði snúið að líffræði tegundarinnar og nýjum nýtingarmöguleikum. Breytingar á útbreiðslu skötusels og fæðunám hans á nýjum búsvæðum hefur verið rannsakað. Gerð hefur verið úttekt á ástandi hörpudisks, og veiðanleika beitukóngs, í Húnaflóa. Framkvæmd hefur verið rannsókn á fæðunámi sela og jafnframt hefur starfsfólk BioPol ehf. tekið þátt í talningum á landsel og útsel. Félagið hefur jafnframt tengst verkefnum sem snúa að kræklingarækt. Fylgst hefur verið með fjölda og tegundum eitraðra svifþörunga í Miðfirði og fyrir utan Skagaströnd ásamt því að fylgjast með fjölda og stærð kræklingalirfa í sjó. Hjá BioPol ehf. er jafnframt búið að einangra 40 stofna af tegund smáþörunga sem eru meðal frumframleiðenda á fitusýrum í hafinu. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verið hægt að hagnýta lífverurnar til lýsisframleiðslu með sjálfbærum hætti. Einnig hefur verið byggt upp safn svifþörunga sem hafa verið nýttir til rannsókna með hagnýtinu í huga. Starfsfólk BioPol hefur einnig komið að rannsóknum á örplastmengun í hafi á undanförnum árum.
Helstu samstarfsaðilar BioPol ehf. í gegnum tíðina hafa verið: Háskólinn á Akureyri, Hafrannsóknarstofnun, Veiðimálastofnun, Tilraunastöð Háskóla Íslands í Meinafræðum að Keldum, Vör Sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð, Matís ohf., Landsamband smábátaeigenda, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skelrækt, Náttúrustofa Vestfjarða, SAMS í Skotlandi og Havstofan í Færeyjum. Einnig hafa flest verkefni félagsins verið unnin í mjög góðu samstarfi við sjómenn um land allt.
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. var stofnað þann 5. júlí 2007 en hóf formlega starfsemi þann 1. september 2007.
Forsaga
Sveitarfélagið Skagaströnd stofnaði sjávarlíftæknifyrirtækið BioPol í framhaldi af undirbúnings- og stefnumótunarvinnu sem unnin var í samstarfi við Hjörleif Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Stofnfé BioPol ehf. er 7.000.000 kr. og var sveitarfélagið eini hluthafinn. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur var ráðinn sem framkvæmdastjóri BioPol ehf. Á fyrstu misserum voru undirritaðir samstarfssamningar við Háskólann á Akureyri og Scottish Association for Marine Science SAMS sem hafa styrkt mjög fræðilegan grunn félagsins.
Markmið og stefna
Kjarnastarfsemi setursins byggist á rannsóknum á lífríki Húnaflóa. Markmið rannsóknanna eiga m.a. beinast að möguleikum á nýtingu sjávarfangs sem ekki hefur haft skilgreind not eða eiginleikar ekki verið þekktir. Einnig er rannsóknastarfinu ætlað að beinst að umhverfisvöktun með sérstaka áherslu á að fylgjast með breytingum á lífríkinu, áhrifavöldum og afleiðingum.
Við rannsóknir á vettvangi sjávarlíftækni verði lögð áhersla á að kortleggja þau verðmæti sem þekkt eru ásamt því að leita nýrra verðmæta, nýsköpunar og nýrra möguleika til verðmætasköpunar úr sjávarfangi.
Væntanlegur ávinningur og framtíðarsýn
Við stofnun félagsins var horft til þess að ávinningur með rekstri BioPol yrði margvíslegur. Þess er vænst að BioPol muni á næstu árum ná að byggja upp nauðsynlega þekkingu og færni til að fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og þróun á sviði líftækni. Þá er þess vænst að niðurstöður verkefna setursins „leiti út á markað“ og að í framhaldinu myndist sprotafyrirtæki í tengslum við setrið sem hefji framleiðslu á ýmsum vörum til neytenda eða til áframhaldandi vinnslu. Þannig er þess vænst að setrið leggi sitt af mörkum til að tryggja forystu Íslands á nýtingu verðmæta úr sjó og sjávarfangi.
