Blikk- og tækniþjónustan var stofnuð í desember árið 1991 á Akureyri af Sveini Björnssyni. Fyrirtækið hefur alla tíð verið til húsa í Kaldbaksgötu 2. Fyrstu árin störfuðu 5 – 7 manns hjá fyrirtækinu en í gegnum tíðina hefur það stækkað jafnt og þétt og í dag starfa þar tæplega 20 manns. Þar af eru sex með meistararéttindi í blikksmíði, sex með sveinsbréf í blikksmíði og tveir með sveinsbréf í öðrum iðngreinum. Fyrirtækið er einnig með löggildan hönnuð í lagna- og loftræsikerfum. Fyrirtækið er með úttekið og viðurkennt gæðakerfi.
Eigendur
Fyrirtækið skipti um eigendur í marsmánuði árið 2018 og í dag er það í eigu Helga Heiðars Jóhannessonar og Jónasar Freys Sigurbjörnssonar. Helgi Heiðar er framkvæmdastjóri og Jónas Freyr sér um verkefnastjórnun stærri verka og þjónustu loftræsikerfa.
Starfsemin
Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og tæknilegum lausnum er snýr að loftræsingu og getur þannig þjónustað kúnnan frá byrjun verks til enda þess. Boðið er upp á ráðgjöf, hönnun og teikningu, smíðar, uppsetningar og þjónustu loftræsikerfa. Að auki tekur fyrirtækið að sér alla hefðbundna blikksmíði, klæðningar, vatnskassaviðgerðir, flasningar, reykrör og þakrennur.Fyrirtækið hefur á að skipa þaulvönum blikksmiðum sem hæfa hverju verkefni fyrir sig.
Aðsetur og tækjabúnaður
Blikk- og tækniþjónustan er í dag í 620 fm húsnæði sem er löngu sprungið fyrir þann rekstur og stendur það til bóta. Fyrirtækið er vel búið að ýmsum vinnsluvélum. Þar má helst nefna 3 tölvustýrðar beygjuvélar, handbeygjuvél, valsa, rilluvélar, suðuvélar, tölvustýrðar klippur, rúlluvél sem getur smíðað kantaða stokka með styrktarbrotum, samsetningarvél fyrir stokka, tölvustýrða skurðarvél, tíu bíla af ýmsum stærðum og allskonar handverkfæri. Einnig eru til ýmiss konar mælitæki til stillingar á loftræsikerfum og til bilunarleitar.
Verkefnin
Helstu verkefni eru uppsetningar loftræsikerfa og almenn blikksmíði.
Stærstu loftræsiverkefni síðustu ára eru Naustaskóli á Akureyri, H&M Glerártorgi , Kids Cool
shop Glerártorgi, Verksmiðjan Glerártorgi og verslunarmiðstöðin Norðurtorg á Akureyri ásamt fjölda minni kerfa. Markaðssvæði Blikk- og tækniþjónustunnar er nánast um allt land, en þó mest frá Höfn í Hornafirði að Blönduós, en megnið af verkum fyrirtæksins er á Akureyri. Einnig höfum við unnið verk í Rússlandi og Færeyjum við klæðningu lagna á síðustu árum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd