Árið 2005 stofnuðu Emil Ólafsson og Ragnar Antonsson fyrirtækið Bræður ehf. á Vopnafirði. Í upphafi voru starfsmenn 5 og unnu við að landa úr skipum HB Granda, sem í dag heitir Brim, loðnu, síld og kolmunna ásamt bolfiski úr togaranum Brettingi NS-50. Þá sá fyrirtækið einnig um útskipun á mjöli og lýsi auk þess að sjá um smíði vörubretta fyrir HB Granda í samstarfi við Brettasmiðjuna í Hafnarfirði.
Starfsemin
Árið 2006 hóf fyrirtækið að salta grásleppuhrogn fyrir trillusjómenn frá Vopnafirði og nágrenni, og var það gert á svokölluðu Ásplani en 2012 flutti sú starfsemi í frystihús HB Granda þar sem gert var að gráselppunni en hrognin áfram söltuð á Ásplani árin 2012 og 2013. Á árunum 2014-2018 sá fyrirtækið alfarið um aðgerð og söltun á grásleppu í húsnæði HB Granda.
Skipin
Árið 2015 léttist löndunarvinnan nokkuð þegar skipin Venus NS-150 og Víkingur AK-100 voru keypt ný til HB Granda frá Tyrklandi og farið var að vacum-landa, voru þá eldri skip seld en áður hafi fyrirtækið selt togarann Bretting.
Mannauður
Árið 2019 hóf HB Grandi að nýta sitt starfsfólk við grásleppuvinnsluna en Bræður ehf. sjá áfram um löndun á grásleppunni auk þess að sjá um sekkjun á mjöli frá fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins, sem er að miklu leyti tilfallandi skorpuvinna.
Þegar mest var unnu ellefu manns hjá fyrirtækinu en loðnubrestur tvö ár í röð hefur gert það að verkum að dregið hefur verulega úr starfsemi fyrirtækisins og í dag er enginn fastráðinn starfsmaður hjá Bræðrum ehf. En þó ekki sé um fasta atvinnu að ræða nú um stundir hefur mikið til verið sami mannskapur að vinna hjá fyrirtækinu frá upphafi.
© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd
Notifications