Mannauður og starfsmannafjöldi
Í byrjun árs 2012 voru starfsmenn Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf. á Skagaströnd átta í 7,8 stöðugildum. Halldór Gunnar Ólafsson sjávarútvegsfræðingur, Jacob Kasper líffræðingur, Bjarni Jónasson M.Sc. í fiskeldisfræðum, Linda Kristjánsdóttir rannsóknamaður, Sarah Nebel líffræðingur, Bjarni Jónsson fiskifræðingur, Svana Lára Hauksdóttir umhverfisfræðingur og dr. Magnús Örn Stefánsson stofnerfðafræðingur. Einnig hafa háskólanemar frá hinum ýmsu háskólum tengst verkefnum setursins ýmist sem sumarstarfsmenn eða í gegnum einstaka verkefni sem tengst hafa námi viðkomandi. Sjö af átta núverandi starfsmönnum eru með háskólagráðu.
Í stjórn félagsins eru:
Aðsetur
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. rekur stafsemi sína á tveimur stöðum á Skagaströnd. Félagið leigir aðstöðu fyrir skrifstofuhald að Einbúastíg 2 en rannsóknastofur félagsins eru að Einbúastíg 1. Félagið leigir aðstöðuna en hefur staðið straum af kostnaði við breytingar á innréttingum og kaupum á rannsóknatækjum. Rannsóknastofurnar voru teknar í notkun í byrjun árs 2010 en áður hafði félagið notað aðstöðu hjá fiskmarkaðnum Örva ehf.
Fjármögnun, rekstur og veltutölur
Frá upphafi hefur BioPol ehf. fjármagnað rekstur sinn með styrkjum úr opinberum samkeppnissjóðum ásamt því að vera á fjárlögum allt frá upphafi. Mikilvægustu sjóðirnir eru Verkefnasjóður sjávarútvegsins á samkeppnissviði og AVS sjóðurinn. Einnig hefur félagið tengst Evrópuverkefnum, m.a. í gegnum tengsl sín við SAMS í Skotlandi.
Starfsemi og helstu samstarfsaðilar
Frá upphafi hefur starfsemi BioPol ehf. snúið að rannsóknum á lífríki sjávar. Félagið hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum í samstarfi rannsóknastofnanir á Íslandi og erlendis. Má þar nefna umfangsmiklar rannsóknir á hrognkelsum, rannsóknir á útbreiðslu skötusels og fæðunám hans á nýjum búsvæðum, úttekt á ástandi hörpudisks og veiðanleika beitukóngs í Húnaflóa. Einnig hafa verið framkvæmdar rannsóknir á fæðunámi sela og jafnframt hefur starfsfólk BioPol ehf. tekið þátt í talningum á landsel og útsel. Félagið hefur jafnframt tengst verkefnum sem snúa að kræklingarækt. Fylgst hefur verið með fjölda og tegundum eitraðra svifþörunga í Miðfirði og fyrir utan Skagaströnd ásamt því að fylgjast með fjölda og stærð kræklingalirfa í sjó. Einnig hefur félagið skoðað nýtingarmöguleika skjótvirkra aðferða við mælingar á þörungaeitri. Unnið er að verkefni sem snýr að rannsókn á bandormssýkingu í ufsa á Íslandsmiðum og jafnframt verkefni sem á að rannsaka hugsanleg áhrif dragnótar á lífríki á og við sjávarbotn. Hjá BioPol ehf. er jafnframt búið að einangra 40 stofna af tegund smáþörunga sem eru meðal frumframleiðenda á fitusýrum í hafinu. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verið hægt að hagnýta lífverurnar til lýsisframleiðslu með sjálfbærum hætti.
Helstu samstarfsaðilar BioPol ehf. hafa verið:
Einnig hafa flest verkefni félagsins verið unnin í mjög góðu samstarfi við sjómenn um land allt.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd