Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.
Starfsemin
Starfsemi Byggðasafns Árnesinga var óvenjuleg að mörgu leyti árið 2020. COVID-19 faraldur-inn setti strik í aðsóknarfjölda miðað við undanfarin ár og starfsemin raskaðist á ýmsan hátt. En þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á innra starfi safnsins, við söfnin var unnið að verkefnum samkvæmt stofnskrám og öðrum samþykktum. Unnið var að söfnun, skráningu, varðveislu og miðlun.
Grunnsýningar
Grunnsýningar safnsins eru í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum, Kirkjubæ og Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Þrjár sýningar voru settar upp á árinu í borðstofu Hússins. Sumarsýningin var Fröken Lunn kemur í heimsókn. Á þorra var boðið upp á leikskólasýningu um vinnslu mjólkur. Jólasýning var að vanda sett upp í upphafi aðventu en ýmsum viðburðum jóladagskrár var streymt. Kirkjubær var opinn um leið og Húsið. Byggðasafn Árnesinga hafði umsjón með starfsemi Rjómabúsins á Baugsstöðum. Bæjarhátíðir sem haldnar eru árlega féllu niður.
Innra starf
Hjá safninu fer fram öflugt innra starf. Við safnið fer fram stöðug söfnun á munum með varðveislugildi og sögu tengdu héraðinu. Er það í samræmi við hlutverk safnsins samkvæmt stofnskrá. Safnað er eftir söfnunarstefnu. Safmnunir eru skráðir í gagnagrunninn Sarp sem sýnilegur er á www.sarpur.is. Við safnið fer jafnframt fram forvarsla, rannsóknir, ráðgjöf, upplýsingagjöf, umsýsla í geymslum, undirbúningur og gerð sýninga, frágangur sýninga og útlán. Á árinu 2020 var átak gert í myndvæðingu gripa í Sarpi.
Búðarstígur 22 var keyptur af Byggðasafni Árnesinga árið 2019 til að hýsa allt innra starf safnsins. Á árinu var unnið að viðgerðum á húsinu og gengu þær vel. Skemma byggingarinnar var tekin í notkun fyrir grófgripi safnsins. Stefnt er að verklokum um mitt ár 2021. Öðru hefðbundu viðhaldi á húsakynnum safnsins var sinnt.
Eigendur og stjórnendur
Byggðasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem er byggðasamlag allra átta sveitarfélaganna í Árnessýslu og er Sveitarfélagið Árborg þeirra fjölmennast með um 10 þúsund íbúa. Stjórn safnsins er skipuð Árna Eiríkssyni oddvita Flóahrepps, Eggerti Val Guðmundssyni bæjarfulltrúa í Árborg og Bryndísi Eir Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúa í Hveragerði. Safnstjóri er Lýður Pálsson sagnfræðingur. Þrjú stöðugildi voru við safnið á ársvísu. Á vettvangi stjórnar safnsins var starfsemi safnsins til umræðu og voru húsnæðismálin fyrirferðarmikil auk þess sem sérstök bygginganefnd vegna framkvæmda var starfandi.
Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.
Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.
Byggðasafn Árnesinga
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina