Hjónin Þorvaldur Harðarson og Guðný Helga Helgadóttir stofnuðu fyrirtækið Boðleið í október árið 2001 með það að leiðarljósi að bjóða fyrirtækjum alla almenna tækniþjónustu, vönduð vörumerki og hátt þjónustustig. Starfssemin hófst á lítilli skrifstofu í Ármúla 38 þar sem Radíóbær var áður til húsa.
Sagan
Í byrjun var starfssemi félagsins sala á ISDN símkerfum frá NEC og Panasonic ásamt allri almennri tækniþjónustu við fyrirtæki eins og tölvulagnir, uppsetning á tölvuskápum ásamt tengingum við internet. Með tímanum var markmiðið að bæta jafnóðum við nýjum þjónustum og vera leiðandi fyrirtæki á þessum markaði með fókus á lítil og miðlungs stór fyrirtæki ásamt hótelum.
Í lok árs 2001 voru 2 starfsmenn starfandi en voru orðnir 4 í lok árs 2002. Fyrsti viðskiptavinur Boðleiðar var Grand hótel Reykjavík sem er enn einn af tryggustu viðskiptavinum fyrirtækisins.
Starfssemi Boðleiðar þróaðist hægt og bítandi áfram næstu árin en tók miklum breytingum með samning við fyrirtækið 3CX árið 2010 en 3CX er eitt af þekktustu merkjum í hugbúnaðar- símkerfum á markaðnum í dag. Boðleið byrjaði þar með að leigja út aðgang að 3CX símkerfi til fyrirtækja og sá um hýsingu á símkerfinu. Þetta gerði alla innleiðingu mun einfaldari fyrir viðskiptavini Boðleiðar og einn helsti kosturinn var sá að starfsmenn fyrirtækja voru nú orðnir algerlega óháðir staðsetningu þar sem hægt var að eiga samskipti í gegnum fastlínunúmer gegnum tölvu, farsíma eða borðsíma hvar sem var.
Árið 2016 þegar komin var góð reynsla á útleigu 3CX opnaðist möguleiki á að bjóða hagstæðari, einfaldari og gegnsærri verðskrá en áður, viðskiptavinum til hagsbóta.
Árið 2019 var ímynd og ásýnd fyrirtækisins uppfærð með nýju logoi og heimsasíðu.
Í lok árs 2020 voru fyrirtæki sem nýta sér lausnaframboð og þjónustu Boðleiðar um eitt þúsund talsins og þar af eru um 300 fyrirtæki sem nýta sér leigu á 3CX hugbúnaðar-símkerfi í hýsingu ásamt fleiri þjónustum.
Aðsetur og starfsmenn
Í dag eru skrifstofur Boðleiðar staðsettar í Akralind 8 í Kópavogi og fjöldi starfsmanna er orðinn 10 manns. Áætlanir gera ráð fyrir frekari fjölgun starfsmanna þar sem starfssemi fyrirtækisins vex ár frá ári.
Samstarf og samvinna
Boðleið leitast við að vinna með viðskiptavinum til að finna réttu lausnirnar fyrir hvern og einn viðskiptavin. Boðleið lítur á samstarf og samvinnu með viðskiptavinum sem einstaklega mikilvægan part í að þróa og gera betur í þjónustu og lausnum til framtíðar.
Í dag má segja að upphafleg markmið fyrirtækisis hafi náðst þar sem fyrirtækið býður heildarlausn fyrir fyrirtæki eins og bókhaldskerfi, samskiptakerfi, tölvubúnað, símabúnað, crm viðskiptahugbúnað, fjarfundarbúnað, afritunartöku, símanúmer, internettengingar séraðlaganir og samþættingar á kerfum ásamt því sem skiptir okkar viðskiptavini mestu máli er að öll þjónusta er á einum stað. Í raun má segja að það eina sem viðskiptavinur Boðleiðar þarf að útvega er húsnæði og húsgögn, Boðleið sér um rest.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd