Byko ehf.

2022

Saga BYKO
Árið 1962 opnuðu Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason 135 fm byggingavöru-verslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Þar með var grunnurinn lagður að BYKO.
Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun. Þó Guðmundur og Hjalti hafi verið framsýnir hefði þá trúlega aldrei rennt grun í hvernig byggingavöruverslunin 135 fm ætti eftir að vaxa og dafna á næstu áratugum. Í dag er starfsemin rekin í 55.000 fm. Frá fyrsta degi hefur stefna BYKO snúist um viðskiptavininn, þ.e. að veita fagmönnum og húsbyggjendum framúrskarandi þjónustu. Gera betur en aðrir á þessum markaði. BYKO hefur þá má segja verið leiðandi byggingavöruverslun á íslenskum byggingavörumarkaði í 58 ár.

Uppbygging BYKO
Eins og fram hefur komið hófst starfsemi BYKO 13.6 1962 í 135m2 húsnæði. Árið 1972 var verslunin flutt að Nýbýlavegi 6 og varð hún strax leiðandi verslun í byggingavörum þar sem seldar voru allar helstu byggingavörurnar á einum stað. Árið 1980 var stórt athafnarsvæði fyrir timbursölu tekið í notkun við Skemmuveg í Kópavogi þar sem nú er Timburverslun BYKO í Breiddinni og árið 1988 flutti verslunin síðan af Nýbýlaveginum í nýtt og rúmbetra húsnæði í Breiddinni. Verslunum fjölgaði hratt en í Hafnarfirði var opnuð BYKO verslun árið 1984. Önnur verslun var opnuð við Hringbraut í Reykjavík árið 1991. Árið 1995 urðu þau tímamót að aðalskrifstofa BYKO flutti af Nýbýlaveginum inn í Breidd, þar sem hún er staðsett enn þann dag í dag. Áfram hélt fyrirtækið að vaxa. Árið 1996 keypti BYKO rekstur verslunarinnar Járn og Skip í Keflavík og hefur síðan rekið þar verslun undir nafninu BYKO Suðurnes. Árið 1997 keypti BYKO svo rekstur verslunarinnar Metró að Furuvöllum á Akureyri. Þar var rekin timbursala, lagnadeild og leigumarkaður en ný smásöluverslun var opnuð í nóvember árið 2000 sem stendur við Óðinsnes og sameinaðist þar bæði timbursalan og verslunin undir einu þaki. Ný og endurbætt verslun í Breidd var opnuð í September árið 2002 og var stærsta verslun sinnar tegundar á Íslandi. Í apríl árið 2003 var ný verslun BYKO opnuð á Reyðarfirði og sama ár í júlí opnaði BYKO verslun á Akranesi sem áður var verslun trésmiðjunnar Akurs. Árið 2004 opnaði BYKO glæsilega verslun á Selfossi. BYKO opnaði síðan verslun í Kauptúni Garðabæ árið 2007 en henni var lokað aftur árið 2011 í kjölfar efnahagsþrenginga á Íslandi og samdráttar í byggingariðnaði. Árið 2008 opnaði BYKO síðan á Grandanum í Reykjavík og er sú verslun sérstaklega hönnuð með sitt markaðssvæði í huga til þess að þjóna fyrst og fremst viðhaldsmarkaði. Árið 2016 var ákvörðun tekin um að loka verslun BYKO á Reyðarfirði, rekstrargrundvöllur ekki lengur fyrir hendi. Sama ár voru gerðar endurbætur á skrifstofuaðstöðu á aðalskrifstofum BYKO í Breidd með það að markmiði að sameina allar stoðdeildir undir einu þaki. Janúar árið 2020 var innleitt nýtt upplýsingatæknikerfi frá Microsoft sem ber heitið Dynamic AX sem leysti af hólmi eldra kerfi AS/400 sem tekið var upp árið 1998. Með innleiðingu á Dynamic AX var lagður grunnur að stafrænni þróun félagsins.

Lykiláherslur BYKO
Fólk – Eftirsóttur vinnustaður, sem byggir á starfsánægju þar sem starfsfólk finnur tilgang með störfum sínum
Viðskiptavinurinn – Við viljum skilja hann betur en aðrir
Upplýsingatækni – Stafræn þróun
Samfélagsleg ábyrgð – Við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð þegar kemur að fólki og umhverfi
Traustur rekstur – Arðsemi til þróunar og frekari vaxtar

Stefna og hlutverk
Okkar hlutverk snýst um að eiga í góðum samskiptum við fólk sem er í framkvæmdum eða í framkvæmdahug. Stefna BYKO hefur í grunninn verið óbreytt frá fyrsta degi félagsins. BYKO vinnur eftir þeirri stefnu að vera fyrsti valkostur fólks sem hyggur á framkvæmdir eða stendur í framkvæmdum. Hvort sem um er að ræða fegra garðinn, heimilið, nýbyggingu eða flóknari framkvæmdir sem útheimtir tæknilegar sérlasunir. Við höfum verið leiðandi og ætlum okkur að vera leiðandi á íslenska byggingavörumarkaði um ókomna tíð.
Traust er grunnur alls sem við gerum og sköpum.

Framtíðarsýn verslun og þjónustu
Spennandi tímar eru uppi sem ógnar núverandi fyrirkomulagi verslunar og þjónustu í landinu. Margir hafa tekið svo stórt til orða að þau fyrirtæki sem taka ekki mið af þeim fyrirsjáanlegum breytingum sem steðjar að greininni munu heltast úr lestinni. Drifkraftur breytinga eru drifnar áfram af tækniframförum sem birtist m.a. í breyttri neytendahegðun, kauphegðun, aðgengi að upplýsingum sem framkallar þá stöðu að valdið er komið til viðskiptavinarins. Af þessum fyrirsjáanlegu breytingum höfum við tekið mið af í okkar framtíðarsýn. Stafræn þróun í verslun og þjónustu er framundan. Viðskiptavinur framtíðarinnar kallar eftir aukinni þjónustu í formi starfænna möguleika, að viðhalda tryggð verður aukin áskorun, landmæri verslunar horfin, samkeppnisumhverfið verður allur heimurinn.

Jón Helgi Guðmundsson, til hægri og Kristján Guðmundsson, til vinstri, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs. Myndin var tekin 1987 á 25 ára afmæli BYKO við gróðusetningu nokkurra aspa.

Framtíðarsýn – umhverfismál
Við hjá BYKO gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á okkur þegar kemur að loftslagsmálum og þess vegna er vistvænt BYKO komið til að vera. Við berum ábyrgð á umhverfisáhrifum fyrirtækisins og höfum þess vegna mótað metnaðarfulla og skýra stefnu sem við tökum mið af í okkar daglegri starfsemi og í okkar framtíðarsýn.
Við lítum svo á að ábyrgð okkar sé tvöföld:
Eigin starfsemi
Tryggja gott aðgengi viðskiptavina að vistvænum lausnum
Umhverfisstefnan ber yfirskriftina Vistvæn saman og tekur á eftirfarandi þáttum:
Við auðveldum vistvænar framkvæmdir
Við erum fagleg og framsækin
Við setjum okkur markmið
Við gerum betur
Við berum ábyrgð
Umhverfismál munu án efa verða eitt af lykilmálum í rekstri fyrirtækja til framtíðar.

Mannauður
Á bakvið árangur er fólk. Hár starfsaldur og um lág starsmannavelta hefur einkennt BYKO til langs tíma. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki líði, vel en þannig eru auknir möguleikar að draga fram það besta hjá hverjum og einum. Jafnrétti á vinnustað býr til betri vinnustað, fjölbreyttari sjónarmið sem gerir það að verkum að við fáum betri ákvarðanir sem leiðir til aukinnar arðsemi. Hjá BYKO starfa að meðaltali 410 starfsmenn í 330 stöðugildum.
Stjórn BYKO samanstendur af þremur konum og tveimur karlmönnum
Jafnréttistefna og jafnréttisáætlun innleiddar
Jafnlaunastefna hefur verið innleidd
Jafnlaunavottun fékkst janúar 2020
Samgöngusamningur um vistvæna samgöngumáta
Hjólavottun frá Hjólafærni, læst aðgengi að hjólum, búningaaðstaða, hjólagrindur fyrir viðskiptavini, hjólað í vinnuna, Lífshlaupið.

Skipurit BYKO.

Viðurkenningar og helstu stærðir
Ánægjuvonin 1. sæti þrjú ár í röð
Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2017, 2018, 2019
Fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðið / Keldan
Tilnefning til framúrskarandi samfélagsábyrgðar

Verslanir
Velta 19,2 makr.
Norvik móðurfélag BYKO 9. sæti yfir fyrirmyndarfyrirtæki að mati Viðskiptablaðið / Keldan.
BYKO er í flokki með stærstu fyrirtækjum landsins.
5 Byggingavöruverslanir, ásamt sérverslunum.
Lagnaverslun.
Leigumarkaður.
Timburverslun.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd