Bólstursmiðjan slf. var stofnuð árið 2010 af Sigurjóni Kristensen, húsgagnabólstrara og er hann einn eigandi fyrirtækisins. Fyrirtækið var upprunalega til húsa við Hamraborg í Kópavogi en árið 2012 flutti fyrirtækið í Síðumúla 33, Reykjavík, þar sem það er enn til húsa.
Árið 2014 tekur Sigurjón einnig við Leðurverkstæði Reykjavík ehf. sem áður hét Leðurverkstæði Víðimel 35 og var starfrækt í tugi ára og vel þekkt fyrir skólatöskur, axlabönd, belti o.fl. og er enn í framleiðslu á þessum vörum í dag. Leðurverkstæði Reykjavíkur er starfrækt í sama húsnæði og Bólstursmiðjan.
Sagan
Sigurjón hóf nám við iðnina árið 1985 hjá Sveini Halldórssyni, húsgagnabólstrara og hefur því rúmlega 30 ára reynslu í faginu. Á þessum árum vann Sigurjón við bólstrun antíkhúsgagna, bíla, báta, flugvéla innréttingar og teppalögn, almenna endurbólstrun og nýsmíði. Sigurjón starfaði við framleiðslu húsgagna hjá Öndvegi og G.Á. húsgögnum. Eftir langt samstarf með hönnuðum hóf hann eigin rekstur Bólstursmiðjunnar slf. og leggur fyrirtækið áherslu á bólstrun á nýsmíði í húsgagnaiðnaði, mætti nefna samstarf við Sýrusson ehf. Erlu Sólveigu, Þorstein Mána og Maríu í Frumkvöðlasetri Borganess o.fl. Árið 2013 tók hann þátt í nýsmíði á stólnum HÓFURINN, stóll og skammel (sjá sögu stólsins á www.hofurinn.is) sem er hannaður af Jóhanni Ingimarssyni (Nóa) árið 1970. Nói framleiddi eingöngu einn stól en 2013 gerðu Þorsteinn Máni og María mót af grindinni úr trefjaplasti og sá Bólstursmiðjan um bólstrun á þessum einstaka stól. Í dag er eingöngu til 3 fullgerð eintök af stólnum.
Mannauður
Starfsmenn Bólstursmiðjunar eru þrír talsins en ásamt Sigurjóni starfa þeir Már Halldórsson og Páll Valsson hjá fyrirtækinu. Már Halldórsson er menntaður smiður en Páll Valsson er menntaður húsgagnabólstrari
Sérstaða
Bólstursmiðjan slf. sérhæfir sig í almennri bólstrun frá grunni en einnig viðgerð og endur-bólstrun húsgagna.
Leðurverkstæði Reykjavík ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á töskum, beltum, axlaböndum o.fl.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd