Blikkrás ehf.

2022

Blikkrás ehf. er stofnuð á Akureyri 1986 og hefur aðsetur þar. Blikkrás varð 35 ára 2. janúar 202. Blikkrás er einkahlutafélag í eigu Odds Helga Halldórssonar og fjölskyldu hans. Blikkrás er í leiguhúsnæði að Óseyri 16, sem er um 788 fm. Húsnæðið er í eigu Fimmunnar fasteignafélags ehf. sem er í eigu sömu eigenda. Hjá Blikkrás starfa núna 13 manns.
Framkvæmdastjóri er Oddur Helgi Halldórsson.

Starfsemin
Blikkrás ehf. hefur mikla reynslu í allri blikksmíðavinnu, hvort sem er loftræstikerfi, klæðningar, þjónusta eða almenn blikksmíði. Við höfum mikla reynslu í vinnu út um allt land, þó svo að Akureyri sé okkar höfuðvígi. Vélakostur er mjög góður og helstu vélar nýlegar, því mikið hefur verið endurnýjað undanfarin ár. Einnig erum við með vél sem býr til spíralrör, sem sparar mjög mikinn flutningskostnað frá Reykjavík. Blikkrás sinnir þjónustu og smíði fyrir fjöldan allan af byggingafyrirtækjum og einstaklinga. Töluvert stór hluti verkefna er „gangandi umferð”. Ekkert verkefni er of lítið, eða of stórt fyrir okkur.

Aðstaða og búnaður
Eigið húsnæði, 788 fm. Þar af 560 fm vinnslusalur. Um 220 fm er á tveimur hæðum. Á efri hæð er skrifstofa og rúmgóð starfsmannaaðstaða. Neðri hæð er með lofthæð um 3 m og er smíðasalur. Aðrir hlutar hússins eru með lofthæð frá 6-7 metrum. Í einum hluta hússins er hlaupaköttur 4 tonn. Allar helstu vélar, m.a spíralröravél, tölvustýrð plasmaskurðarvél, 3 tölvustýrðar beygjuvélar, og tölvustýrðar klippur, lásavél, suðuvélar, vinnupallar. Öll almenn verkfæri. Stór flutningabíll með lyftu, 3 pallbílar, 5 lokaðir sendibílar. Fullkomin tækjabúnaður til loftmagnsstillinga, lofthraði, þrýstingur, magn, rakastig, hljóðmælir.

Viðurkenningar
Blikkrás hlaut jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar árið 2001
Viðurkenningu LAFÍ fyrir lofsamlegt lagnaverk árið 2003 fyrir Amtbókasafnið á Akureyri Viðurkenningu LAFÍ fyrir lofsamlegt lagnaverk árið 2012 fyrir Menningarhúsið HOF

Helstu verkefni undanfarinna ára
PCC Bakki silicon – Loftræsting, klæðningar, uppsetning stálvirkis, kælikerfi, viðhald, endurnýjun, aðlögun. TDK Becromal aflþynnuverksmiðja – Loftræsting, klæðning lagna og tanka, viðhald.
Deplar lúxushótel, Fljótum – Loftræsting, klæðningar. Menningarhúsið Hof – Loftræsting.
Listasafnið á Akureyri – Loftræsting. Landsvirkjun, Krafla, Bjarnarflag – Loftræstingar og klæðningar. Háskólinn á Akureyri – Loftræsting. Icelandair hotels Akureyri – Loftræstingar.

Úr gæðastefnu fyrirtækisins
Að vera arðbært fyrirtæki þar sem skipulag, fagmennska og snyrtimennska er í fyrirrúmi.
Öll aðstaða utandyra sem innan skal vera hrein og snyrtileg.
Að starfsmönnunum líði vel í vinnunni – Að vera fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem jafnrétti til launa og atvinnu er í öndvegi, óháð kyni, litarhafti, trúarskoðun eða þjóðerni.

2012

Blikkrás, kt. 620187-2329, er stofnuð á Akureyri 1986 og hefur aðsetur þar. Blikkrás varð 25 ára 2. janúar 2011. Blikkrás er einkahlutafélag í eigu Odds Helga Halldórssonar og fjölskyldu hans. Blikkrás er í eigin húsnæði að Óseyri 16 sem er um 660m².

Blikkrás hefur mikla reynslu í allri blikksmíðavinnu, hvort sem er loftræstikerfi, klæðningar, þjónusta eða almenn blikksmíði. Blikkrás hefur einnig mikla reynslu í vinnu úti um allt land þó svo að Akureyri sé höfuðvígi fyrirtækisins. Vélakostur er mjög góður og flestar vélar nýlegar, því mikið hefur verið endurnýjað undanfarin ár. Þess má geta að Blikkrás er með tölvustýrða plasmaskurðarvél, sem gerir fyrirtækið mjög samkeppnisfært í loftræstifittings og klæðningum; einnig vél sem býr til spíralrör en eins sparar mjög mikinn flutningskostnað frá Reykjavík.

Blikkrás hefur tekið í notkun að hluta gæðakerfi Samtaka iðnaðarins. Blikkrás hlaut jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar árið 2001, og viðurkenningu LAFÍ fyrir lofsamlegt lagnaverk árið 2003.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Oddur Helgi Halldórsson. Hjá Blikkrás starfa núna 15 manns.

Aðstaða og búnaður
Eigið húsnæði, 450m² vinnslusalur, auk skrifstofu, kaffistofu og starfsmannaaðstöðu. Allar helstu vélar, m.a spíralröravél, tölvustýrð plasmaskurðarvél, tölvustýrð beygjuvél og tölvustýrðar klippur, vinnulyftur 8 m og 10 m, 2 pallbílar, lokaður sendill, þjónustubifreið, öll almenn verkfæri. Fullkominn tækjabúnaður til loftmagnsstillinga, lofthraði, þrýstingur, magn, rakastig, hljóðmælir.

Helstu verkefni
Helstu verkefni eru tengd loftræstingum og klæðningum. Við bæði smíðum og setjum upp loftræstikerfi. Einnig höfum við mikla reynslu í viðhaldi og þjónustu á loftræstikerfum. Við gerum viðhaldssamninga og handbækur fyrir loftræstikerfi. Öll almenn blikksmíði og þjónusta í kringum það er mikill hluti okkar starfsemi. Það er nánast óþrjótandi hvað við tökum að okkur. Við vinnum mikið fyrir stóreldhús. Er það fyrst og fremst smíði á borðum, borðplötum, útsogsháfum og fleiru sem tengist því. Fjölbreytni er mikil og framleiðum við til dæmis skóhorn með löngu haldi úr ryðfríu stáli sem við teljum þau bestu á markaðnum. Mjög sterk og meðfærileg. Við smíðum tertuföt, bakaraofnsplötur, jólaskraut og nánast allt sem fólki dettur í hug að koma með til okkar.

Stærstu verkefni okkar undanfarin ár hafa verið:

  • Becromal aflþynnuverksmiðja
    loftræsting, klæðning lagna og tanka
  • Menningarhúsið Hof
    loftræsting

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd