Coca-Cola European Partners Ísland hefur á undanförnum árum styrkt stöðu sína sem leiðandi framleiðandi og dreifingaraðili drykkja á Íslandi. Fyrirtækið, sem hefur starfað hér frá árinu 1942, rekur framleiðslu- og dreifingarmiðstöðvar og þjónustar allt landið með fjölbreyttum vörumerkjum.
Áhersla á sjálfbærni hefur verið í forgrunni. CCEP Ísland vinnur að markmiði um kolefnishlutleysi í Evrópu fyrir árið 2040 og hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30% fyrir 2030. Fyrirtækið hefur einnig lagt áherslu á endurvinnslu og notkun 100% endurunninnar plastumbúða í drykkjarvörum, sem hluti af stefnu sinni „This Is Forward“.
Samfélagsleg ábyrgð er stór hluti af starfseminni. CCEP Ísland hefur stutt frumkvöðlastarf, meðal annars sem styrktaraðili Gulleggsins, og tekið þátt í góðgerðarmálum í gegnum Samfélagssjóðinn og verkefnið „Support my Cause“, þar sem starfsfólk leggur sitt af mörkum til grasrótarsamtaka.
Fyrirtækið hefur einnig hlotið viðurkenningar fyrir góða rekstrarhæfni og var meðal framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo árið 2021, sem endurspeglar trausta fjárhagsstöðu og stöðugleika í rekstri.
CCEP Ísland heldur áfram að þróa starfsemi sína með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og samfélagslega ábyrgð, sem tryggir sterka stöðu á íslenskum markaði.
CCEP styður dyggilega við landslið Íslands í knattspyrnu en ríkulegur stuðningur við samfélagsleg verkefni er hluti af sjálfbærnistefnu fyrirtækisins.
Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi.
Frá árlegum hreinsunardegi við aðalstöðvar CCEP í Reykjavík.
Fylgst með framleiðslunni í átöppunarverksmiðju CCEP á Stuðlahálsi.
Coca-Cola á Íslandi er með fullkomnustu hreinsistöð frárennslisvatns á Íslandi sem skilar vatninu frá sér svo hreinu að fiskar lifa góðu lífi í því, eins og fiskabúr hreinsistöðvarinnar ber vitni um. Hér skoðar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fiskabúrið í heimsókn í verksmiðjuna í tilefni af 75 ára afmæli hennar árið 2017.
Öll bjórframleiðsla fyrirtækisins fer fram í verksmiðju CCEP á Akureyri.
Saga Coca-Cola á Íslandi teygir sig frá íslenskum stórkaupmönnum fyrir miðja síðustu öld, til Spánar, til Vestur-Evrópu og svo síðar einnig til Eyjaálfu og Indónesíu. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar gerði Björn Ólafsson, stórkaupmaður, samning við The Coca-Cola Company í Bandaríkjunum um stofnun verksmiðju á Íslandi, og 1. júní 1942 tók verksmiðjan Vífilfell til starfa. Árið 2001 sameinaðist fyrirtækið Sól Víking og hóf þá að framleiða bjór og fer sú framleiðsla nú öll fram í verksmiðjunni á Akureyri. Áratug síðar urðu breytingar á eignarhaldi Vífilfells þegar Cobega, spænskur drykkjavöruframleiðandi keypti fyrirtækið. Árið 2016 sameinaðist Vífilfell, Coca-Cola Europacific Partners (CCEP), stærsta fyrirtæki sinnar gerðar í heiminum, og ber nú nafnið Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Fyrirtækið er einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins og meðal stærstu matvælafyrirtækja á Íslandi. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi er Einar Snorri Magnússon.
Vinnulag og framleiðsluferli
Í dag spannar starfsemi fyrirtækisins mjög breitt svið: Framleiðslu, inn-og útflutning, markaðssetningu, dreifingu, sölu og þjónustu. Fyrirtækið leitast við að þróa vöruval sitt og umbúðir að breyttri neysluhegðun á Íslandi og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan það framleiddi nær eingöngu litlar glerflöskur og aðeins eina bragðtegund af Coca-Cola. Í dag er fyrirtækið alhliða drykkjarvörufyrirtæki sem selur mörg af þekktustu og vinsælustu vörumerkjum í heiminum í fjölda drykkjarvöruflokka, jafnt óáfengum sem áfengum, og í fjölbreyttum umbúðum sem hæfa mismunandi neyslutilefnum. Mikil áhersla er á sjálfbærni, umhverfisvænni framleiðsluaðferðir og umhverfisvænni umbúðir og vinnur fyrirtækið jafnt og þétt að úrbótum og þróun í þeim efnum.
Skipulag og sérstaða
Coca-Cola Europacific Partners er stærsta sjálfstæða átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum hvað varðar veltu og er leiðandi fyrirtæki á markaði fyrir neytendavörur í Evrópu, Eyjaálfu og Indónesíu. Fyrirtækið er á hlutabréfamarkaði og starfar í 29 löndum og dreifir og markaðssetur nokkur af vinsælustu drykkjavörumerkjum heims til yfir 600 milljóna neytenda. Sem hluti af stærri heild hefur Coca-Cola á Íslandi mikla burði til að þróa starfsemi sína og til að laga sig hratt að breytingum á markaði
Sjálfbærnistefna
Coca-Cola Europacific Partners hefur sett sér það leiðarljós að vinna að sjálfbærni og nýta fyrirtækið og vörumerkin til að stuðla að betri framtíð fyrir fólkið og jörðina. Sjálfbærni er kjarnaþáttur í viðskiptum CCEP og árið 2018 setti fyrirtækið sér víðtæka sjálfbærnistefnu í sex köflum með 21 mælanlegu og tímasettu markmiði. Þau fela meðal annars í sér að fyrirtækið kappkostar að auðvelda neytendum að draga úr sykurneyslu með því að bjóða viðskiptavinum enn meira úrval af sykurskertum drykkjum. Fyrirtækið stefnir að því að auka hlutfall endurunnins efnis í umbúðum, gera þær umhverfisvænni og var Coca-Cola á Íslandi meðal fyrstu landa í heiminum að bjóða upp á plastflöskur sem eru 100% endurunnar og nær þannig að skapa hringrás umbúða og draga stórlega úr kolsefnisfótspori. Áætlun CCEP í loftslagsmálum, Net Zero 2040, er metnaðarfull, með skýrum markmiðum og dagsetningum. Þar má nefna að draga á úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda þvert á alla aðfangakeðjuna um 30% fyrir árið 2030, þ.m.t. bæði bein og óbein losun, en miðað er við grunnár 2019. Þá er stefnt á að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, í samræmi við Parísarsamkomulagið um að ná að halda hlýnun jarðar undir 1,5 ˚C.
Mikið kapp er lagt á að endurheimta allar umbúðir svo þær endi ekki sem rusl á víðavangi og hvetur fyrirtækið neytendur til að endurvinna umbúðirnar með skilaboðum á umbúðum. Þá er lögð áhersla á að umgangast vatn af fyllstu virðingu og samkvæmt ítrustu gæðakröfum í öllum viðskiptum. Coca-Cola á Íslandi hefur þá sérstöðu að reka eina fullkomnustu hreinsistöð frárennslisvatns hér á landi. Hjá Coca-Cola á Ísland er öryggi neytenda ávallt í fyrirrúmi og lögð áhersla á að starfsmenn starfi allir í umhverfi þar sem heilsa og öryggi þeirra eru tryggð. Sjálfbærnistefna fyrirtækisins lýsir ábyrgri afstöðu til þeirra umhverfisáhrifa sem starfsemin kann að hafa í för með sér og vilja til að vinna að stöðugum umbótum sem lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og draga úr mengun og losun úrgangs og stuðla að aukinni endurvinnslu.
Mannauður, starfsmannafjöldi og aðsetur
Í dag starfa um 160 manns hjá Coca-Cola á Íslandi á tveimur starfstöðvum: Við Stuðlaháls í Reykjavík og á Furuvöllum á Akureyri. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks með ólíka menntun og bakgrunn en mörg starfanna krefjast reglulegrar símenntunar og sérþjálfunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á fjölbreyttan mannauð, að útiloka aðgreiningu og auka jafnrétti á öllum sviðum starfseminnar. Þegar heimsfaraldur COVID skall á var það fyrirtækinu mikið kappsmál að halda öllu starfsfólki sínu í vinnu og tókst það, góðu heilli.
Einn drykkur á dag
Coca-Cola á Íslandi framleiðir fjölbreytt úrval drykkjarvöru fyrir íslenskan markað en leitast þó jafnframt við að færa út kvíarnar á erlendum mörkuðum. Vörum fyrirtækisins er dreift til a.m.k. 2.500 útsölustaða um allt land. Fyrirtækið kappkostar að framleiða og flytja inn vörur sem uppfylla þarfir neytenda og falla að jákvæðum og heilbrigðum lífsstíl. Á árinu 2019 seldi fyrirtækið sem samsvarar einum 330ml drykk á á dag fyrir hvern íbúa á Íslandi.
Coca-Cola European Partners á Íslandi (CCEP Ísland)
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina