Café Riis

  • 2025

    Café Riis á Hólmavík er staðsett í elsta húsi bæjarins og hefur verið veitingastaður síðan 1996. Á undanförnum árum hefur staðurinn haldið í sögulegt yfirbragð sitt en jafnframt þróast með nýjum áherslum á matarmenningu og samfélagslega þátttöku.

    Eigandi staðarins, Guðrún Ásla Atladóttir, hefur lagt áherslu á að sameina fagmennsku og hlýlegt andrúmsloft. Matseðillinn hefur verið uppfærður með áherslu á handgerðar pizzur og fjölbreyttar réttarvalkostir sem blanda saman íslenskum hráefnum og alþjóðlegum áhrifum.

    Café Riis hefur einnig verið virkur þátttakandi í menningar- og félagslífi Hólmavíkur. Á síðustu árum hafa verið haldnir tónleikakvöld, karíókí og jólahlaðborð sem skapa lifandi stemningu fyrir heimamenn og gesti. Samfélagsleg ábyrgð hefur verið í forgrunni, meðal annars með styrkjum til björgunarsveita og stuðningi við góðgerðarmál.

    Staðurinn hefur þannig haldið í hefðir en jafnframt þróast sem nútímalegt kaffihús og veitingastaður sem leggur áherslu á gæði, menningu og samfélagslega þátttöku.

  • 2022
    Nýr rekstraraðili

    Árið 2022 tók Guðrún Ása Atladóttir við rekstri Café Riis af frændfólki sínu, þeim Báru Karlsdóttur og Kristjáni Jóhannsyni sem höfðu annast rekstur staðarins frá 2005.

    Guðrún Ása, sem er heimamanneskja, var einungis 22 ára þegar hún tók við en hafði þrátt fyrir það safnað sér mikillar reynslu í faginu eftir að hafa starfað þar frá árinu 2020 auk þess að hafa starfað í þjónustugeiranum meðfram námi sínu í Skotlandi.

  • 1996
    Upphaf Café Riis

    Café Riis var opnað 1996 í miðbæ Hólmavíkur, Hafnarbraut 39. Húsið sem Café Riis er staðsett í er elsta húsi bæjarins, byggt 1897, og er það samofið sögu bæjarins frá upphafi kauptúnsins.

    Metnaður Café Riis er að bjóða upp á klassíska rétti þar sem gæðahráefni úr nærumhverinu er í forgrunni. Eins má nefna að einstöku pizzurnar þeirra njóta vinsælda bæði hjá heimamönnum eins og gestum.

Stjórn

Stjórnendur

Café Riis

Hafnarbraut 39
510 Hólmavík
4513567 / 8497858

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina