Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. var stofnað af þeim Gylfa Ómari Héðinssyni, múrara-meistara og Gunnari Þorlákssyni, húsasmíðameistara árið 1984.
Verkefnin
Vegna takmarkaðs framboð á lóðum á fyrstu árum fyrirtækisins tóku þeir félagar þá ákvörðun að fjárfesta sjálfir í landi undir byggingar og sjá um skipulag og alla framkvæmd sem þróaðist með árunum í að sjá einnig um alla jarðvegsvinnu og gatnagerð í samvinnu við önnur fyrirtæki og sveitarfélög. Einnig voru gerðar landfyllingar eins og í Sjálandshverfi í Garðabæ þar sem voru byggðar 400 íbúðir og í Naustavörinni á Kársnesinu í Kópavogi sem er enn í uppbyggingu. Búið er að byggja og afhenda í desember 2020 tæplega 300 íbúðir og er svæðið ennþá í uppbyggingu og á næstu árum verða byggðar í Naustavörinni vel á annað hundrað íbúðir til viðbótar. Uppbyggingu í Sjálandshverfinu í Garðarbæ lauk 2019 með afhendingu á 42 íbúða fjölbýlishúsi við Strikið 1a, b og c.
Uppsteypu á íbúðarhúsum í Lundinum í Kópavogi er lokið og voru síðustu íbúðir afhentar til eigenda í árslok 2020, raðhús, parhús og fjölbýlishús. Lundarhverfið samanstendur af um 400 íbúðareiningum
Gylfi og Gunnar áttu frumkvæðið að byggingu Smáralindar verslunarmiðstöðvar sem er 62.500 fm og var opnuð 2001. Hefur nú verið lokið við byggingu Norðurturnsins við Smáralind sem er 15 hæða skrifstofubygging sem er 18.172 fm og lauk frágangi byggingarinnar á vegum BYGG 2018.
BYGG festi kaup á landi í Hlíðahverfi í Keflavík /Reykjanesbæ þar sem skipulögð er íbúðarbyggð. Fyrsta skóflustungan var tekin 1. apríl 2017 og voru byggðar í fyrsta áfanga 48 blokkaríbúðir, 16 íbúðir í parhúsum, 7 íbúðir í raðhúsum og 15 einbýlishús samtals 86 íbúða einingar. BYGG sá um allar jarðvinnu og gatnagerð og uppbyggingu húsa og er nú þegar búið að fullklára í þennan fyrsta áfanga. Næsti áfangi er kominn í gang og er reiknað með um 400 íbúðum 55-150 fm.
BYGG er með í uppbyggingu 8 fjórbýlishús við Stuðlaskarð 1-15 í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði samtals 32 íbúðareiningar og lýkur uppsteypu á þeim húsum í lok 2020. BYGG fékk úthlutað þremur lóðum í Hamarsneshverfi í Hafnarfirði og hefst jarðvinna þar fljótlega en þar eiga að rísa á vegum Bygg 75 íbúðir, einnig hefur félagið fengið úthlutað 65 íbúða þróunarreit Hamraneshverfi.
BYGG festi kaup á byggingarlandi í Setbergslandi í Garðarbæ þar sem áætlað er að risið geti allt að 2500 íbúða byggð en það land er í deiliskipulagsferli og verður líklega ekki byggingarhæft fyrr en 2025.
BYGG tók að sér gerð gerfigrasvallar við Reykjaneshöllina í Reykjanesbæ og gekk það verk vel.
Núna hefur Byggingarfélag Gylfa og Gunnars á þessum 36 árum byggt 2.928 íbúðir samtals 361.163 fm og 24 atvinnuhúsnæði samtals 90.258 fm og er hluti af þessu atvinnuhúsnæði í eigu Bygg og í útleigu til fjölbreyttrar starfsemi.
Mannauður
Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins leggja sig fram við að sýna mikinn metnað og vandvirkni í öllum sínum verkum með traustum og öruggum vinnubrögðum og hefur félagið fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir hönnun húsa og frágang lóða. BYGG er með höfuðstöðvar að Borgartúni 31 og starfa hjá fyrirtækinu um 180 manns dreift um vinnusvæðin.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd