Búvís ehf.

2022

Búvís var stofnað 2006  en í um það bil 2 ár áður höfðu eigendur þess verið að flytja inn og selja vörur til bænda undir nafninu Lambás sem er fyrirtæki sem Gunnar Guðmundarson í Sveinungsvík í Þistilfirði var með fyrir sinn búrekstur, en ásamt honum er Einar bróðir hans eigandi Búvís.

Starfsemin
Þjónusta við bændur hefur frá upphafi verið meginstoð félagsins sem hefur sérhæft sig  í sölu og þjónustu búvéla sem og sölu á ýmis konar rekstaravöru svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti.
Búvís fékk strax frábærar viðtökur frá viðskiptavinum sem kunnu vel að meta vörulínu félagsins, hagstæð verð og framúrskarandi þjónustu sem félagið veitti þrátt fyrir litla yfirbyggingu þess. Færa má sterk rök fyrir því að innkoma Búvís inn á áburðarmarkaðinn hafi verið til mikilla hagsbóta fyrir bændur en með tilkomu þess sáu þeir þennan stóra kostnaðarlið sinn snarlækka. Þessari verðstefnu hefur Búvís fylgt æ síðan.

Aðsetur
Fyrstu árin var Búvís til húsa í bílskúr Einars og að heimili Gunnars í Sveinungsvík í Þistilfirði en árið 2012 var ráðist í byggingu 878 fermetra húsnæðis að Grímseyjargötu 1 á Akureyri þar sem félagið er enn til húsa. Með nýju húsnæði varð félagið sýnilegra en áður og um leið var vörulína félagsins enn breikkuð. Í dag má segja að í Búvís finni bændur nánast allt sem þarf til góðs búrekstrar. Hjá félaginu starfa nú 6 manns en auk þeirra heldur félagið út þéttu 25 manna umboðsmannaneti um allt land. Í sumar mun Búvís byggja enn stærra húsnæði í takti við aukin umsvif og mun það rísa á næstu lóð við hlið núverandi húsnæðis.

Viðurkenningar
Búvís hefur í mörg ár verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndafyrirtæki og árið 2018 fékk félagið Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Vörur
Helstu vörur sem félagið býður upp á eru Rauch áburðardreifarar, Plamse malar-korn-rúllu-vélaflutningavagnar, Samasz heyvinnuvélar og vetrarvörur, rúlluplast frá Rani, Aspla og Barbier, rúllunet frá TAMA og Total cover, Búvís áburð, MAJOR haugsugur, Metal-Fach  taðvagna og ýmsar vörur við ámoksturstæki, Tianil dráttarvéladekk og Kranzle háþrýstidælur.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd