Brunavarnir Suðurnesja

2022

Tilgangur
Brunavarnir Suðurnesja BS rekur öflugt björgunarlið sem sinnir margþættu hlutverki gagnavart almenningi,fyrirtækjum og stofnunum á starfssvæði sínu. Tilgangur er að annast lögbundin og samningsbundin verkefni. Felst það einkum í að vinna að forvörnum, eftirliti og veita fyrstu viðbrögð til að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir.

Mannafli
Hjá BS starfa 56 starfsmenn. Starf slökkviliðs og sjúkraflutningamanna krefst markvissar og fjölbreyttrar þjálfunar með öflugum tækjabúnaði. Starfsmenn sem ganga vaktir eru 24 og sinna jöfnum höndum þeim verkefnum sem upp koma, s.s. sjúkraflutningum brunaútköllum, mengunaróhöppum o.s.frv. Á skrifstofu starfa 8 starfsmenn í 7 stöðugildum, þá eru 19 hlutastarfandi starfsmenn og 6 starfsmenn sem ganga skipulagðar vaktir á sjúkrabíl í Grindavík. Í Vogum er rekin útkallseining með 7 hlutastarfandi slökkviliðsmönnum þar er staðsettur einn slökkviliðsbíll með tilheyrandi búnaði.

Verkefni
Á liðnu ári voru 220 útköll af ýmsu tagi allt frá litlum sinubrunum í stærri elda, á árinu var öðrum slökkviliðum veitt aðstoð vegna bruna.
Alltaf er eitthvað um útköll vegna eitur og spilliefna, viðbrögð vegna slíkra útkalla kalla á mjög sérhæfðan búnað og vel þjálfaða starfsmenn til að koma í veg fyrir að fólki eða umhverfi stafi hætta af.
Björgun fólks úr bílflökum eða öðrum þeim aðstæðum þar sem beita þarf öflugum tækjabúnaði til að losa fólk krefst sérstakrar þjálfunar og sérhæfs búnaðar.
Sjúkraflutningar eru viðamikið verkefni sem byggir á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, og hefur B.S sinnt þeim frá 1988. Á árinu var gengið frá samningi við SÍ um að B.S sinni sjúkraflutningum í Grindavík. Í dag sinna BS sjúkraflutningum á Suðurnesjum öllum. Á árinu var farið í 2976 sjúkraflutninga.
Eldvarnareftirlit veitir íbúum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um öryggi gegn eldsvoðum ásamt því að sinna lögboðinni eftrilitsskyldu.

Sagan
Brunavarnir Suðurnesja var stofnað 27. maí 2015 með heimild í 94. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Brunavarnir Suðurnesja BS, á sér langa sögu sem nær aftur til 15. apríl 1913 en þá var slökkvilið Keflavíkur stofnað. Árið 1974 sameinuðust Keflavík, Njarðvík, Garður, Vogar og Hafnir um að reka slökkvilið í þessum sveitarfélögum og voru Brunavarnir Suðurnesja stofnað sem samvinnufélag til þess að sinna lögboðnum verkefnum slökkviliða þess tíma. Önnur tímamót urðu 27. maí 2015 en þá var rekstrarforminu breytt í byggðasamlag og Sandgerðisbær gekk til liðs við þau sveitarfélög sem voru eigendur B.S en áður hafði verið í gildi samningur frá árinu 2012 milli B.S og Sandgerðisbæjar um rekstur slökkviliðs Sandgerðis. Í dag eru þrjú sveitarfélög, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar eigendur Brunavarna Suðurnesja BS. www.bs.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd